Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 247
Ofangreindri nefnd, sem dóms- og kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, skipaði 27.
maí 1991 í samráði við biskup íslands, herra Ólaf Skúlason, og menntamálaráðherra, Ólaf
G. Einarsson, var fengið það verkefni að huga að málefnum Skálholtsstaðar og gera til-
lögur þar að lútandi. Þar á meðal er starfsemi Skálholtsstaðar og tillögur um framtíðar-
skólarekstur á staðnum.
í nefndina voru skipuð Ásdís Sigurjónsdóttir deildarsérfræðingur, skipuð samkvæmt
tilnefningu Qármálaráðherra, sr. Jón Einarsson prófastur, skipaður samkvæmt tilnefningu
kirkjuráðs, sr. Jónas Gíslason, vígslubiskup Skálholtsstiftis, skipaður samkvæmt tilnefningu
biskups, sr. Sigurður Sigurðarson sóknarprestur, skipaður samkvæmt tilnefningu mennta-
málaráðherra, og Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður, sem jafnframt var skipuð for-
maður nefndarinnar. Ritarar nefndarinnar hafa verið Anna Guðrún Bjömsdóttir deildarstjóri
og Guðmundur Þór Guðmundsson fulltrúi, bæði í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.
Nefndin samdi frumvarp að lögum um Skálholtsskóla, sem var lagt fyrir Alþingi á
115. löggjafarþingi, ásamt greinargerð og samningi um þátttöku ríkisins í kosmaði af rekstri
skólans sem var fylgiskjal með frumvarpinu. Frumvarp þetta varð ekki útrætt á því þingi.
Á 23. kirkjuþingi í október 1992 voru samþykktar ákveðnar breytingar sem miðuðu
að því að stytta frumvarpið og einfalda, þannig að það fæli fremur í sér ramma um starf-
semina en kirkjuráð kvæði nánar á um starfshætti skólans í samþykktum sem það setti
skólanum. Það frumvarp, sem hér er lagt fram, tekur tillit til þessara sjónarmiða, þannig
að þessi nýja stofnun mun að öllu leyti heyra undir kirkjuna, en þau afskipti, sem tengj-
ast fjárstuðningi ríkisins, verða bundin í þeim samningi um þátttöku í rekstrarkostnaði sem
gerður er skv. 1. gr. frumvarpsins. Samningurinn er fylgiskjal með frumvarpi þessu.
Skálholtsskóli hinn nýi tók til starfa árið 1972 undir stjóm sr. Heimis Steinssonar sem
var rektor skólans fyrstu tíu árin. Hann og kona hans, frú Dóra Þórhallsdóttir, lögðu grunn-
inn að þessari nýju menntastofnun kirkjunnar. Fyrstu tvö árin fór starfsemi skólans að
mestu leyti fram í sumarbúðum þjóðkirkjunnar (Skálholtsbúðum) en frá árinu 1974 hefur
skólinn starfað í eigin húsnæði sem tekið var formlega í notkun við hátíðlega vígsluathöfn
6. október það ár.
Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup tók fyrstu skóflustunguna að Skálholtsskóla á vígslu-
degi Skálholtskirkju 21. júlí árið 1963 og var hann öðrum mönnum fremur í fylkingar-
brjósti um byggingu skólans, stofnun hans og starfrækslu. Skólabyggingin var að miklu
leyti fjármögnuð fyrir söfnunarfé Skálholtsvina og lýðháskólamanna á Norðurlöndum. Mun-
aði þar mestu um norska íslandsvininn sr. Harald Hope.
í lögum um Skálholtsskóla, nr. 31/1977 er kveðið svo á að Skálholtsskóli skuli starfa
í „anda norrænna lýðháskóla". Þannig var ákveðið að skólinn skyldi starfa sem lýðháskóli
er tæki mið af sambærilegum skólum á Norðurlöndum og hefði svipað námsframboð. Jafn-
framt er í lögunum lögð rík áhersla á að skólinn skuli vinna „að varðveislu ’-'jóðlegrar
menningararfleifðar íslendinga“ og starfa á grundvelli kristinnar kirkju. Frá up4 nafi hefur
skólinn verið opinn fyrir helstu straumum í menningarlegum og félagslegum efnum sam-
tíðarinnar og þá ekki síst á vettvangi kirkjunnar. Hefur það m.a. komið fram í hinum fjöl-
mörgu og merku ráðstefnum og námskeiðum sem skólinn hefur staðið fyrir.
Þegar Skálholtsskóli hóf göngu sína fyrir tæpum 20 árum hafði íjölbrautaskólunum
242