Gerðir kirkjuþings - 1993, Blaðsíða 267
2
b. í stað „1994“ í 2. tölul. 1. mgr. 39. gr. kemur: 1995.
2. Lög um kirkjuþing og kirkjuráð hinnar íslensku þjóðkirkju, nr. 48 11. maí 1982, breyt-
ast þannig:
a. Við 2. mgr. 1. gr. bætist: nema kirkjuþing geri aðra skipan þar á.
b. 14. gr. laganna orðast svo: Klrkjuþing kýs þirigfararkaupsnefnd er ákvarðar dag-
peninga, ferðakosmað og þóknun til kirkjuþingsmanna.
c. 2. málsl. 17. gr. laganna fellur brott.
7. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1994 en skulu koma til endurskoðunar eigi síðar en
fjórum árum eftir gildistöku þeirra.
Jafnframt falla úr gildi lög um söngmálastjóra og Tónskóla þjóðkirkjunnar, nr. 3 24.
febrúar 1981, fxá sama tíma.
Ákvæði til bráðabirgða.
Kirkjumálasjóður skal starfrækja embætti söngmálastjóra og Tónskóla þjóðkirkjunnar
áfram, eins og við getur átt, til loka vormissiris 1995. Lokapróf frá Tónskólanum til þess
tíma veitir sömu réttindi og aðrir tónlistarskólar, þ.e. til starfa sem organisti og sem kenn-
ari í tónlist. Tónskólinn skal til þess tíma kenna í samræmi við námsskrá sem hlotið hefur
staðfestingu menntamálaráðuneytisins. Nemendur Tónskólans öðlast að öðru leyti réttindi
í samræmi við þá áfanga (námsstig) sem þeir ljúka í námi og í samræmi við ákvæði í
reglugerð.
Fastráðnir starfsmenn söngmálastjóra og Tónskóla þjóðkirkjunnar skulu hafa rétt til
áframhaldandi og sambærilegra starfa hjá söngmálastjóra og Tónskóla þjóðkirkjunnar eftir
að lög þessi öðlast gildi. Söngmálastjóri skal eiga sama rétt til áframhaldandi óbreyttra
starfa. Forstöðumaður fjölskylduþjónustu kirkjunnar skal eiga rétt til áframhaldandi og sam-
bærilegra starfa við fjölskylduþjónustuna við gildistöku laga þessara. Ákvæði 14. gr. laga
um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 38 14. apríl 1954, á því ekki við um þessa
starfsmenn.
Eignir þær, sem ríkið hefur lagt Tónskóla þjóðkirkjunnar til, renna til skólans við
gildistöku laga þessara.
Húseignin að Bergstaðastræti 75, Reykjavík, ásamt leigulóðarréttindum verður eign
kirkjumálasjóðs við gildistöku laga þessara.
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
Frumvarpi þessu, sem flutt er samhliða frumvarpi til laga um prestssetur, er ætlað að
færa stjómsýslu á sviði kirkjumála frá ríkisvaldinu til þjóðkirkjunnar, auk þess sem þeirri
bráðabirgðaskipan mála, sem mælt er fyrir um í lögum um fjármálaráðstafanir á sviði
dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, nr. 115 29. desember 1992, er komið í varanlegt horf.
í þessu skyni er gert ráð fyrir stofnun sérstaks sjóðs, kirkjumálasjóðs, er lúti stjóm
kirkjuráðs. Frumvarpið er í samræmi við löggjöf um Kristnisjóð og Jöfnunarsjóð sókna
eins og við getur átt. Verkefni, sem sjóðnum em ætluð, em ýmis kirkjuleg málefni, sbr.
4. gr. fmmvarpsins. Auk þess er sjóðnum ætlað að standa straum af kosmaði við prests-
setur landsins að miklu leyti.
Tekjur sjóðsins verða hlutdeild í tekjuskatti sem reiknast sem hlutfall af þeim hluta
sóknargjalda er renna til þjóðkirkjusafnaða. Hlutdeild kirkjugarða í tekjuskatti verður
lækkuð að sama skapi.
264