Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 358
24. KIRKJUÞINGI SLITIÐ
Ég þakka góöa daga á kirkjuþiiigi, því tuttugasta og Qóröa í rööinni. Ég þakka gott
starf á kirkjuþingi. Og ég þakka samfélag ljúft og góöan anda, sem hér hefur ríkt.
En trúr upphafsoröum mínum viö setninguna fyrir hálfri annarri viku, leyfí ég mér
einnig að þakka kirkjuþingsmönnum fyrir þingin fjögur þetta kjörtímabil.
Þáttaskil verÖa aö þessu þingi loknu. Aö nokkru nýr tími og ekki aðeins nýtt
kjörtímabil. Enginn fær um spáö, hvemig framhald veröur. En berum viö gæfu til aö
byggja svo ofan á þeim grunni, sem hér hefur verið lagður, ber ég fullt traust til stööu
á komandi tíma.
Hiö 25. kirkjuþing mun aö nokkru hvfla á nýjum stoöum nýrra laga hljóti frumvarp það,
sem við vorum aö afgreiöa í gær stuðning á Alþingi. Næsta þing fær einnig ný
viðfangsefni, en þiggur líka mikiö í arf frá hinum þingunum, frá öörum þingmönnum,
öðrum nefndum og öðrum ráðum. Og þó hlýtur það að miöa við það, sem þá veröur
talið nauösynlegast. Þetta eru lögmálin, sem við erum undir seld, lögmál tímans og
lögmál breytinganna, en meö kjölfestu góða í arf þegna.
En þetta þing skilar miklu þeim í hendur, sem eftir fylgja með setu á kirkjuþingi. Og
þó væri vitanlega réttast aö umorða þessa setningu, og segja þetta þing skili kirkjunni
miklu. En sá er tflgangur samveru okkar þessa tíu daga ár hvert, aö viö berum það eitt
ofar ööru fyrir bijósti, sem færir kirkjuna nær því, sem köllun hennar býöur. Og skref
hafa verið stigin til mótunar kirlqu og kirkjustarfí á margvíslegum sviöum á komandi
tímum og mun veröa vísað til gjörða okkar núna sem stefnumarkandi.
Sagt hefur verið, og ég sjálfur oftar en einu sinni, aö ætti að gefa þessu þingi sérstaka
yfirskrift einkennandi fyrir störf okkar nú og samþykktir, þá væri ekki Qarri lagi að
kalla þetta þing stjómlagaþing. Svo veigamiklar ákvarðanir hafa verið teknar og fengnar
ráöherra í hendur til aö vinna þeim brautargengi á sjálfu Aþingi. Vitanlega er ekki
hróflaö við undirstööum. Engin breyting má eiga sér staö í hollustu okkar við hinn
upprisna frelsara, í engu má stugga viö starfí kirkjunnar honum til dýröar, hvergi skal
sett upp hindrun fyrir kirlquna aö þjóna þessari þjóö, sem hefur borið gæfu til þess
að njóta strauma frá nægtabrunnum kristins siðar í hartnær þúsund ár. Og þó höfum
við samþykkt stefnu, sem gengin slóö hefur ekki þekkt lengi, og tekið á eigin heröar
ábyrgð, sem aðrir hafa lengi axlað og viö aðeins haft áhrif á utan frá. Og þá einnig
oftlega kvartað og jafnvel kveinað vegna aðgerða eða skorts á aðgerðum. En nú er
margt þessara mála komið til okkar og við verðum úr að skera og ákvaröanir að taka,
og engum öðrum um að kenna eða leita skjóls bak annarra bökum.
En þótt hæst rísi vitanlega afgreiðsla okkar á þeim málum, sem ráðherra lagði fram um
kirkjumálasjóð og prestssetur, þá hafa mörg önnur veigamikil mál verið til umræðu. Má
ég minna á skipulagsmál kirkjunnar, sem eru nátengd þeim málum, sem að framan er
getið. Og síst skyldum við gleyma kirlqueignum, sem á vissan hátt hljóta að vera til
grundvallar því, sem samþykkt hefur verið og og rætt um og eiga eftir að hafa enn
frekari áhrif. Og þá vil ég einnig í þessu sambandi nefna enn eitt mál, sem mér þykir
355