Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 206
33
ur rekstrargjöld munu einnig aukast verulega vegna hita og rafmagns, ræstinga, viðhalds
og annarrar umsýslu húseigna, útgáfu bæklinga og þess háttar fyrir ferðamenn o.fl. Á móti
gætu komið leigutekjur af sumarbústaðalóðum. Nauðsynlegt er að skilgreina vel umfang og
kostnað sem ný starfsemi hefur í fór með sér en einnig þarf að tíunda á skýran hátt þá
kostnaðarliði sem þegar eru fyrir hendi.
Nefndin leggur mikla áherslu á að rekstraráætlanir verði vandaðar og raunsæjar þannig að
ekki komi upp sú staða að farið sé út í miklar framkvæmdir en ekki hugað nægilega vel
að þeim rekstrarkostnaði sem óhjákvæmilega fylgir í kjölfarið.
Stjórnskipulag.
Samkvæmt lögum nr. 32/1963, sem er fylgiskjal 2 með álitsgerð þessari, sbr. og lög nr.
48/1982, um kirkjuráð, hafa biskup og kirkjuráð forræði og forsjá Skálholtsstaðar. Nefnd-
in leggur hins vegar til að biskup og kirkjuráð feli vígslubiskupi daglegt forræði og í
framtíðinni verði vígslubiskup ábyrgur fyrir rekstri staðarins ásamt kirkjuráði. Þannig sitji
vígslubiskup alla fundi kirkjuráðs með atkvæðisrétti þegar fjallað er um málefni Skálholts-
staðar. Nefndin telur rétt að atkvæðisréttur vígslubiskups við umfjöllun kirkjuráðs um Skál-
holt verði endursköðaður. Nefndin telur ekki rétt að fjalla um skipan prestakalla í
prófastsdæmum og núverandi fyrirkomulag í Skálholti. Hins vegar leggur nefndin til að við
endurskoðun laga um starfsmenn kirkjunnar verði lögum breytt þannig að vígslubiskup í
Skálholti hafi aðstoðarprest sér við hlið, sbr. II. kafla. Þessi skipan er þó ekki sýnd í
skipuriti því sem hér fer á eftir.
Nefndarmenn telja nauðsynlegt að stjómunarleg og fjárhagsleg ábyrgð fari saman og að
ábyrgðaraðilar verði búsettir á staðnum. Þetta á ekki síst við þegar fyrirhugaðar eru jafn-
viðamiklar framkvæmdir og fram koma í álitsgerðinni. Fram til þessa hefur fjármálaum-
sýsla Skálholts verið í höndum biskupsstofu í Reykjavík. Nefndin leggur til að fjármálaum-
sýslan flytjist til Skálholts og jafnframt verði tekinn upp sá háttur að Skálholtsstaður fái
framvegis árlega rammafjárveitingu þar sem biskup og kirkjuráð kveða nánar á um fjár-
hæðir, helsm verkefni, hugsanlega tekjuöflun o.s.frv.
Enn fremur er brýnt, til að koma í veg fyrir óþarfa misskilning og jafnvel tvíverknað, að
ábyrgð hvers starfsmanns í Skálholti verði vel skilgreind og boðleiðir skýrar þannig að upp-
lýsingar berist skjótt og örugglega milli viðkomandi aðila. Þetta er ekki síst nauðsynlegt
þar sem búast má við að starfsmönnum fjölgi, bæði á meðan á uppbyggingu stendur og eft-
ir lok framkvæmda.
Þá er lagt til að í framtíðinni verði ráðinn ráðsmaður til staðarins sem gegni hlutverki
Qármálastjóra og verði ábyrgur gagnvart vígslubiskupi, biskupi og kirkjuráði. Með vax-
andi umsvifum á staðnum má gera ráð fyrir að þörf verði á kirkjuverði í fullu starfí, jafn-
vel allt árið, en kirkjuverðir starfa nú yfir sumartímann og iðulega í tengslum við sumar-
201