Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 248
enn ekki verið komið á í landinu, en voru í undirbúningi. Ætla má að tilkoma fjölbrauta-
skólanna og hið rnikia námsframboð þeirra hafi stuðlað að því að minni þörf var fyrir
starfsemi lýðháskóla en ætlað var þegar hann var stofnaður, svo og það að lýðháskóli
brautskráir ekki fólk með nein próf eða réttindi er opna þeim sjálfkrafa dyr að öðrum
skólum.
Vegna þessara breyttu viðhorfa og þróunar í skólamálum hefur orðið mikil breyting á
rekstri Skálholtsskóla síðustu árin. Skólinn starfar ekki lengur sem hefðbundinn lýðháskóli
innan þess ramma sem lögin frá 1977 marka honum. Hann hefur meira færst í það form
að vera kirkjuleg menningar- og fræðslustofnun. Hefur starfsemin síðustu árin einkum ver-
ið í formi ráðstefnuhalds og námskeiða sem hafa verið vel sótt.
Miðað við aðstæður í þjóðfélaginu í dag og ríkjandi skólastefnu virðist rekstur hefð-
bundins lýðháskóla ekki vera raunhæfur kostur. Með tilliti til þess er óhjákvæmilegt að
skólanum verði markaður nýr fanægur með nýjum lögum. Með frumvarpi þessu er leit-
ast við að laga starfsemi skólans að þörfum samtíðarinnar og þá einkum að þörfum kirkj-
unnar. Er lagt til að Skálholtsskóli heyri að öllu leyti undir kirkjuna, en ríkið taki, svo
sem að framan greinir, þátt í kostnaði af rekstri hans samkvæmt sérstökum samningi þar
að lútandi.
Frá árinu 1975 hafa verið haldnir tónleikar í Skálholtskirkju á hverju sumri undir stjóm
og handleiðslu Helgu Ingólfsdóttur semballeikara. Hafa þeir vakið verðskuldaða athygli,
bæði hérlendis og erlendis, notið mikillar aðsóknar og vaxandi vinsælda og verið einn helsti
vaxtarbroddurinn á Skálholtsstað síðastliðin ár. Hafa áhugamenn um tónlistarstarf í Skál-
holtskirkju stofnað með sér samtök, Collegium Musicum, sem Helga gegnir formennsku
fyrir.
I ljósi þess mikla og góða tónlistarstarfs, sem unnið hefur verið í Skálholti á undan-
fömum árum og með hliðsjón af þörfum kirkjunnar á sviði tónlistarmála, er lagt tii að
starfrækt verði sérstakt kirkjutónlistarsvið við skólann.
Einnig er gert ráð fyrir því að við skólann verði starfrækt guðfræðisvið og fræðslu-
svið svo sem nánar verður gerð grein fyrir í athugasemdum um 3. gr.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
I greininni er lögð áhersla á að Skálholtsskóli sé fyrst og fremst kirkjuleg menningar-
og menntastofnun. Jafnframt er vísað til fornrar skólahefðar í Skálholti og gert ráð fyrir að
starfsemi skólans taki áfram nokkurt mið af norrænni lýðháskólahefð þó að ekki verði leng-
ur um hefðbundinn lýðháskóla að ræða.
Þá tekur greinin til þess að skólinn verði ekki lengur sjálfseignarstofnun, heldur heyri
hann stjómunarlega og fjárhagslega undir kirkjuráð og byggt er á að húsnæði skólans verði
afhent þjóðkirkjunni, sbr. lög um heimild handa ríkisstjórninni til þess að afhenda þjóð-
kirkju íslands Skálholtsstað, nr. 32/1963, sbr. og 5. mgr. 8. gr. laga nr. 31/1977.
243
A