Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 359
nátengt hinum fyrmefndu, þótt við fyrstu sýn sé því e.tv. skipaö skör lægra. en hér á
ég við skýrslu nefndar, sem fjallaði um samskipti sóknarnefnda og sóknarpresta.
Kirkjan kaliar presta, kirkjan vígir presta og fær þeim ákveðiö verksviö. Kirkjan hefur
einnig borið gæfu til þess - ekki síst hin síðari ár - aö kalla óvígða menn og fela þeim
forystuhlutverk. Dæmi þess höfum við vitanlega hér á kirkjuþingi, í kirkjuráöi og víðar.
En ábyrgð leikra er þó alveg sérstaklega efld með því að fela þeim einum setu í
sóknamefndum. Prestur situr fundi sóknamefnda og er sjálfsagt og bundið í lögum.
En gæti prestur eða aðstoðarprestur boðið sig fram til setu í sóknamefnd sem fullgildur
þátttakandi í afgreiðslu mála sem umræðum? Vitanlega ef hann er hættur störfum eða
sinnir ekki prestsstörfum í viðkomandi sókn. En ef um væri að ræða presta þess
safnaöar? Engin dæmi höfum viö um slíkt, og því velti ég ekkert frekar fyrir mér
þessum möguleika, þótt hann sé vel skoðunar verður.
En því nefni ég þennan málaflokk sérstaklega, enda þótt margt annaö merkra mála
hafí verið hér til um^öllunar, að spumingar tengdust afgreiðslu um samstarf presta og
sóknamefndar á þá leið, hvort við væmm að gera kirkjuna okkar að meiri prestakirkju
en verið hefði. Ég vona, að svo sé ekki, ef í því felst, aö presturinn skáki hinum óvígða
til hliðar og viiji einn öllu ráða og yfír öllu að drottna. En ef hugtakið ber það með
sér, að presturinn er litinn sem helsti starfsmaður kirkjunnar og leiötogi safnaðarins, þá
er þar um að ræða réttan skilning að mínu viti. Presturinn gegnir því lykil hlutverki, aö
söfnuðurinn er svo til bjargarvana njóti þjónustu prests ekki við eöa sinni þeim ekki
einhverra hluta vegna sem skyldi.
Og það er vá sóknar, ef prestur líður vegna starfs síns. Ekki aðeins fyrir þær sakir, aö
margt sé erfitt, vandamál mörg og umfang starfsins ofvaxið flestum, heldur ef
þjónustunni fylgir nagandi áhyggjukvíði vegna annarrar ábyrgðar prestsins, sem hann
hvorki má né á að skjóta sér undan, þar sem er forsjá heimilis og fyrirvinna fjölskyldu.
Það beið mín bréf, þegar ég leit við á skrifstofunni á þriðjudaginn. Þaö var frá presti,
sem þakkaði mér viðvik og lét vel af sér á flestmn sviöum. Utan einu þó. Hann
harmaði kjör sín, hann sagðist varla skrimta, og það sem er e.t.v. enn þyngra, hann
sagði andvana umræðu um launamál presta og stöðug svik, draga þrótt úr stéttinni allri.
Hér er því ekki aöeins í hinum þrengsta hætti litið til launa prestastéttar og þeirrar
forsmánar, sem hún hefur orðið að sætta sig við þrátt fyrir andmæli. Kvartanir vegna
kjara og vonbrigða vegna ógildingar dóms hafa leitt af sér beiskju, gremju og loks
orsakað doða, sem veldur því að vegið er að rótum starfsins og þaö er svift þeirri
gleöi, sem fagnaðarboðskapurinn þarf og á aö búa yfir.
Og sannarlega var gott að heyra ráðherra taka undir þessar kvartanir presta og kirkju
í ávarpi sínu við setningu kirkjuþings, og af hinu góða hann skyldi leita leiða fyrir ríkiö
að losna úr ógöngunum. En hið opinbera hlýtur sjálft að veröa aö leysa þann hnút, sem
ráðamenn hafa hnýtt, áöur en viö getum farið að tala um breytingar á þessum málum.
En því hreyfi ég þessu nú við þingslit, að ég tel þarna eitthvert mesta hættuefnið fyrir
kirkjuna á næstu árum. Kirkjan á ekki allt undir prestum sínum. Við eigum allt undir
Kristi og forsjá hans. En geti presturinn ekki sinnt starfí sínu, án þess þjónustan bíði
tjón af vegna ytri aðstæðna, þá erum við að svíkja hann, sem er í hverri signingu viö
skírn og styririr hendi í krossins tákni yfir hinstu hvflu látins og er sá, sem heyrir bænir.
356