Gerðir kirkjuþings - 1993, Síða 317
1993
24. Kirkjuþing
11. mál
TILLAGA
til þingsályktunar um vemdun Vígðulaugar á Laugarvatni.
Flm. Jón Guðmundsson og séra Siguijón Einarsson.
Frsm. Jón Guömundsson.
Kirkjuþing 1993 beinir þeirri áskorun til Sögufélags Ámesinga að þaö hafí forgöngu um
að fegra umhverfí Vígðulaugarinnar á Laugarvatni og það sjái um að staðurinn veröi
merktur á viðeigandi hátt.
Greinargerö:
UM
Vígðulaug
á Laugarvatni
Á Laugarvatni, niður við vatnsstiöndina, er heit laug sem nefnd hefur verið
Vígðalaug. Hún er hiaðin upp úr grjóti, sporöskjulaga, u.þ.b. 1,9 x 1,5 m í þvermál og
um 60 cm djúp samkvæmt mælingu er gerð var á vegum Fomleifadeildar
Þjóðminjasafns íslands 24. ágúst 1992. Uppsprettan sjálf mun vera 35-40 stiga heit að
ætlan Ragnars Ásgeirssonar garðyrkjuráðunauts er dvaldist á Laugarvatni 1932 - 38 og
lét sér mjög annt um laugina. Hveralæk hefur verið veitt í laugina og búið svo um að
rásina að lauginni megi stífla og veita læknum framhjá út í Laugarvatn. í grein sem
Ragnar Ásgeirsson birti í Kirkjuritinu, 6. árg., 2. hefti, febr. 1940, segir svo:
"Þegar ég kom að Laugarvatni 1932, þá var ekki annað sjáanlegt af lauginni
en barmamir, og þá var hún full af sandi og leðju og hafði vafalaust ekki verið hreinsuð
upp í marga áratugi. Vam milli 50-60 stiga héitt rann þar um. Um sumarið gróf ég hana
upp og kom þá f ljós hleðslan alt í kring og að hún er einnig steinlögð í botni, 70-80 cm
djúp, ca 90 cm að þvermáli og kringlótt í lögun. Heita læknum veitti ég frá og safnaðist
þá vatn í laugina, milli 35-40 stiga heitt, sem má svo hita eftir vild með því að renna
heitu vatni í eftir þörfum. Er þar svo gott bað að betra getur varla hugsast. í henni geta
setið 4-6 í einu."
Það sem á milli ber skýrslu fomleifadeildar frá 1992 og frásögn Ragnars um
stærð laugarinnar og dýpt mun mega skýra með því að Ragnar mun hafa mælt botn
laugarinnar eftir að hann hafði hreinsað hana upp og hleðsla hefur sigið saman enda
ekki verið lagfærð mjög lengi. Álitamál er hvort laugina skuli telja kringlótta eða
sporöskjulaga, en ekki er ástæða til að vefengja mælingu fomleifadeildar er telur
laugina 1,5x1,9 m í þvermál, væntanlega miðað við yfirborð hennar.
Austan við laugina, 5-7 metra fiáJaugarbarminum, eru 6 stórir steinar, allt að
50 cm í þvermál hver þeirra. Þeir eru neindir Líkasteinar.
Vígðalaug og Líkasteinar eru á skrá yfir friðlýstar minjar og í umsjá
þjóðminjavarðar. Friðlýsingarskjali þar um varþinglýst 13.janúar 1970.
314