Nesfréttir - 01.01.2007, Side 8

Nesfréttir - 01.01.2007, Side 8
Nú er vetrarstarf Kvenfélagsins að hefjast. Fyrsti fundur var þriðju- daginn 17. október. kl. 19.30 og að þessu sinni bauð Erna Kristinsdótt- ir konum að sækja sig heim. Þar var haustsúpa á borðum og rætt var um vetrarstarfið. Ég vil hvetja allar konur til þess að sækja kvenfélagsfundi og jafn- vel ganga í félagið. Þar er hægt að fá góða æfingu í því að koma fram, halda ræður og kynna sér fund- arsköp ásamt því að fræðast um ýmis mál, fá góðar uppskriftir, fara í skemmtiferðir, í leikhús, á kvenna- þing, í utanlandsferðir og sækja norræn sumarnámskeið sem haldin eru til skiptis á norðurlöndunum. Næsta námskeið verður í Danmörk sumarið 2007 og væri tilvalið að fjöl- menna á það. Einnig að gefa af sér í líknarmál og huga að velferð bæj- arbúa. Konur í hinum ýmsu hverfum bæj- arins ættu að hóa saman nágranna- konum og mæta á einn til tvo fundi til að kynnast því frábæra starfi sem er í kvenfélaginu og styrkja tengsla- netið í leiðinni. Á næsta starfsári er margt skemmtilegt framundan t.d er komið að okkur að halda aðalfund K.S.G.K. Þá koma konur úr Gullbringu og Kjósarsýslu til okkar á Seltjarnar- nes og funda og skemmta sér, skoða þær perlur sem við eigum hér á Sel- tjarnarnesi og borða góðan mat sem við eldum saman og bjóðum uppá í Seltjörn. Þessi fundur verður laugar- daginn 3. mars. Á fundum vetr- arins sem eru 5 verða flutt ýmis fræðsluerindi og svo höfum við alltaf eitthvað gott til að næra okkur á í lok funda. Við erum félagar í Kvenfé- lagasambandi Íslands, en það eru stærstu kvennasamtök á Íslandi. Markmið KÍ eru menningastörf - líkn- arstörf - fræðslustörf - skemmtun - vinabönd. Með störfum í kvenfélög- um og samböndum þá styrkjum við tengslanet sem eru svo nauðsynleg ekki síst nú á tímum. Jólafundurinn okkar var þann 19. desember og var haldinn á heimili Sveinbjargar Símonardóttur, gestur var Séra Arna Grétarsdóttir. Skipst var á gjöfum og svo fengu allir súkkulaði með rjóma og nýbakað- ar smákökur sem konur komu með með sér. Það var virkilega notalegt að eiga þessa rólegu og góðu stund saman svona rétt fyrir jól . Allar konur eru velkomnar á fundi hjá okkur. Næsti fundur er aðal- fundur félagsins og verður haldinn í Félagsheimilinu þann 20. febrúar kl. 20.00 Vonast til að sjá sem flestar konur. Edda Margrét Jensdóttir Formaður Seltjarnar 8 NES FRÉTTIR Auglýsingasími 511 1188 Edda Margrét Jensdóttir. Meiri hreyfing Þá hefur nýtt ár gengið í garð og eflaust margir strengt ný ára- mótaheit. Eitt algengasta heitið er eflaust að hreyfa sig meira. Það þarf ekki endilega að fara í líkamsræktina eins og margir gera. Það er líka hægt að setja sér markmið að nota bílinn minna og labba í staðinn. Það er hægt að labba okkar marg- rómaða Neshring eða bara út í búð ef maður er ekki að kaupa mikið inn og ekki sakar að taka börnin með sér. Þannig setur maður gott fordæmi, allir fá smá hreyfingu og svo maður tali nú ekki um smá bensín sparnað og minni mengun. Það er líka voða ljúft að fá sér smá göngutúr og enda í okkar góðu sundlaug og slaka á í pottunum á eftir. Sumir eru meira að segja svo duglegir að þeir hjóla í vinnuna en það hefur oft sýnt sig að það tekur ekki mikið lengri tíma en að fara á einkabílnum eða í strætó. Gleðilegt nýtt ár. f.h. Umhverfisnefndar Helga Jónsdóttir U M H V E R F I S H O R N I Ð Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Jarðvinnu í tengslum við lagn- ingu ljósleiðarans á Seltjarnarnesi er lokið. Heimlögn er því komin að nánast öllum byggingum og er nokkuð síðan tenging lagna inn- an húss komst á fullt skrið. Ýmsir þættir verksins eru nokkuð á eftir áætlun en í heild miðar vel. Í byrj- un janúar var gengið frá samningi milli Gagnaveitu Reykjavíkur og Vodafone um heimilisþjónustu um ljósleiðara Gagnaveitunnar. Gagnaveita Reykjavíkur ehf., tók við rekstri ljósleiðaranetsins, sem Orkuveita Reykjavíkur hefur byggt upp síðustu ár. Gagnaveitan er að fullu í eigu Orkuveitunnar. Markmið- ið með stofnun sérstaks fyrirtækis var að skerpa skilin á milli fjarskipta- rekstursins og reksturs annarra veitna. Stærsta verkefni Gagnaveitu Reykjavíkur er áframhaldandi ljós- leiðaravæðing heimila. Samkomulag hefur verið gert við um tug sveitar- stjórna um ljósleiðaraleiðarateng- ingu heimila og ná áformin nú til um helmings þjóðarinnar. Í samningnum fellst að Vodafone mun framvegis veita þjónustu fyrir- tækisins við heimili yfir ljósleiðara- net Gagnaveitu Reykjavíkur. Voda- fone er stærsti einstaki aðilinn sem samið hefur verið við um aðgang að ljósleiðaranetinu. Vodafone mun bjóða tengdum heimilum síma, inter- net og sjónvarpsþjónustu yfir netið en nú þegar veita Hive, Hringiðan, Samfélagið og FastTV þjónustu yfir ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavík- ur. Samhliða samningi um aðgang Vodafone að ljósleiðaranetinu tek- ur Vodafone við rekstri dreifikerfis fyrir dreifingu sjónvarpsefnis um ljósleiðarann. Eftir sem áður stend- ur þessi dreifileið öðrum efnis- og þjónustuveitum til boða. Árni Pétur Jónsson forstjóri Voda- fone segir samninginn tryggja að fyr- irtækið sé í fararbroddi þegar kem- ur að ljósleiðaratækni og geti boðið síma- og netþjónustu auk sjónvarps- þjónustu með fjölbreyttari hætti en áður. Þá felur samningurinn í sér stækkun á dreifisvæði Vodafone sem stuðlar að því að enn fleiri geti notfært sér þjónustu fyrirtækisins. Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmda- stjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, seg- ir afar mikilvægt að fá svo öflugan þjónustuaðila inn á ljósleiðaranetið. „Ljósleiðaratæknin er samskiptaleið framtíðarinnar og það er mikilvægt fyrir almenning að öflug fyrirtæki veðji á hana og veiti þjónustu sína yfir netið,” segir Birgir. Samhliða samningi um aðgang Vodafone að ljósleiðaranetinu tekur Vodafone við rekstri dreifikerfis fyrir dreifingu sjónvarpsefnis um ljósleiðarann. Eft- ir sem áður stendur þessi dreifileið öðrum efnis- og þjónustuveitum til boða. Gagnaveita um ljósleiðara á Nesinu Birgir Rafn Þráinsson og Árni Pétur Jónsson. Kvenfélagið Seltjörn

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.