Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 286
,5
Nefndaxálit ub verkaskiptingu og saaskipti sóknarpresta og sóknarnefnda.
4. Söguleg þróun og hefðir varðandi verkaskiptingu sóknar-
presta og sóknarnefnda.
4.1 Athugasemd.
Nefndin tók sér ekki fyrir hendur að úrskurða um réttar-
farslega eða stjórnunarlega stöðu sóknarnefnda gagnvart
sóknarprestum. í þessum kafla kemur fram skýr afstaða til
þessarar stöðu og er hún mat höfundar kaflans séra Geirs
Waage.
4.2 Formáli.
Staða presta gagnvart leikmönnura i kirkju þjóðveldistímans
var afar mismunandi: Kirkjugoðar þeir, sem sjálfir voru
prestar, áttu ekki undir leikmenn að sækja um ákvarðanir,
er snertu meðferð kirkju og kirkjufjár eða stöðu sína
yfirleitt gagnvart málefni kirkjunnar.
Prestar i þjónustu kirkjugoða eða kirkjubænda voru hins
vegar algjörlega ofurseldir vilja húsbænda sinna og er
raunar vísað til þeirra "sem annarra mansmanna" í ákvæðum
um kjör kirkjupresta í Grágás.
Biskupar þjóðveldiskirkjunnar stýrðu málefni hennar að
landsins lögum og hjeldu kirkjulögin þar, sem þau fóru ekki
í bága við landsvenju framan af, enda valdir til embættis
úr helztu höfðingjaættum landsins að fulltingi annarra
kirkjugoða. Framan af var því ráð kirkjunnar að mestu i
höndum leikmanna, er rjeðu reglum um meðferð eigna og
skipan mála.
Biskupar hófu baráttu fyrir frelsi kirkjunnar og kröfðust
fullra yfirráða yfir eignum hennar og rjettindum. Frá og
með sáttargjörðinni í Ögvaldsnesi 1297 korast á sú skipan,
að leikmenn fóru með þær kirkjueignir, sem þeir áttu að
hálfu eða meira, en biskupar höfðu forræði þeirra eigna, er
kirkja átti að öllu eða meira en helfningi.
Með Kristnirjetti hinum nýja var það í lög tekið að:
"Biskup skal kirkjum ráða og svo öllum eignura þeirra
og svo öllum kristnum dómi svo og tíundum og tilgjöfum
þeim, sem menn gefa Guði og hans helgum mönnum löglega
til sáluhjálpar, því að ekki vald mega leikmenn yfir
slíkum hlutum eiga utan biskupsskipan".
Kirkjulegt forræði var svo óskorað á eignum þessum og
flestu málefni kirkjunnar allt til 1907 og voru eignirnar
að mestu í höndum presta, nema þær, (helzt klaustraeignir),
sem konungur tók upp fyrir kirkjunni með ráni.
Siðbótin raskaði lítt hinrvir/ornu skipan. Áherzlan breytist
þó þannig í tímans rás, að'forræði einstakra kirkjueigna
festist við það prestsembætti, sem fór með viðkomandi eign
283