Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 186
13
III. Skipulag staðarins.
Hörður Bjamason, fyrrverandi húsameistari ríkisins, hafði veg og vanda af uppbyggingu
mannvirkja í Skálholti eftir að endurreisnarstarfíð hófst um 1950 og mótaði fyrstu línur í
skipulagi staðarins með kirkjubyggingu og þeim tveimur íbúðarhúsum sem eru á staðnum.
Árið 1961 gerði Reynir Vilhjálmsson tillögu að skipulagi Skálholtsstaðar sem prófverk-
efni, og átti í framhaldi af því þátt í að móta það.
Mannfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson komu til starfa árið 1970 með hönn-
un lýðháskóla í Skálholti og urðu þátttakendur í skipulagsvinnunni. Var það að frumkvæði
þáverandi biskups íslands, Sigurbjöms Einarssonar, og formanns Skálholtsskólafélagsins,
Þórarins Þórarinssonar. Verk þessi voru unnin í samráði við Hörð Bjamason.
Aðalskipulag staðarins, sem unnið var af Pétri Jónssyni arkitekt, var staðfest vorið 1990.
í framhaldi af því hlutuðust biskup og kirkjuráð til um að gerð yrði tillaga að deiliskipu-
lagi fyrir staðinn. Arkitektamir Reynir Vilhjálmsson og Mannfreð Vilhjálmsson vom fengn-
ir til þess verks og em tillögur þeirra að deiliskipulagi frá því í októbermánuði 1990 (sjá
fylgiskjal 4). í þeirri tillögu er fullt tillit tekið til sögu Skálholts, menningar- og kirkju-
hlutverks í nútíð og fortíð og þeirra minja sem hugsanlega leynast í jörðu. Enn fremur er
horft til framtíðar með tilliti til þeirrar starfsemi sem fram fer í dag og hugsanlegrar þró-
unar ásamt nvrri starfsemi. Tillögur að deiliskipulagi em mjög í samræmi við hugmynd-
ir sem fram koma í álitsgerð þessari.
Gert er ráð fyrir einni veigamikilli breytingu frá því sem ákveðið er í hinu staðfesta að-
alskipulagi. í aðalskipulagi er gert ráð fyrir að þjóðvegur liggi um staðinn nokkm sunnar
en nú er. í tillögum að deiliskipulagi er hins vegar gert ráð fyrir að þjóðvegurinn færist
norðar og er það rökstutt í tillögunum. Verður að breyta aðalskipulagi eigi sú tillaga að
ná fram að ganga.
Nefndin fjallaði ítarlega um þá kosti sem til greina koma um framtíðarvegarstæði Skál-
holtsstaðar og ræddi m.a. við fulltrúa sveitarstjórnar Biskupstungnahrepps um málið, svo
og Vegagerðar ríkisins. Auk þess kom nefndin því til leiðar að helstu fagaðilar, sem mál-
ið varðar, áttu með sér fund. Fundinn sátu fulltrúar frá Vegagerð ríkisins, Náttúmvemdar-
ráði, Þjóðminjasafni og Skipulagi ríkisins. Enn fremur sátu fundinn arkitektar þeir sem
unnu að aðal- og deiliskipulagi. Fulltrúi Vegagerðarinnar kynnti hugmynd um framtíðar-
vegarstæði sem væri norðar en núverandi vegur, sbr. deiliskipulag. Ekki komu fram mót-
mæli við hugmynd Vegagerðarinnar á fundinum. Af hálfu Náttúmyemdarráðs var mælt með
hugmynd Vegagerðarinnar að framtíðarvegarstæði.
181