Nesfréttir - 01.01.2007, Page 11
NES FRÉTTIR 11
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Dolomítarnir á Ítalíu.
Hvað metur þú mest í fari annarra?
Gott skap og heiðarleika.
Hvern vildir þú helst hitta?
Jim Carrey.
Uppáhalds stjórnmálamaður?
Enginn sérstakur.
Hvað vildir þú helst fá í afmælis-
gjöf? Nýja flotta tölvu.
Hvað myndir þú gera ef þú ynnir
5 milljónir í happdrætti? Leggja 4/5
í banka og eyða restinni í eitthvað
skemmtilegt.
Hvað myndir þú gera ef þú værir
bæjarstjóri í einn dag?
Fá nýtt mötuneyti í Való.
Að hverju stefnir þú í framtíðinni?
Mennta mig fyrir lífið.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu?
Vann í unglingavinnunni og var mest í
fótbolta.
Seltirningur mánaðarins er Sigurð-
ur Kr. Ingimarsson, hann æfir fót-
bolta með knattspyrnudeild Gróttu.
S.l. sumar vann hann ferð fyrir tvo
til Madridar í Pepsi leik Ölgerðarinn-
ar og Nóatúns, en megintilgangur
ferðarinnar var að hitta í eigin per-
sónu David Beckham leikmann Real
Madrid. Sigurður fór til Madridar í
lok nóvember ásamt föður sínum
og hittu þeir Beckham ásamt því að
taka þátt í léttri fótboltaæfingu og
skoða leikvöll Real Madrid.
Fullt nafn? Sigurður Kr. Ingimarsson.
Fæðingard. og ár? 6. janúar 1992.
Starf? Nemi í Valhúsaskóla.
Bifreið? Engin.
Helstu kostir? Kurteis, í góðu skapi,
hreinskilinn
Eftirlætis matur?
Nautalundir og pizza.
Eftirlætis tónlist? Alternative Roc.
Eftirlætis íþróttamaður?
Ruud van Nistelroy.
Skemmtilegasta sjónvarpsefnið?
Grín- og spennuþættir.
Besta bók sem þú hefur lesið?
Harry Potter.
Uppáhalds leikari?
Jim Carrey og Ben Stiller.
Besta kvikmynd sem þú hefur séð?
Lord of the Rings, Two Tower.
Hvað gerir þú í frístundum þínum?
Er með vinum mínum, æfi fótbolta og
skíði og er í tölvuleikjum.
SELTIRNINGUR MÁNAÐARINS
Nýlega hefur opnað Heilsu-
stofa og verslun í Eiðistorgi 13,
sem heitir Nýjaland á 2.h. Þar er
nýtekin til starfa Nathalie Simon
nýútskrifaður hómópati LCPH .
Hómópatían er heildræn meðferð
sem snýst um að líkt læknast af
líku,það er að einkenni manns
meðhöndlast af sambærilegu ein-
kenni sem koma fram í ákvedinni
remedíu(smáskammta af efnum).
Val smáskammtsins fer eftir ein-
staklingsbundnum viðbrögðum
við umhverfinu,líkamlega,andlega
og tilfinningalega. Vegna hinnar
miklu þynningar eru smáskammt-
ar fullkomlega hættulausir og ekki
ávanabindandi.
Remedíum fylgja engar óæski-
legar aukaverkanir og eru öruggir
jafnvel fyrir ungabörn,börn,mæð-
ur með börn á brjósti og ófrískar
konur. Hómópatía nýtist í flest
öllum tilfellum áfalla, sjúkdóma,
slysa og kvilla.
Hægt er að fá ráðgjöf og panta
viðtalstíma í síma 5614724 milli
kl.18.00 og 20.00 virka daga.
Nathalie nam 4 ára nám í
hómópatíu við The College of
Practical Homoeopathy. Hún er
meðlimur í Organon fagfélagi
hómópata og Bandalagi íslenskra
græðara.
Hómópatía getur ekki truflað
aðrar aðferðir né lyfjatöku.
N‡ hómópatastofa
„Okkur langar til þess að breyta
dálítið til, auka vöruúrvalið og
efla kaffihúsið,” segir Monika
Kowalewska en hún keypti rekstur
Blómastofunnar og expressóbarsins
á Seltjarnarnesi ásamt manni sínum
Michel Chiodo í byrjun desember á
liðnu ári. Monika er ættuð frá Pól-
landi en hefur búið hér á landi um
nokkura ára skeið og starfað við
blómasölu bæði heima í Póllandi
og hér á landi. Michel er veitinga-
maður, Íslendingur en af ítölsku
bergi í föðurætt sem skýrir erlent
nafn hans. Bakgrunnur þeirra hent-
ar því vel að þeim rekstri sem þau
hafa nú ákveðið að takast á við.
Blómastofan og expressbarinn
hafa verið rekinn við Eiðstorgið með
inngangi frá Nesvegi um nokkura ára
skeið. Monika segir að þessi tími,
sem þau hafa rekið fyrirtækið hafi
fyrst og fremst farið í að sinna jóla-
versluninni en nú séu þau að huga að
breytingum með það í huga að efla
starfsemina og reksturinn. „Ég ætla
mér að kanna hvaða vörur henta hér
í verslunina auk blómanna,” segir
hún og leggur áherslu á að þar muni
einkum verða um aukið úrval af gjafa-
vöru að ræða. Við þurfum einhvern
tíma til þess að vinna þetta og það er
líka ágætt að breyta smátt og smátt
fremur en að gera allt í einu.” Hluti
verslunarrýmisins er á yfirbyggð-
um svölum, sem snúa til vesturs og
norðurs með góðu útsýni norður
yfir Sundin. Þau segjast vera að velta
því fyrir sér að nýta þann hluta fyrir
kaffihúsið í framtíðinni. Þar sé meira
næði og fólk geti verið út af fyrir sig
og notið útsýnisins. Expressóbarinn
hefur aðeins leyfi til þess að afgreiða
drykki og meðlæti en Michel hefur
mikinn áhuga á að auka starfsemi
hans og þjónustu. „Til þess þurfum
við að breyta aðstöðunni og koma
okkur upp eldhúsi. Ég hef áhuga á
að geta boðið léttar veitingar í hádeg-
inu og þá þarf að vera aðstaða til
að útbúa þær á staðnum.” Monika
vonast einnig til þess að geta boð-
ið upp á heimabakaðar kökur eins
og einn dag í viku. Spurningin sé
ekki um vilja til þess heldur tíma til
að sinna þeim þætti. Blómastofna
og expressóbarinn er notaleg vin á
vesturhorni Eiðstorgsins sem nýir
eigendur ætla að leggja alla áherslu
á að auka og bæta. Þau eru búsett í
bryggjuhverfinu í Grafarvogi en Mon-
ika segir þau hafa mikinn áhuga á að
flytja á Seltjarnarnesið. „Mér finnst
fallegt hér og það yrði einnig þægi-
legra þegar við erum komin með
rekstur á Nesinu.”
Ætlum að auka
þjónustuna
Michel Chiodo og Monika
Kowalewska í Blómastofunni á
Seltjarnarnesi.
Sigur›ur Kr. Ingimarsson og David Beckham með Gróttutreyjuna
á milli sín.