Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 291
Nefndarálit u» verkaskiptingu og sa»skip-ti söknarpresta og sóknarnefnda.
J.£>
fjelagi þrátt fyrir það, að ör þróun í átt til þjettbýlis
og þjóðháttabyltingar væri brostin á. Það er raunar fyrst
nú, að viðhorf gamla bændasamfjelagsins eru að bila.
Fríkirkju-andinn og væntingar eru áberandi í tali flestra
þeirra þingmanna, er fjölluðu um kirkjulagasamsteypuna
1907, en i reynd hjeldu hin fornu bönd kirkjuskipanarinnar.
Hefðin var rótfest i gamalgrónu umhverfi. Þannig er það
raunar enn úti ura landið, en i hinum nýju söfnuðum þjett-
býlisins, sem hafa af eigin afli og án atbeina kirkju-
heildarinnar eða ríkisvalds aflað alls þess, sem þeir hafa
í höndum til guðs- og fjelagsþjónustu, er hefðin bilunar-
gjörn, enda allt nýtt og umhverfið með. Þar styðjast menn
við bókstaf laga og almenn samtiðarviðhorf í fjelagsstarfi.
Kirkjur jettur er mjög vanræktur hjá oss: Allt er sókt undir
Alþingi i löggjafarformi, raunar svo, að þingmönnum þykir
meira en nóg um, sbr. umræðan á þingi um frv. til laga um
skipan prestakalla og prófastdæma og um starfsmenn þjóð-
kirkjunnar, þar sem reglur er að finna um messuhald miðað
við fólksfjölda. Þarna þarf úr að bæta.
Dæmi um ákvæði kirkjuréttarlegs eðlis, sem í sjálfu sjer
gæti komið í veg fyrir flestan misskilning í samskiptum
sóknarnefnda og sóknarpresta varðandi rjettindi og skyldur
þessara aðila, væri á þá leið, að skylt sje að gera fjár-
hagsáætlun sóknar og að prestinum sje skylt að skilgreina
starfsemina og gera sóknarnefndinni grein fyrir kostnaði og
eiga það svo við sóknarnefndina, sem ábyrgð ber á sjóðum
safnaðarins, hvaða peningar eru til starfsins.
Á sama er það fráleitt, að leikmenn einir eigi það við
arkitekt, hvernig kirkja er útbúin án þess að þar sje gætt
guðfræðilegra viðhorfa, sem prestinum er beinlínis skylt að
sjá til að gætt sje, þar sem hann er ábyrgur fyrir kenn-
ingu og litúrgíu safnaðarins.
Eins er um ráðningu organista og söngstjóra af framan-
greindum ástæðum, því jafnvel afburða tónlistarfólk getur
verið allsendir óhæft skorti það trúarlegt innsæi og
þekkingu á kirkjulegri hefð og litúrgíu.
288