Gerðir kirkjuþings - 1993, Page 360
Og sú er hvatning mín til kirkjuþingsmanna, sem eru í fararbroddi í leiötogasveit
þjóðkirkjunnar, að þeir skoði þessi mál út frá þeirri þrengingu, sem þjónustan er
hneppt í, veröi ekki ráðin bót á vanda presta.
Og hörmulegt væri það, ef kirkjan vanrækti þjóna sína um leiö og viö gerum
ráöstafanir til þess að hún með boðskap sínum og þjónustu setji sterkan svip á Ár
fjölskyldunnar, sem hvatt er til að rækja vel 1994. Og tel ég að meðai bestu mála,
sem hafa verið undirbúin af sérstakri trúmennsku og kunnáttu fyrir yfírstandandi þing
séu tillögur og greinargerðir fjölskyldu og þjónustudeiidar kirkjunnar, sem kynntar hafa
verið og við höfum tekið afstöðu til. Það er gott veganesti, ekki aðeins fyrir kirkjuþing
og söfnuði, heldur fyrir þjóðkirkju í því bræöralagi og systrakennd, sem við leggjum
áherslu á, að megi áfram standa. Þjóðkirkjan þiggur stuðning ríkis, en hún miölar
einnig þjóð svo, aö seint verður fullmetið.
Einnig hefur það sett nokkum svip á störf þessa kirkjuþings, að ég hef lesið við upphaf
þingfunda úr hefti, þar sem prentaðar eru nýjar þýðingar á 5 bókum úr Gamla
testamentinu. Einnig var lögð fram bók, sem þjóðmálanefnd gaf út, en þar em erindi
og fyrirlestrar frá ráðstefnu um ijölskylduna og heimilið.
Þá ber einnig að fagna kynningu á 3 nýjum bókum frá forlagi kirkjunnar,
Skálholtsútgáfunni. Bera bækumar vitni um gott og gróskumikiö starf.
Þá þakka ég starfsmönnum þingsins og forráðamönnum Bústaðasóknar fyrir góða
aðstöðu í prýðilegum húsakynnum.
Við hverfum héðan eftir stutta sUmd og enginn veit nema einn, hveijir koma til með
aö hlýða kalli til næsta þings. En ykkur þakka ég. Túlka ég þar eigiö þel og huga, en
þakka einnig í nafni kirkjunnar. Kjörtímabilið hefur miklu skilað. Þið hafíð vel unnið.
Hafíð þökk fyrir. Guð blessi störf þessa 24. kirkjuþings, svo vel gagnist þeim, sem
unnið er fyrir. Guð vaki yfír kirkju sinni hér á landi og um víða veröld. Við kveðjumst
í nafni hins upprisna, en þiggjum einnig gleði og styrk frá honum og boðskap hans.
Farið heil í fylgd Krists.
Kirkjuþingi 1993 er slitið.
357