Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 269
4
hefur annast um biskupsgarð hin síðari ár. Að mati dóms- og kirkjumálaráðuneytisins
og biskupsstofu má gera ráð fyrir að árlegur rekstrarkosmaður geti numið um 800 þús.
kr. að jafnaði á ári og er þá allt viðhald meðtalið.
3. Ráðgjöf í Qölskyldumálum. Kirkjan starfrækir svonefnda fjölskylduþjónustu kirkj-
unnar. Framlag á fjárlögum til þess málaflokks á yfirstandandi ári nemur 2.2 millj. kr.
4. Kosmaður við embætti söngmáiastjóra þjóðkirkjunnar og Tónskóla þjóðkirkjunnar, sbr.
lög nr. 3 24. febrúar 1981, er greiddur úr ríkissjóði, en á síðasta ári var mælt um þau
atriði í lögum nr. 115/1992. Framlag á fjárlögum 1993 nemur 15,6 millj. kr. og er þá
tekið tillit til sértekna sem talið er að verði um 1,3 millj. kr. Kirkjumálasjóður mun
yfirtaka rekstur hvors tveggja, en lög nr. 3/1981 verða afnumin.
5. Starfsþjálfun guðfræðikandídata. Framlag til starfsþjálfunar guðfræðikandídata á fjár-
lögum 1993 er 2,8 millj. kr. Um starfsþjálfun guðfræðikandídata er fjallað í lögum nr.
62/1990, sbr. reglugerð um starfsþjálfun guðfræðikandídata nr. 89 12. febrúar 1991.
6. Ymis verkefni. Á Qárlögum ársins 1993 er hluti af fjárveitingu til embættis biskups
íslands ætlaður til ýmissa verkefna eins og þar segir og nemur framlagið 5,6 millj. kr.
Ráðgert er að kirkjumálasjóður standi eftirleiðis straum af þessum kosmaði. Þessari
Qárveitingu hefur verið varið til að standa straum af kostnaði við Biblíuþýðingu og
safnaðaruppbyggingu.
Árleg útgjöld kirkjumálasjóðs til prestssetrasjóðs og verkefna samkvæmt þessu ákvæði
nema samtals 87,3 millj. kr.
Um 5. gr.
Lagt er til að kirkjuráð, sem starfar samkvæmt lögum nr. 48/1982 og fer með ýmis
sameiginleg mál þjóðkirkjunnar, fari með stjóm sjóðsins. Kirkjuráð hefur einnig með hönd-
um umsjá Kristnisjóðs og Jöfnunarsjóðs sókna og er því eðlilegt og hagkvæmt að skipa
málum á þennan veg.
Ákvæði þetta er samhljóða samsvarandi ákvæðum í lögum um Krismisjóð o.fl., nr. 35
9. maí 1970, og í lögum um sóknargjöld o.fl., nr. 91 29. desember 1987.
Um 6. gr.
Kirkjugarðsgjald árið 1994 samkvæmt frumvarpi þessu verður 139.88 kr. á mánuði.
Árið 1993 átti hlutdeild kirkjugarða í óskiptum tekjuskatti að nema 177 kr. á mánuði,
á hvem einstakling 16 ára og eldri í árslok 1992, en samkvæmt 3. gr. laga nr. 115/1992
lækkaði það um 20% og varð gjaldið 141,60 kr. á mánuði. Gjaldendur þess hluta kirkju-
garðsgjalds á þessu ári (fjöldi þeirra 1. desember 1992) em 193.434 manns, en Hagstofan
áætlar að fjöldi manna 16 ára og eldri 1. desember 1993 (sem verður þá fjöldi gjaldenda
á árinu 1994) verði um 196.000 manns. Að mati Þjóðhagsstofnunar má ætla að meðal-
tekjuskattsstofn einstaklinga milli tekjuáranna 1992 og 1993 verði sem næst óbreyttur.
Samkvæmt því ætti þessi hluti kirkjugarðsgjalds árið 1994 einnig að verða 177 kr. á
mánuði. Óskert hlutdeild kirkjugarða í tekjuskatti árið 1994 gæti því numið um 416,3 millj.
kr. Kirkjumálasjóður þarf 87.3 millj. kr. á ári til ráðstöfunar eins og fyrr segir og verður
það því sú fjárhæð sem hlutdeild kirkjugarða í óskiptum tekjuskatti lækkar um. Hlutdeild
kirkjugarða f tekjuskatti árið 1994 verður samkvæmt þessu 329 millj. kr. Mánaðarlegt
kirkjugarðsgjald verður því 139,88 kr. á mánuði árið 1994 og er lagt til að sú fjárhæð
verði lögfest, svo og að um árlegar breytingar á henni fari eins og verið hefur, þannig að
stuðst sé við hækkun á meðaltekjuskattsstofni tveggja næstliðinna tekjuára á undan gjaldári.
Breytingar á lögum um kirkjuþing og kirkjuráð hinnar íslensku þjóðkirkju fela í sér
að kirkjumálasjóður kostar hvort tveggja. Jafnframt að kirkjuþing geti ákveðið tíðni og
lengd þinghalda, auk þingtíma.
266