Nesfréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 10
Á þessum umbrotatíma sem nú
ríkir í íslensku samfélagi er rétt
að vekja athygli á og styrkja alla
grunn- og stoðþjónustu Seltjarnar-
nesbæjar. Bæjarstjóri hefur til þess
skipað starfshóp sem samanstend-
ur af starfsfólki sem starfar á svið-
um helstu stoðþjónustuþátta bæj-
arins starfshópinn skipa auk Ellen
Calmon, fræðslu- og menningarfull-
trúa sem leiðir hópinn, Hrafnhildur
Sigurðardóttir leikskólafulltrúi, Mar-
grét Sigurðardóttir forstöðumað-
ur félagsmiðstöðvarinnar Selsins
og Sigrún Hvanndal Magnúsdóttir
félagsráðgjafi. Starfshópurinn hitt-
ist reglulega og metur stöðu helstu
þátta í samfélaginu, hlustar eftir
högum fólks og breytingum. Bæjar-
búum er velkomið að leita leiðbein-
inga til þeirra sem hópinn skipa.
Samvera fjölskyldunnar
mikilvæg
Hefur hópurinn tekið saman nokk-
ur atriði sem gætu leiðbeint bæjar-
búum og skipt sköpum þegar þreng-
ir að. Þá er bent á þann einstaka
kost að búa í litlu sveitarfélagi þar
sem nándin og grannskapur er ríkj-
andi. Mikilvægasta verkefni okkar
allra er að hlúa vel að fjölskyldum,
börnum og ungmennum. Samvera
fjölskyldunnar er sjaldan ofmetin
og hefur mikið forvarnargildi.
Þegar eitthvað á bjátar er gott
að vita af styrkri stoðþjónustu sem
félagsþjónusta Seltjarnarness veitir.
Má þar helst nefna húsaleigubætur
og fjárhagstoð. Allir eiga rétt á fjár-
hagsaðstoð bæði einstaklingar og
hjón. Upphæð fjárhagsaðstoðar
tekur mið af tekjum umsóknarað-
ila. Félagsþjónustan hefur einnig
umsjón með barnaverndarstarfi,
leiðbeinir og býður upp á félagsráð-
gjöf, áfallahjálp, liðveislu fyrir fatl-
aða, ferðaþjónusta fyrir eldri borg-
ara og fatlaða, heimilisaðstoð fyrir
aldraða og öryrkja jafnframt er boð-
ið upp á heimsendingu matar fyrir
eldri borgara gegn vægu gjaldi.
Tómstundastyrkir barna og
unglinga
Heimgreiðslur eru greiddar til for-
eldra barna sem lokið hafa foreldra-
orlofi og bíða eftir leikskólavist. Á
leikskólum Seltjarnarness, Mána-
brekku og Sólbrekku er m.a. boðið
upp á sveigjanlegan dvalaratíma
frá 4 klst. á dag og upp í 9,5 klst. Í
leikskólunum er veittur systkinaaf-
sláttur og einnig fá einstæðir foreldr-
ar og foreldrar í námi afslátt á leik-
skólagjöldum.
Grunnskóli Seltjarnarness býð-
ur einnig upp á stoðþjónustu í
skólanum og má þar helst nefna
sérkennslu, námsráðgjöf, sálfræði-
þjónustu og heilsugæslu. Þá er
Skólaskjól starfrækt fyrir nemend-
ur í 1.-4. bekk og er veittur afsláttur
til einstæðra foreldra og systkinaf-
sláttur ef nemandinn á systkini í
Skólaskjóli eða á leikskólum bæjar-
ins. Öll börn og ungmenni með lög-
heimili á Seltjarnarnesi á aldrinum
6-18 ára eiga rétt á 25 þúsund króna
tómstundastyrk. Tómstundastyrk-
ina er hægt að nýta til að greiða
niður gjöld í skipulögðu íþrótta-,
tómstunda- og æskulýðsstarfi sem
stundað er reglulega a.m.k. 10 vikur
og að ástundun sé a.m.k. 70%.
Allir velkomnir í Selið
Félagsmiðstöðin Selið býður öll
ungmenni hjartanlega velkomin
í vetur þar er megináherslan lögð
á tómstundastarf unglinga s.s
klúbbastarf, námskeið, fyrirlestra,
forvarnarstarf, útvarpssendingar,
böll, ferðalög og fleira. Selið er aðal-
lega opið unglingum frá aldrinum
13 til 16 ára þ.e. 8., 9. og 10. bekk,
en þó taka yngri börn líka þátt í
starfinu að ein-
hverju leyti og
er 7. bekkur þar
með fastan tíma
á þriðjudögum
milli kl. 17 og
19. Þá er Selið
einnig með starf
fyrir eldri borg-
ara. Selið býður
upp á frábæra aðstöðu sem ýmsir
sérhópar nýta sér undir námskeið
og æfingar s.s. hljómsveitir ofl.
