Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 290
Nefndarálit un verkaskiptingu og sanskiptl sóknarpresta og sóknarnefnda.
£
Svo sem nefnt hefur verið var lagður grunnur að núverandi
löggjöf, er tekur til umsýslu leikmanna af ýmsum kirkju-
stjórnarmálefni, í kjölfar starfa kirkjulaganefndarinnar
frá 1877. Helztu lög, er um ræðir, eru eftirtalin:
Lög 5/1880 um stjórn safnaðarmála og skipun sóknar-
nefnda og Hjeraðsfunda (viðaukal. 12/1882)
Lög 22/5 1900 og breyt.l. 16/9 1898
Lög 27/2 1880 um skipun prestakalla
Lög 9/1882 um leysing sóknarbands
Lög 12/5 1882 um kosningarjett kvenna(i.e. á safnaðar-
fundum)
Lög 1/1886 um hluttöku safnaða í veitingu brauða
Lög 4/1886 um utanþjóðkirkjumenn (með breyt. lög
4/1886)
Lög 21/1890 (Viðaukalög við lög 5/1880 um stj. safnað-
armála)
Strax 1 kjölfarið fer svo upp úr aldamótum af stað ný
hreyfing þessara mála í sömu átt. Þar má telja:
Lög 36/1907 um skipun sóknarnefnda og hjeraðsfunda
Lög 22/1907 um umsjón og fjárhald kirkna
Lög 46/1907 um laun sóknarpresta
Lög 50/1907 um sölu kirkjujarða
Lög 28/1907 (og síðar lög 32/1915) um veitingu presta-
kalla
Lög 38/1909 um vígslubiskupa
Lög 21/1921 um biskupskosningu
Öll þessi lagasetning er undirstaða núverandi skipunar þar,
sem nýrri löggjöf víkur ekki frá þeirri grundvallarhugsun,
sem þar er mörkuð. Leikmenn hafa setið í kirkjuráði síðan
1931, á kirkjuþingi síðan 1957 og hafa átt hlut að biskups-
kjöri síðan 1980. Loks ber að minna á 79du gr. stjórnar-
skrárinnar þar, sem í annarri málsgrein mælir fyrir um
þjóðaratkvæði, ef Alþingi hefur samþykkt frumvarp til laga
um breytingu á kirkjuskipaninni, en til hennar er vísað í
62ari gein Stjórnarskrárinnar.
4.3 Fjelagsleg uppbygging.
Sem að framan getur var raikil fjelagsuppbygging og lýð-
ræðisþróun í kjölfar stjórnarbyltingarinnar miklu og þeirra
byltinga, er hún síðan kveikti á 19. öld. Flestar hreyfing-
ar aldarinnar, má með einum eða öðrum hætti tengja við
þessa borgaralegu þróun, bæði hina breiðu þjóðlegu stefnu,
sem kennd er við Grundtvig og hjer hafði margvísleg bein og
óbein áhrif og eins bókstafsbundnar (fundamentaliskar)
heittrúarhreyfingar ofanverðrar aldarinnar. Þar koma einnig
til fríkirkjuhugmyndir vestan um haf. Óbein áhrif þeirra um
Danmörku og Noreg urðu undanfari beinna vesturheimskra
áhrifa í kjölfar fólksflót^Æ og vesturferða. Eins og verða
vill, bar þar allmikið á yj_irborðshræringum, sem ekki áttu
ýkjamikilli framtíð að fagna í kyrrstæðu íslenzku bændasam-
287