Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 242
endurskoðuð um leið og samningurinn þar sem hann er mikilvæg forsenda frumvarpsins.
Um 2. gr.
í greininni er kveðið á um markmið Skálholtsskóla og lögð áhersla á að hánn skuli leit-
ast við að styðja og efla þjóðkirkjuna, m.a. með fræðslu starfsmanna hennar, svo að hún
megi betur þjóna síbreytilegum og vaxandi þörfum kirkjulegs starfs í samfélaginu.
Um 3. gr.
Til að vinna að markmiði sínu skv. 2. gr. starfrækir Skálholtsskóli eftirtalin þrjú svið
er grein þessi tekur til:
a. Guðfrœðisvið. Gert er ráð fyrir að þar geti farið fram endurmenntunarnámskeið fyrir
presta og aðra starfsmenn kirkjunnar og einnig hluti af starfsþjálfun guðfræðikandídata,
sbr. 16. gr. laga um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju
Islands, nr. 62/1990. Enn fremur námskeið á vegum guðfræðideildar Háskóla íslands
og Guðfræðistofnunar, svo og margs konar námsstefnur og ráðstefnur um málefni krist-
innar trúar og kirkju.
b. Kirkjutónlistarsvið. Undir þetta svið heyra sumartónleikarnir í Skálholtskirkju og ým-
iss konar samstarf og tónlistariðkun í tengslum við þá. Enn fremur organista- og kóra-
námskeið á vegum söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, tónlistariðkun og æfingabúðir fyrir
kirkjukóra og barnakóra, sumartónbúðir barna og námskeið á vegum Tónskóla þjóð-
kirkjunnar og guðfræðideildar. Með starfsemi kirkjutónlistarsviðsins skal almennt að því
stefnt að það megi fegra og efla tónlistarlíf í íslenskum kirkjum.
c. Frœðslusvið. Á þessu sviði er gert ráð fyrir margs konar námskeiðum og fræðslu, m.a.
í samvinnu við fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar og fleiri aðila, t.d. námskeiðum í
trúfræðslu, kyrrðardagahaldi o.fl. Gert er ráð fyrir að undir þetta svið heyri umfjöllun
um þjóðlegan menningararf Islendinga, bókmenntir, fomar og nýjar, kirkjulist og list-
ir yfirleitt frá ýmsum tímum. Enn fremur ráðstefnur á sviði þjóðfélags- og menningar-
mála, félagsmálanámskeið og ráðstefnur á vegum félagsmálasamtaka. Einnig starfsemi
sem tengist norrænni lýðháskólahefð og norrænu samstarfi á því sviði.
Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar skulu sviðin nánar skilgreind og útfærð í sérstökum
samþykktum um skólann er heyra til innri samþykkta um starf hans.
Af ofangreindu má ljóst vera að gert er ráð fyrir að starfsemi skólans verði afar víð-
feðm og viðfangsefnin mörg. Starfsemin getur verið breytileg frá ári til árs og hefur skól-
inn mikið frelsi og svigrúm í þeim efnum.
Um 4. gr.
Greinin fjallar um stjórn skólans og gerir ráð fyrir gjörtækri breytingu frá því sem er
í gildandi lögum, enda er sú skipan miðuð við lýðháskólafyrirkomulag. Gert er ráð fyrir
að stjóm skólans sé í höndum sjö manna skólaráðs undir forystu vígslubiskups sem hef-
ur yfirumsjón með starfi þar f umboði biskups og kirkjuráðs. Vegna ábyrgðar kirkjuráðs
þykir rétt að það skipi að öðru leyti fulltrúa í skólaráð, en þó fimm af sex samkvæmt til-
nefningu þeirra aðila er greinin tekur til. Rétt þykir að guðfræðideild Háskóla íslands, Col-
237