Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 241
komu á fund nefndarinnar dr. Sigurður Ámi Þórðarson, fráfarandi rektor skólans, og sr.
Þorbjöm Hlynur Ámason, fulltrúi biskups í skólanefnd. Gerðu þeir grein fyrir skólastarfi
á undanfömum ámm og hugmyndum sínum um framtíðarskólastarf.
Frá árinu 1975 hafa verið haldnir tónleikar í Skálholtskirkju á hverju -sumri undir stjóm
og handleiðslu Helgu Ingólfsdóttur semballeikara. Hafa þeir vakið verðskuldaða athygli,
bæði hérlendis og erlendis, notið mikillar aðsóknar og vaxandi vinsælda og verið einn helsti
vaxtarbroddurinn á Skálholtsstað síðastliðin ár. Hafa áhugamenn um tónlistarstarf í Skál-
holtskirkju stofnað með sér samtök, Collegium Musicum, sem Helga gegnir formennsku fyr-
ir. Komu fulltrúar samtakanna á fund nefndarinnar og skýrðu hugmyndir sínar um fram-
tíð kirkjutónlistarstarfs í Skálholti.
í ljósi þess mikia og góða tónlistarstarfs, sem unnið hefur verið í Skálholti á undan-
fömum ámm og með hliðsjón af þörfum kirkjunnar á sviði tónlistarmála, er lagt til að
starfrækt verði sérstakt kirkjutónlistarsvið við skólann og samtökin Collegium Musicum hafi
rétt til að tilnefna fulltrúa í skólaráð.
Einnig er gert ráð fyrir því að við skólann verði starfrækt guðfræðisvið og fræðslu-
svið svo sem nánar verður gerð grein fyrir hér á eftir og hafi guðfræðideild Háskóla ís-
lands og biskup Islands rétt til að tilnefna menn í skólaráð sem sérstaka fulltrúa þessara
sviða.
í frumvarpinu er lögð áhersla á að skólinn starfi á gmndvelli skipulegrar stefnumót-
unar og gerðar séu áætlanir um skólastarf með reglubundnum hætti. Jafnframt hefur þess
verið gætt að kirkjan hafi svigrúm til þess að móta starfsemi skólans.
Að lokum er rétt að taka fram að biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, sem er for-
maður skólanefndar Skálholtsskóla, og kirkjuráð fengu fmmdrög nefndarinnar til skoðun-
ar og gerðu nokkrar athugasemdir við þau sem nefndin hefur leitast við að koma til móts
við.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
I greininni er lögð áhersla á að Skálholtsskóli sé fyrst og fremst kirkjuieg menning-
ar- og menntastofnun. Jafnframt er höfðað til fornrar skólahefðar í Skálholti og gert ráð
fyrir að starfsemi skólans taki áfram nokkurt mið af norrænni lýðháskólahefð þó að ekki
verði lengur um hefðbundinn iýðháskóla að ræða.
Þá tekur greinin til þess að skólinn verði ekki lengur sjálfseignarstofnun, heldur heyri
hann stjómunarlega og fjárhagslega undir kirkjuráð og er þá höfð hliðsjón af lögum um
heimild handa ríkisstjórninni til þess að afhenda þjóðkirkju íslands Skálholtsstað, nr.
32/1963, sbr. og 5. mgr. 8. gr. laga nr. 31/1977.
Ekki er lagt til að bein ákvæði verði áfram í lögum um skyldur ríkissjóðs til að standa
undir rekstrarkostnaði skólans, sbr. 8. gr. laga nr. 31/1977. Hins vegar er í lokamálslið
greinarinnar kveðið á um að gerður skuli samningur um þátttöku rfkissjóðs í rekstri skól-
ans og er samningurinn fylgiskjal með frumvarpinu. Á þessi skipan sér fordæmi í sam-
skiptum og stuðningi ríkisins við suma einka- og sérskóla. í 7. gr. samningsins er ákvæði
um endurskoðun hans. Telur nefndin eðlilegt verði 'frumvarpið að lögum að þau verði
236