Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 274
4
Um 4. gr.
Ákvæði þetta mælir fyrir um heimild sjóðstjómar til kaupa og sölu á prestssetrum.
Tryggilegra þykir að gera áskilnað um að kirkjuþing skuli heimila slíka ráðstöfun svo að
hún öðlist gildi. Enn fremur þykir rétt að áskilja að samþykki dóms- og kirkjumálaráðherra
þurfi til slíkra ráðstafana. Sú regla helgast m.a. af þvf að frumvarp þetta tekur ekki til
eiginlegs eignarréttar yfir prestssetrunum eins og fyrr sagði. I>ykir því rétt að tryggja ríkis-
valdinu áfram vissan íhlutunarrétt með þessum hætti, uns eignamál verða til lykta leidd.
Um 5. gr.
Lagt er til að lögfest verði ein heildarregla um skyldu presta á prestssetrum til að inna
af hendi endurgjald fyrir umráð og afnot sín af prestssetrum. Sjóðstjóm er ætlað að ákvarða
fjárhæð leigugjaids og móta nánari reglur um leigugjald að öðru leyti.
Um 6. gr.
í áirvæði þessu eru helstu viðfangsefni og kostnaðarliðir sjóðsins talin upp.
Með nýbyggingum er fyrst og fremst átt við íbúðarhúsnæði en ákvæðið getur einnig
tekið til nýbygginga, t.d. útihúsa á jörð eða bifreiðageymslu.
Prestssetrasjóður skal einnig standa su-aum af kostnaði við kaup prestssetra ef því er
að skipta, t.d. ef keypt er notað íbúðarhúsnæði í þéttbýli til þeirra nota.
Allur viðhaldskostnaður vegna prestssetranna greiðist af prestssetrasjóði. Þó verður að
hafa í huga ákvæði 4. gr. sem segir að ábúðarlög og húsaleigulög taki til réttarsambands
prests og prestssetrasjóðs, eftir því sem við getur átt. Ef skylda til eignakaupa á prests-
setursjörð er fyrir hendi ber prestssetrasjóði að greiða fráfarandi presti sem úttekt mælir
fyrir um í því sambandi, en prestssetrasjóður nýtur þó stöðu landsdrottins samkvæmt
ábúðarlögum þannig að heimilt er að greiða með þeim skilmálum er þar greinir.
Skylt er að kaupa brunatr>’ggingar fyrir ibúðarhús, sbr. lög um brunatryggingar utan
Reykjavíkur, nr. 59 24. apríl 1954. Þá getur skylda til frekari trygginga stofnast ef um
veðsetningu prestssetursjarðar er að ræða. Greiðsla fasteignagjalda hvílir á prestssetrasjóði.
Ógerlegt er að segja nákvæmlega fyrir um annan kostnað sem falla kann á vegna
prestssetra. Eðlilegt þykir að gera ráð fyrir að sjóðurinn greiði að meginstefnu til kostnað
sem ósanngjamt eða óeðlilegt er að viðkomandi prestur greiði. Sem dæmi má nefna
kostnað við landskipti eða endurskoðun fasteignamats svo fátt eitt sé nefnt.
Gert er ráð fyrir að sjóðurinn standi undir eigin rekstrarkostnaði. Er það eðlileg regla
sem þarfnast ekki frekari skýringa.
Um 7. gr.
Hér er mælt fyrir um tekjur prestssetrasjóðs. Meginsjónarmiðin eru þau að svipað fjár-
magn sé til ráðstöfunar fyrir sjóðinn, eins og veitt hefur verið til viðfangsefna hans á fjár-
lögum undanfarin ár, auk þess sem tekið er tillit til áætlaðs rekstrarkostnaðar sjóðsins, en
mat á honum hefur verið unnið af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í samráði við biskups-
stofu.
Megintekjustofninn er árlegt fjárframlag úr kirkjumálasjóði sem skal nema 52 millj.
kr., sbr. 3. gr. frumvarps til laga um kirkjumálasjóð.
Leigugjald það sem sóknarprestum ber að inna af hendi skv. 5. gr. frumvarpsins á að
skila nokkrum tekjum í prestssetrasjóð. Núverandi leigugreiðslur presta fyrir prestssetur
hafa skilað u.þ.b. 7 millj. kr. árlega. Þó þykir mega gera ráð fyrir að leiga fyrir nokkur
prestssetur verði hækkuð, einkum þar sem leigugreiðslur hafa einungis numið nokkrum
krónum á ári, svo og á jörðum með umtalsverð hlunnindi. Er því ætlandi að leigutekjur
geti hækkað nokkuð. Eríitt er að áætla með nákvæmni um hversu miklar tekjur getur orðið
271