Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 239
Ráðið gerir fyrir hvert almanaksár heildarfjárhagsáætlun fyrir skólann og skiptir því fé
sem hann hefur til ráðstöfunar í samræmi við hana.
Ráðið skal árlega gefa kirkjuráði skýrslu um starfsemi skólans og fjárhald.
6. gr.
Kirkjuráð ræður forstöðumann Skálholtsskóla til allt að sex ára í senn að fengnum til-
lögum skólaráðs og setur honum erindisbréf.
Forstöðumaður stjómar daglegum rekstri skólans. Hann annast fjárreiður skólans og ber
ábyrgð á rekstri hans og fjárhaldi gagnvart skólaráði. Hann ræður starfsmenn skólans í sam-
ráði við skólaráð.
Forstöðumaður hefur umsjón með áætlanagerð um skólastarfið og ber ábyrgð á að áætl-
unum, sem skólaráð hefur samþykkt, sé fylgt. Hann undirbýr ásamt fulltrúum sviðanna í
ráðinu tillögur að þriggja ára áætlunum um starfsemi á hveiju sviði fyrir sig. Hann gerir
enn fremur ásamt fulltrúa hvers sviðs nánari áætlun um fjárhagslegan og faglegan rekst-
ur sviðsins fyrir eitt ár í senn sem lögð skal fyrir skólaráð til samþykktar eigi síðar en 1.
nóvember fyrir næsta almanaksár.
Forstöðumaður situr fundi skólaráðs með málfrelsi og tillögurétti.
Hann er fulltrúi annarra starfsmanna skólans gagnvart ráðinu og skal tala máli þeirra
þar.
7. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi lög um Skálholtsskóla, nr. 31 12.
maí 1977.
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
Frumvarp þetta og athugasemdir með því er samið af nefnd sem kirkjumálaráðhérra,
Þorsteinn Pálsson, skipaði 27. maí 1991 í samráði við biskup íslands, herra Ólaf Skúla-
son, og menntamálaráðherra, Ólaf G. Einarsson, „til að huga að málefnum Skálholtsstað-
ar og gera tillögur þar að lútandi“, eins og segir í skipunarbréfi nefndarinnar. Þar segir enn
fremur að nefndinni sé ætlað það hlutverk að „kynna sér starfsemi Skálholtsskóla og gera
tiilögur um framtíðarskólarekstur á staðnum“.
I nefndina voru skipuð: Ásdís Sigurjónsdóttir deildarsérfræðingur, skipuð samkvæmt til-
nefningu fjármálaráðherra, sr. Jón Einarsson prófastur, skipaður samkvæmt tilnefningu
kirkjuráðs, sr. Jónas Gíslason, vígslubiskup Skálholtsstiftis, skipaður samkvæmt tilnefningu
biskups, sr. Sigurður Sigurðarson sóknarprestur, skipaður samkvæmt tilnefningu mennta-
málaráðherra, og Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður, sem jafnframt var skipuð for-
maður nefndarinnar. Ritari nefndarinnar er Anna Guðrún Bjömsdóttir, deildarstjr ; í dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu.
Skálholtsskóli hinn nýi tók til starfa árið 1972 undir stjóm sr. Heimis Steinssonar sem
var rektor skólans fyrstu tíu árin. Hann og kona hans, Dóra Þórhallsdóttir, lögðu grunn-
inn að þessari nýju menntastofnun kirkjunnar. Fyrstu tvö árin fór starfsemi skólans að
mestu leyti fram í Sumarbúðum þjóðkirkjunnar (Skálholtsbúðum), en frá árinu 1974 hef-
234