Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 323
Drög H
Frumvarp til laga
um breyting á lögum nr. 62/1990, um skipan prestakalla og prófastsdæma
og um starfsmenn þjóðkirkju íslands.
Inngangur:
Þau drög sem hér fara á eftir eru sett fram af nefnd um endurskoðun laga nr.
62/1990. Nefndin er skipuð Ara Edwald, Guðna Þór Ólafssyni, Helga K.
Hjálmssyni, Hreini Hjartarsyni og Vigfúsi Þór Ámasyni. Nefndin hefur þegar
leitað töluvert eftir athugasemdum um það hvað í lögunum þarfnist endurskoðunar
og virðist Ijóst að menn telja almennt ekki þörf á róttækum breytingum, heldur
hefur verið bent á tiltekin atriði. Þetta sem hér er sett fram eru engar endanlegar
tillögur og um mörg þessara atriða verður væntanlega fjallað um í samhengi af
öðrum aðilum einnig. Þær breytingar sem þessi drög gera ráð fyrir eru:
1) Skv. 1. gr. er miðað við að hugtakið "aðstoðarprestur" leggist af en
"sóknarprestur" og "prestur" verði notað. Með þessu er ekki verið að leggja
til breytingu á innra skipulagi og þeirri stefnu að einn prestur beri ábyrgð á
prestakallinu. Er það undirstrikað í 5. gr. þar sem segir að sóknarprestur
skuli "einn bera ábyrgð á prestakalli sínu", heldur er þessari breytingu ætlað
að koma til móts við eindregnar óskir aðstoðarpresta, og stuðla að því að
almenningur líti svo á að um fullgjlda presta sé að ræða sem séu færir um
að annast prestsþjónustu við fólk.
2) Skv. 4. gr. væri opnað fyrir það að prestar sem ekki eru launaðir af ríkinu
teldust þjónandi prestar í þjóðkirkjunni, ef biskup Ijái atbeina sinn að
ráðningunni og viðurkenrti viðkomandi starf fyrir hönd kirkjunnar.
3) Skv. 5. gr. myndi vera undirstrikað að sóknarprestur beri ábyrgð á
embættisfærslu og safnaðarstarfí í sínu prestakalli og að "aðstoðarprestur",
sérþjónustuprestar og prestar sem látið hafa af embætti þurfi heimild
sóknarprests til að vinna embættisverk í prestakallinu. (Þarf þó ekki að
útiloka að ákveðin atriði, eins og skím, séu utan við þetta vegna þess að þau
séu annars eðlis en bein embættisverk.)
4) Loks er sett fram hugmynd um hvemig því mætti koma fyrir í lögum að
ákveðin embætti flytjist til og taki breytingum. Því þótt Ijóst sé að prestaköll
séu sums staðar óþarflega mörg, sérstaklega ef miðað er við vöntun á öðmm
stöðum. Þá er því hins vegar illa treyst að nýtt starf komi í stað þess sem
lagt er niður og þessvegna er reynt að forma þessa hugmynd hér um
tilflutning, sem þó sé sveigjanlegri gagnvart því embætti sem leggja á niður
(varðandi starfslok), en núgildandi lög, sem gera í raun ráð fyrir að
prestakallið leggist niður um leið og lögin taka gildi.
320