Nesfréttir - 01.01.2007, Side 2
ÚTGEFANDI: Borgarblö›, Vesturgötu 15, 101 RVK. S: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298
RITSTJÓRI: Kristján Jóhannsson • ÁBYRG‹ARMA‹UR: Kristján Jóhannsson
UMBROT: Valur Kristjánsson • NETFANG: borgarblod@simnet.is • HEIMASÍ‹A: borgarblod.is
Nesfréttir koma út mána›arlega og er dreift í hvert hús á Seltjarnarnesi
2 NES FRÉTTIR
www.borgarblod.is
Í kjölfar umræðu um byggingu
nýrra matvöruverslana í miðbæ
Seltjarnarness hefur borið á tals-
verðum áhuga verslunareigenda
og matvörukaupmanna á að byggja
og reka verslanir í hjarta bæjarins.
Miðað við það virðist ljóst að ýms-
ir sem til þekkja í matvörubrans-
anum líta á Seltjarnarnes sem
vænlegan kost þegar kemur að
staðsetningu verslana í vesturhluta
höfuðborgarsvæðisins.
Óstaðfest tal um dvínandi áhuga
Bónuss á að þjónusta Seltirninga
með verslun á Eiðistorgi virðist með-
al annars hafa orðið þess valdandi
að ýmsir aðrir er til þekkja hugsi
sér gott til glóðarinnar og því má
telja líklegt að Nesbúar munu áfram
njóta fjölbreyttrar verslunarþjón-
ustu í bænum og í næsta nágrenni
hans. Í nýju aðalskipulagi Seltjarnar-
ness til ársins 2024 er meðal annars
gert ráð fyrir verslunar- og þjónustu-
kjarna á svokölluðu miðsvæði sem
nær til núverandi miðbæjar á Eiðis-
torgi, Austurströnd og gatnamóta
Nesvegar og Suðurstrandar.
Mikill áhugi á rekstri
matvöruverslana á
Seltjarnarnesi
Nesbúinn
Eru Seltirnigar orðnir
svona fjörugir? www.borgarblod.is
Útsvar á Seltjarnarnesi er það
lægsta á höfuðborgarsvæðinu eða
12,35% en stefna bæjaryfirvalda
er að lækka það enn frekar á
yfirstandandi kjörtímabili. Álagn-
ingarhlutföll fasteignagjalda eru
einnig ein þau lægstu á landinu og
þjónustugjöldum er sem fyrr stillt
mjög í hóf. Þær gjaldskrár þjónustu-
gjalda sem nú hækka um 6% hafa
ekki hækkað í tvö síðastliðin ár og
nær hækkunin því ekki hækkun
verðlags á tímabilinu. Með álagn-
ingarstefnu bæjarins lætur nærri
að skattgreiðendum á Seltjarnar-
nesi sé hlíft við á þriðja hundruð
milljónum króna árlega í álögum
og hverju heimili sparast hundruð
þúsunda í opinberum gjöldum sam-
anborið við það sem annarsstaðar
gerist á höfuðborgarsvæðinu.
Árið 2007 er annað árið sem álagn-
ingarprósenta útsvars á Seltjarn-
arnesi er sú lægsta á höfuðborgar-
svæðinu. Meðalútsvar á landinu
helst óbreytt milli ára eða 12,97%
en hámarkið er 13,03% og nýta öll
sveitarfélög sér það svigrúm að
fullu. Aðeins 18 sveitarfélög í land-
inu leggja ekki á hámarksútsvar og
er Seltjarnarnesbær þar á meðal.
Við skattauppgjör ársins 2006 sem
fram fer í sumar munu íbúar á Sel-
tjarnarnesi njóta hins lága útsvars
enn frekar þegar þeir fá endurgreitt
frá ríkisskattstjóra mismun meðalút-
svars og útsvars bæjarins. Aðgerð-
ir bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi
styðja þannig við almenna stefnu
ríkisstjórnarinnar um lækkun tekju-
skatts og afnám virðisaukaskatts á
matvæli.
Fjárhagsáætlun Seltjarnarness
fyrir árið 2007 var samþykkt við
seinni umræðu á fundi bæjarstjórn-
ar miðvikudaginn 13. desember
síðast liðinn. Í henni kemur meðal
annars fram að fjárhagur bæjar-
sjóðs er í traustum skorðum og hef-
ur farið batnandi ár frá ári. Í henni
kemur fram að hagnaður A-hluta
bæjarsjóðs mun nema um 222 millj-
ónum króna og nemur rekstrarhlut-
fall aðalsjóðs 82,6% af skatttekjum
sem er um 1% hækkun frá fyrra ári.
Engin ný lán verða tekin á árinu
frekar en undanfarin ár. Langtíma-
skuldir verða áfram greiddar niður
en miðað við veltufé frá rekstri og
handbært fé getur Seltjarnarnes-
bær greitt upp allar sínar skuldir.
Ávöxtun handbærs fjár, sem nú
nemur um 1.100 milljónum króna,
er áætluð um 140 milljónir á árinu.
Árangursrík sala á byggingarrétti
á Hrólfsskálamel og landi við Bygg-
garða hefur þannig tryggt bæjar-
sjóði Seltjarnaness einstaka stöðu
meðal bæjarfélaga en vaxtatekjur af
þessum fjármunum munu tryggja
aukið svigrúm fyrir lífsgæðaverkefni
í þágu bæjarbúa á komandi árum.
Lægsta útsvarið á
höfuðborgarsvæðinu
Börnum á Seltjarnarnesi fjölg-
aði umtalsvert eða um 10% á
síðasta ári. Þannig fluttu mun
fleiri fjölskyldur með ung börn
til Seltjarnarness á árinu en frá
bæjarfélaginu.
Þetta er ánægjuleg þróun sem
kemur í kjölfar nokkurra ára sam-
felldrar fækkunar nemenda í skól-
um á Seltjarnarnesi. Miðað við
bráðabirgðatölur frá Hagstofu
Íslands er einnig útlit fyrir að íbú-
um á Seltjarnarnesi hafi fjölgað
lítilsháttar árið 2006 en það er í
fyrsta sinn frá árinu 2000 sem
það gerist.
Seltirning-
um fjölgar
á ný