Gerðir kirkjuþings - 1993, Blaðsíða 273
3
Frumvarpið felur jafnffamt í sér að stjómsýsla prestssetra og tilsjón með þeim faerist
frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til þjóðkirkjunnar.
Frumvarpið ráðgerix að stofnaður verði sérstakur sjóður, prestssetrasjóður, sem lúti
þriggja manna stjóm sem fari með stjómsýslu prestssetra og standi straum af kostnaði við
stofn- og rekstrarkostnað prestssetranna. Engin afstaða er tekin til eignarréttar yftr prests-
setrunum. í því sambandi þykir rétt að vekja athygli á álitsgerð kirkjueignanefndar sem
dóms- og kirkjumáiaráðherra skipaði 23. desember 1982. í fyrri hluta álitsgerðar nefndar-
innar frá 1984 er fjallað um stöðu jarðeigna kirkjunnar. Þar segir m.a. um prestssetrin:
.Jh-estsseturshúsin voru óumdeilanleg eign prestakallanna (embættanna) og hlutverk þeirra
var að gera starf kirkjunnar mögulegt á viðkomandi stað. Húsin voru hluti af þeirri heild
sem embættunum tilheyrði og þeirri grundvallarstöðu hefur aldrei verið breyn með lög-
mætum hætti. Samhliða nytjaréui báru þeir (prestar) fulla ábyrgð á þeim og f]árhagssk>’ld-
ur, en var líka gert að tryggja stöðu þeirra eins og annarra kirkjueigna fyrir eftirkomend-
ur með launum sínum ... Þess vegna má leiða að því rök að bak við öll prestsseturshús á
landinu, einnig þau sem aðeins eru orðin hús á lóð, standi sjálfseignarstofnun sem trvgg-
ing fyrir rétti prestsetursins, sbr. það sem áður sagði um jarðeignimar.'‘
Sérstakar nefndir ríkis og kirkju eru í viðræðum um framtíðarskipan kirkjueigna.
Frumvarp þetta hefur verið kynnt þeim nefndum. Frumvarp þetta hefur einnig verið kynnt
kirkjuráði og kirkjuþingi. Kirkjuþing samþykkti frumvarp þetta fyrir sitt leyti en lagði til
að smávægilegar breytingar yrðu gerðar á því. Breytingartillögur kirkjuþings hafa allar
verið teknar til greina og færðar inn í frumvarpið.
Frumvarp þetta hefur einungis helstu grundvallarreglur að geyma en að öðru leyti er
gengið út frá því að nánari reglur mótist í framkvæmdinni.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
Hér er hugtakið prestssetur skilgreint. Prestssetrum í þessum skilningi má skipta í tvo
flokka eftir því hvon um jörð (lögbýli) er að ræða eða ekki. Mismunandi reglur geta gilt
um hvom flokk um sig, t.d. um leigugjald. Sérstök ákvæði eru um stöðu presta á prests-
setursjörðum í lögum um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju
íslands, nr. 62 17. maí 1990. Ákvæði þessu er ætlað að taka af allan vafa um að frum-
varp þetta nái til beggja flokkanna. Kveðið er á um að prestssetrið sé hluti af embætti
prestsins, enda er presti skylt að hafa aðsetur og lögheimili á prestssetri, sbr. 8. gr.
nefndra laga.
Um 2. gr.
Gert er ráð fyrir stofnun sérstaks sjóðs, prestssetrasjóðs, er annist um stjómsýslu og
rekstur prestssetra. Með þeim hætti eru prestssetrin, stjómsýsla þeirra og rekstur, afmörkuð
og sjálfstæði málaflokksins tryggt. Mælt er fyrir um að sjóðurinn fari með fyrirsvar eigna
þessara, svo sem gagnvart öðrum aðilum, stjómvöldum og í dómsmálum.
Stjóm prestssetrasjóðs er ekki bundin af fyrirmælum um það hvar og hverjum skuli
lögð til prestssetur að öðru leyti en því er fram kemur í lögum um skipan prestakalla og
prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju íslands. Sjóðstjóm getur því í sjálfu sér ákveðið
að leggja fleirum til prestssetur en greinir í nefndum lögum.
Um 3. gr.
Lagt er til að sjóðurinn lúti stjóm þriggja manna er kosnir séu af kirkjuráði.
Kjörtímabil stjómarinnar verði hið sama og kirkjuráðs eða fjögur ár/
270