Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 277
rannsóknir á íslenskum sálmakveöskap,) náttúruskoðun, skógrækt, norræn
samskipti og kristilegt uppeldi æskunnar. Ennfremur skal stofnunin stuðla aö
listastarfsemi, svo sem með fyrirlestrum um listgreinar, myndlistasýningar,
hljómleiktim, bókmenntakynningum oil.
7. Lögö skal áhersla á, að á Hólum geti orðið aðalfundarstaður presta hins foma
Hólastiftis og aðstaða til annarra fundahalda og samveru presta og leikmanna,
er starfa á vegum kirkjunnar. Þama verður grundvöliur fyrir samvinnu kirkju og
Bændaskólans hvað varöar hagnýtingu húsnæðis.
8. Flutningsmenn tillögunnar styðja þá þingsályktunartillögu, sem kom fram á síðasta
Alþingi um stofnun kirkjulegs þj óðminjasafns á Hólum og leggur sérstaka áherslu
á byggingu bókasafns, sem hefur m.a. að geyma hið foma Hólaprent. Því tengist
aðstaða fyrir fræðimenn.
9. Stofnunin vinnur í anda lýöræðis og leggur áherslu á frelsi einstaklingsins og
andlegt frelsi.
Frá því að tillaga kom fram um kárkjulega menningarmiðstöð á Hólum hefur mikil
breyting orðið á málefnum Hólastaðar. Samkvæmt lögum var vígslubiskupsembættið
flutt heim að Hólum árið 1990, en þá hefur enn betur komið í ljós hver nauðsyn er á
bættri aðstöðu til kirkjulegrar starfsemi. Hafa því allir áhugamenn um endurreisn
Hólastaðar lýst sig fylgjandi þessum fyrirhuguðu framkvæmdum.
Það er álit allflestra Norðlendinga, að uppbygging kirkjulegrar starfsemi utan
kirkjuhússins á Hólum hafí nær enga stoð hlotið af hálfu hins opinbera, t.d. þegar litið
er til þess fjármagns, sem Skálholtsstaður hefur þegið á undanfömum árum.
Það em skoðun okkar, Norðlendinga, að tími Hóla í Hjaltadal sé upp mnninn.
Vísað til allsherjamefndar (frsm. Sr. Þorleifur Kjartan Kristmundsson).
Við síöari umræðu flutti sr. Þórhallur Höskuldsson eftirfarandi breytingartillögu viö
nefndarálitið:
Tillögugreinin orðist svo:
Kirkjuþing samþykkir að fela vígslubiskupi Hólastiftis og Hólanefnd að setja fram
hugmyndir um starfsaðstöðu vígslubiskups og um kirkjulega menningarmiðstöð
á Hólum þar sem tillit sé tekið til núverandi aðstæöna og hvað raunhæft er að
gera til úrbóta.
Ennfremur að gerö verði kostnaðaráætlun um rekstur og framkvæmdir. Áætlunin
veröi lögð fyrir næsta kirkjuþing.
Nefndarálitið ásamt breytingartillögunni samþykkt samhljóða.
274