Nesfréttir - 01.01.2007, Síða 5

Nesfréttir - 01.01.2007, Síða 5
MYND-MÁL myndlistarskóli hefur verið starfræktur í 21 ár á Seltjarnarnesi. Skólann á og rek- ur Rúna Gísladóttir, myndlista- maður og kennari, og hún hefur sjálf annast kennslu og skipulag öll árin. Rúna útskrifaðist úr mál- aradeild Myndlista- og handíða- skólans 1982 og stundaði einnig myndlistanám um tíma í Noregi. Hún hefur undanfarin 25 ár rekið eigin vinnustofu og haldið marg- ar einkasýningar, m. a. á Kjarvals- stöðum, Listasafni Kópavogs, Sel- tjarnarnesi, Blönduósi, Siglufirði og í Noregi auk þess sem hún hef- ur tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum hérlendis og erlendis. MYND-MÁL myndlistaskóli er starfræktur í námskeiðaformi og kennsla fer fram síðdegis og á kvöldin. Stundaskráin miðast við fullorðna nemendur sem skiptast í byrjendahóp og framhaldshópa. Verkefni eru mismunandi og fjöl- breytileg, en þau eru allflest vinna á tvívíðan flöt með málningu, vatns- liti, olíu eð akrýl. Í byrjendahópi er lögð undirstaða sem byggist á form- og litafræði, sem og undir- stöðu-atriði í teiknun. Framhalds- nemendur fá ýmiskonar verkefni sem auka getu og sjálfstæði í vinnu- brögðum. Farið er á myndlistasýn- ingar og ræddir straumar og stefn- ur í myndlist. Myndlist auðgar andann og gefur lífsfyllingu Algengt er að nemendur lýsi reynslu sinni eftir nokkra tíma í fag- inu þannig að athyglin á umhverf- inu sé orðin önnur og meiri en áður var og litir og form í nánasta umhverfi hafi hlotið nýja vídd. Einn nemenda minna lýsti mynd- listarnámskeiði sem bestu slökun sem hún hefði fengið, en sá nem- andi er reyndur hjúkrunarfræðing- ur. Tilgangur kennslunnar er fyrst og fremst sá að kynna fólki mynd- listina, kenna vinnubrögð við list- málun, leiðbeina nemendum við að skoða myndlistina og njóta hennar. Skemmtilegt er svo að fylgj- ast með framförum, elju og áhuga nemendanna í faginu og ekki leið- inlegt hve margir eru sem sækja tíma árum saman og halda fast í pensilinn sinn. Kennslustaður MYND-MÁLs er að Látraströnd 7 á Seltjarnarnesi og stendur nú yfir innritun á síðari önn vetrarins. Símar 561 1525 og 822 0125. NES FRÉTTIR 5 MYND-MÁL í 21 ár á Seltjarnarnesi Dans, dans, dans DANSSKÓLI BIRNU BJÖRNS KYNNIR: JASSBALLET-FREESTYLE-STREETJASS-HIP HOP-SÖNGLEIKJADANS Vorönn dansskólans hefst 15. janúar. Boðið er upp á vandað og markvisst dansnám undir leiðsögn þaulreyndra danskennara, danshöfunda og atvinnudansara. –Byrjendur og framhald frá 6 ára aldri –Innritun hafin í síma 564-4050 –Tölvupóstur: birna@dansskolibb.is – Nánari uppl. á isf.is/dans –Kennslustaðir; Reykjavík-Þrekhúsið, Kópavogur-Sporthúsið, Garðabær-Betrunarhúsið www.isf.is/dans Lj ós m yn di r: J óh an ne s Lo ng Rúna Gísladóttir, myndlistamaður og kennari

x

Nesfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.