Gerðir kirkjuþings - 1993, Síða 289
Nefndarálit. un verka&kiptingu og saaskipti sóknarpresta og sðknamafnda.
.3.
legrar skilgreiningar, en kirkjufræðileg og kirkjurjettar-
leg viðhorf eru fyrir borð boðin. Hið eina, sem tengir
sóknirnar formlega saman samkvæmt þessari "fjelagslega
mótuðu" löggjöf auk laganna um prestaköll eru Hjeraðsfund-
irnir en þó svo lauslega, að þeir hafa ekkert yfir sóknunum
að segja. Veraldlegur (sekuler) blær laganna um sóknar-
nefndir getur augljóslega orðið til þess að sá, sem kallað-
ur er til sóknarnefndarstarfa, finni sig vera komin í
stjórn venjulegs fjelags og að þar megi hafa sama hátt
viðvíkjandi allt, sem fjelagið varðar og almennt tíðkast og
hann eða hún þekkir úr öðrum fjelögum þar, sem viðkomandi
starfar. Þarna eiga vandræðin í samskiptum presta og
sóknarnefnda yfirleitt ræturnar, þegar þau koma upp. Hugsun
löggjafans var ekki að gera sjerstaka kirkju úr hverri
sókn, heldur að efla fjelagsanda, almenna hlutdeild í og
áhuga á málefnum kirkjunnar allrar ekki síður en sóknarinn-
ar. Þar var efalaust litið svo á, að þessi kirkja mikils
meirihluta þjóðarinnar þyrfti engin ákvæði í lagatextanum
til að vernda sig fyrir sjálfri sjer, enda sú augljósa
staða prestsins skýr að landsvenju, að hann er forstöðumað-
ur safnaðarins, svo skýr, að ekki þókti þurfa að taka fram
sjerstaklega í lögunum, hvaða rjettindi og skyldur hann
hefði í söfnuðinum.
Nýlegt erindisbréf fyrir aðstoðarpresta nefnir sóknarnefnd-
ir ýmist safnaðarstjórnir eða sóknarnefndir. Hugtakið
safnaðarstjórn er öldungis ósamrýmanlegt kirkjuskilningi
þjóðkirkjunnar. Það er fríkirkjulegt hugtak, sem fyrst og
fremst ýtir unir áherzluna á sjálfstæði safnaðar. Þjóð-
kirkjusöfnuðir hafa alla tíð verið afar sjálfstæðir í
eigna- og efnahagslegu tilliti, en það hefur aldrei truflað
skilning manna á því, að kirkjuheildin er ein. Sóknarnefnd
er engin safnaðarstjórn 1 venjulegri stjórnar-merkingu,
heldur nefnd, enda segir í 21. grein laga um sóknarnefndir,
"að hún sé presti og starfsmönnum sóknar til stuðnings í
hvívetna og stuðli að eflingu trúar og siðgæðis meðal
sóknarmanna." Þarna er þráðurinn óslitinn aftur í konungs-
brjefið um meðhjálparana frá því um miðja 18. öld.
Sá, sem er prestinum til aðstoðar, er varla herra hans og
fyrst nefndinni er ætlað að vera öðru starfsfólki til
aðstoðar liggur það í orðunum að það starfsfólk sé undir
stjórn þess fyrst nefnda, sem er sóknarpresturinn, forstöð-
umaður (presbyter) safnaðarins.
Þegar söfnuðir eru farnir að ráða og kosta presta beint og
skilningur á verkaskiptingu þeirra og sóknarnefndanna er
komin á skrið er ekki að undra, þótt nefndirnar telji sig
geta "ráðið og rekið" prestinn samkvæmt almennum viðhorfum
úr venjulegu fjelagsstarfi. Enginn prestur getur verið
starfsmaður sóknarnefndar. Því veldur, að sem kennimenn
verða þeir að vera frjálsir að boðuninni. Játningar binda
og kenningin, ekki það, hvaðan og hjá hverjum prestarnir
taka ölmusu sína.
286