Gerðir kirkjuþings - 1993, Blaðsíða 288
2
Nefndarálit. u« verkaskiptingu cxg sanskiptl aóknarpresta og sóknamefnda.
Gætti í allri þessari lagasetningu mjög almennra fjelags-
rjettarlegra sjónarmiða. Þrátt fyrr endurskoðun og breyt-
ingar standa þau að öllum stofni til enn. Frá fyrstu tíð
hefur þessi lagasetning borið þess glögg merki, að þau eru
fremur grundvölluð á almennum fjelagarjettarhugmyndum, en
kirkjurettarlegri hugsun og kemur þetta vel frara i rök-
stuðningi nefndarinnar, sem í öndverðu samdi frumvarpið.
í ástæðum fyrir lagafrumvarpinu segir, að nefndinni komi að
visu saman um æskilegt væri
"að það skipulag kæmist á, að söfnuðirnir hefðu meiri
afskipti og ábyrgð af högum kirknanna en nú er, og að
meðferð slíkra málefna gæti haft menntandi áhrif á alþýðu,
og einkum orðið til þess, að glæða og efla kirkjulegt
fjelagslíf og kirkjulega meðvitund í söfnuðunum, er það
samt sem áður álit nef ndarinnar, eptir þvi stigi, sem
safnaðarlífið nú er á, mundi það að svo komnu þvi aðeins
tiltækilegt fyrir landsstjórnina að leyfa þetta, að umráða-
maður eða eigandi kirkju vildi afsala sjer umsjóninni og
meiri hluti safnaðarins þar hjá væri samþykkur því að
söfnuðurinn tækist hana á hendur".
Áherzla minni hlutans sýnir hvert stefndi: " af því minni-
hlutanum þótti ástæða til, að gjöra allt, sem gjört yrði,
til þess að glæða og efla kirkjulegt fjelagslíf hjá söfnuð-
unum og hvetja þá til að hugsa um andleg og kirkjuleg
málefni, og því honum þótti betur fara að fela innheimtu
prests- og kirkjugjalda sjerstakri nefnd sem safnaðarmál,
en að fela það hreppsnefndum og bæjarstjórnum, og enn af
því að minni hlutanum þótti að gjöra það með lagafrumvarpi
mögulegt að söfnuðurnir gætu, þar sem svo væri ástatt,
tekið að sér umsjón og viðhald kirkna, þótti honum ástæða
til að koma með frumvarp þetta".
í leiðarvísi með lögunum um umsjón of fjárhald kirkna
segir:
"Sóknarnefndin hefur, fyrir hönd safnaðarins alla sömu
skyldu við kirkjuna og eigandi eða umráðamaður hafði áður,
að því tekur til umráða yfir kirkjunni, hirðingar, við-
halds og endurbyggingar. Sóknarnefndir mega ekki leyfa
kirkjuna óviðkomandi mönnum til fundarhalda eða ræðuhalda,
án samþykkis sóknarprests og alls ekki flytjendum annarra
kenninga." (Umburðarbrjef biskups 23. janúar 1905).
Greinilega er verið að færa veg og vanda af kirkjuhaldinu
yfir á söfnuðina, en ábyrgðin á kirkjunni er áfram prests-
ins að undanskilinni fjárhagsábyrgðinni. Hjer kemur einnig
berlega fram þróun i þá veru að skilgreina sóknina fremur,
sem sjálfstæða fjelagslega einingu, sem nýtur allra al-
mennra rjettinda frjáls fjelags, fremur en að líta á hana,
sem einingu í kirkjuheildinni, sem vegna hagkvæmisástæðna
er landfræðilega tilgreind rekstrar- og þjónustueining.
Ljóst er samkvæmt þessu, cu6,^andalaust er það fyrir sókn að
kasta af sjer einhliða arSkiptum kirkjustjórnarinnar og
taka upp fríkirkjuskipan, ef einungis er litið til laga-
285