Hvað er hægt að gera
Njótið samverunnar með fjöl-
skyldu og vinum, hugið að heils-
unni hollu matarræði, hreyfingu og
leik. Á Seltjarnarnesi er gott stoð-
kerfi og margt í boði sem hægt er
nýta til samveru og skemmtunar.
Heimsækja má leiksvæðin sem leyn-
ast víða á milli húsa, nýuppgerða
skólalóð með fjölbreyttum tækjum,
leikskólalóðirnar með sandkössum
og rennibrautum, gervigrasvöllinn
til að sparka í bolta eða fara í sund.
Skoða má útilistaverkin sem prýða
bæinn, t.d. er hægt að fara í fótabað
í útilistaverkinu Kviku. Gönguleið-
ir eru margar á Nesinu og þær má
nýta með vinum eða fjölskyldu og
ganga út á golfvöll eða skoða fjör-
una út við Gróttu. Þá er notalegt
að heimsækja Bókasafnið og fá þar
bók, tímarit eða mynddiska að láni
eða líta við í sögustund sem stund-
um er í boði fyrir yngri kynslóðina.
Nýtum það sem næst okkur er til
að sýna umhyggju, skapa vellíð-
an og öryggi. Nánari upplýsingar
og aðstoð er að finna á heimasíðu
bæjarins www.seltjarnarnes.is eða
í síma þjónustuversins 5959 100.
Heimasíður einstakra stofnana eru:
www.selid.is, http://www.seltjarn-
arnes.is/grunnskoli og http://www.
seltjarnarnes.is/bokasafn
Með kveðju fyrir hönd starfshóps-
ins.
Ellen Calmon, fræðslu- og menning-
arfulltrúi.
10 NES FRÉTTIR
Náttúra og tónlist uppspretta
sköpunar og gleði eru einkunnar-
orð leikskólans Mánabrekku. Skól-
inn er þátttakandi í verkefninu
„Skólar á grænni grein“ og 1. des-
ember 2004 náði leikskólinn því
markmiði að draga Grænfánann að
húni í fyrsta sinn. Eitt þeirra verk-
efna sem tengist Grænfánanum
er vinna við moltugerð. Deildirn-
ar skiptast á að hafa umsjón með
moltugerðinni og börnin eru virk-
ir þátttakendur. Þau hjálpa til við
að safna fötum undan matarleifum
saman og fara með í moltutunnuna,
þar sem þeim er blanda saman við
stoðefni og jarðgerðarhvata. Á vor-
in er moltutunnan tæmd og þá eru
matarleifarnar orðnar að dýrmæt-
um áburði sem börn og kennarar
dreifa í trjábeðin umhverfis leik-
skólann og blanda saman við mold
í matjurtargarði leikskólans.
Börnin skola mjólkurfernur og
aðstoða við að fara með þær út í
endurvinnslugám sem stendur á
lóð leikskólans, í hann er settur
allur pappi sem til fellur auk þess
plastílát og málm.
Skapandi starf er í hávegum
haft í leikskólanum bæði innan- og
utandyra. Einkum er notaður nátt-
úrulegur og endurnýtanlegur efni-
viður. Á haustin fara elstu börnin í
kynnisferð í endurvinnslustöðina
Sorpu þar sem þau fræðast um
hvað verður um allt ruslið sem
hent er. Starfið í leikskólanum ein-
kennist af því að nýta allt sem til
fellur í margskonar listaverk.
Í daglegu starfi fléttast umhverfis-
mennt við annað starf á margvísleg-
an hátt t.d. þegar “umsjónarmað-
ur” vikunnar rýnir í veðrið í sam-
verustund á morgnanna, í Snoppu/
náttúrukrók er ýmis náttúrulegur
efniviður til leikja, unnið með ljós
og skugga með myndvarpa o.fl.
Þar hefur nú verið komið upp
ræktunarstöð þar sem sáð er fyr-
ir kryddjurtum og blómum. Kart-
öfluútsæði er komið í þar til gerða
kassa til að spíra, en einnig er
keypt forræktað grænmeti sem
sett er niður í grænmetisgarðinn
að vori.
Þótti grænmetið sem tekið var
upp s.l. haust bragðast ákaflega
vel og fengu börnin lítinn poka af
kartöflum heim með sér, þeim til
mikillar ánægju. Börnin setja nið-
ur haustlauka til þess að lífga upp
á umhverfið og fuglum er gefið á
veturna. Á Degi umhverfisins 25.
apríl er lóð leikskólans snyrt. Síðan
er gert sameiginlegt umhverfislista-
verk. Í ár var það vindharpa.
Heilmikil og skemmtileg umræða
hefur verið um útlit og merkingu
Grænfánans og sitt sýndist hverj-
um. Það er alltaf viss tilhlökkun hjá
þeim börnum sem fara á morgn-
anna með starfsmanni til þess að
draga grænfánann að húni og það
er stefnan að viðhalda honum um
ókomin ár.
U M H V E R F I S H O R N I Ð
Náttúra og tónlist
í Mánabrekku
Stoðþjónusta á Seltjarnarnesi
Ellen Calmon.