Gerðir kirkjuþings - 1993, Síða 203
30
XI. Framkvæmdir, rekstur og stjórnskipulag.
Framtíðaruppbygging í Skálholti verður samkvæmt tillögum nefndarinnar afar viðamikil
og munu verkefnin því kreíjast forgangsröðunar. Jafnframt mun rekstrarumfang vaxa og
því er nauðsynlegt að huga að stjómskipulagi og rekstrarháttum í framtíðinni. í þessum
kafla verður rætt um þær framkvæmdir sem nefndin leggur til að ráðist verði í, forgangs-
röðun þeirra og rekstur í Skálholti. Loks er gerð grein fyrir hugmyndum nefndarinnar um
íjármögnun og undirbúning framkvæmda.
Framkvæmdir.
Ef framkvæmt er í samræmi við áætlun um byggingarþörf er um verulegan stofnkostnað
að ræða. Nefndin hefur gert mjög grófa kostnaðaráætlun fyrir þær framkvæmdir sem hún
gerir tillögu um í XI. kafla. Rétt er að vekja athygli á að þetta eru mjög lauslegar og lítt
undirbyggðar áætlanir og einungis til þess ætlaðar að gefa einhverja hugmynd um umfang
framkvæmda.
Hér á eftir eru taldar upp, ásamt lauslegri kostnaðaráætlun, þær framkvæmdir sem nefnd-
in telur að ráðast eigi í.
Malbikun bílastœða o.fl. Malbikun bílastæða, heimkeyrslu og hlaðs við kirkju og skóla.
Kostnaður er háður því hvort þarf að skipta um undirlagsjarðveg eða ekki. Kostnaður verð-
ur rúmlega helmingi meiri ef svo er. Kostnaður er áætlaður samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerð ríkisins á Selfossi. Áætlaður kostnaður: 2,5-5,4 m.kr.
Göngustígar. Malarstígar, 2 m á breidd með 50 cm undirlagi, kosta um 1.500 kr. á metra
samkvæmt mati Reynis Vilhjálmssonar arkitekts. Síðar er hægt að leggja varanlegt efni (ol-
íumöl eða malbik). Vegalengd er áætluð 3-5 km. Áætlaður kostnaður: 4,5-7,5 m.kr.
íbúðarhús. Skólastjórabústaður, 200 m2 með bílskúr (20 m.kr.). Tvö parhús, 4 fbúðir, 4x160
m2 með bflskúr (64 m2). Áætlaður byggingarkostnaður hjá ríkinu er um 100 þús. kr. á fer-
metra. Áætlaður heildarkostnaður: 84 m.kr.
Tónleika- og œfingasalur. Viðbygging við Skálholtsbúðir. Hér þarf að gæta að því að
byggingin miðist við að hægt sé að nýta hana á annan hátt síðar ef mál þróast á þann veg.
Áætlaður kostnaður: 8,5 m.kr.
Þjónustumiðstöð/safnahús. Þjónustumiðstöð með veitingarekstri og minjagripasölu, sem
jafnframt hýsi kirkjumunasafn, kirkjusögusafn, bókasafn, sýningar- og ráðstefnusal o.fl. Hús-
ið þarf að vera þannig úr garði gert að ekki sé hægt að valda spjöllum eða fjarlægja þá
muni sem þar verða geymdir. Nauðsynlegt er að hafa brunavamakerfi, þjófavamakerfi, sér-
staklega styrkt gler í gluggum og önnur rammleg byggingarefni. Nefndin mælir með því
198