Nesfréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 15

Nesfréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 15
NES FRÉTTIR 15 Uppáhalds stjórnmálamaður? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Hvað vildir þú helst fá í afmælis- gjöf? Koss og knús. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir 5 milljónir í happdrætti? Ég myndi fara með fjölskylduna á skíði til Whistler í Kanada og nota afganginn til að greiða niður skuldir. Hvað myndir þú gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Hefja fram- kvæmdir við stækkun fimleikahússins. Síðan myndi ég afturkalla deiliskipulag fyrir Vestursvæði, og koma á heildarendur- skoðun á skipulagsmálum á nesinu. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór m.a. í frábæra 6 daga gönguferð um Gerpissvæðið með Trimmklúbbi Seltjarnarness. Seltirningur mánaðarins er Friðrika Harðardóttir að þessu sinni. Hún hef- ur búið á Seltjarnarnesi um árabil með eiginmanni og þremur sonum og tók við formennsku í fimleika- deild Gróttu í mars 2008. Í fimleika- deild eru um 350 iðkendur bæði af Seltjarnarnesi og Vesturbæ, og er starfið rekið af foreldrum og öðrum áhugasömum einstaklingum í sjálf- boðavinnu eins og annað íþróttastarf innan Gróttu. Fullt nafn? Friðrika Þóra Harðardóttir. Fæðingard. og ár? 13. janúar 1962. Starf? Sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla í menntamálaráðuneytinu. Bifreið? VW Golf. Eftirlætis matur? Allur ferskur og góð- ur matur, en ef ég má aðeins nefna eitt þá er það tvímælalaust Sushi. Eftirlætis tónlist? Klassík. Eftirlætis íþróttamaður? Allir iðkend- ur í fimleikadeild Gróttu eru mínir uppá- halds íþróttamenn. Skemmtilegasta sjónvarpsefnið? 30 Rock. Besta bók sem þú hefur lesið? Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Marqué. Uppáhalds leikari? Tina Fey. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Casablanca er alltaf frábær. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Sinni fjölskyldunni, fer í ræktina, í sund, á skíði þegar tækifæri gefst, les og elda góðan mat. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Þverártindsegg. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika og húmor. Hvern vildir þú helst hitta? Barack Obama. SELTIRNINGUR MÁNAÐARINS borgarblod.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Auglýsingasími: 511 1188 & 895 8298 www.borgarblod.is Svæðameðferð (svæðanudd) eykur orkuflæði líkamans, örvar og styrkir hann um leið til sjálfshjálpar. Leikfélag Grímir frá Stykkis- hólmi sýndi söngleikinn Jesus Christ Superstar í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi um síðustu helgi. Þrjár sýningar voru um helgina og var aðsóknin mjög góð. Um 80 manns komu að þessari sýningu sem bæði var lífleg og skemmtileg. Leikfélagið er í ár í samstarfi við leik- listarval Grunnskólans og eru leik- ararnir því að stíga sín fyrstu skref á leiksviði. Leikstjóri sýningarinnar er Guðjón Sigvaldason og formaður leikfélagsins er Anna Sigríður Guð- mundsdóttir. Jesus Christ Superstar í Félagsheimilinu Brynhildur Jónsdóttir (svæða- og viðbragðsfræðingur) Snyrtistofan Hrund Grænatún 1 - 200 Kópavogur sími: 554 4025 Fimleikadeild Gróttu getur bætt við iðkendum í nokkra hópa, sér- staklega gætum við bætt við stelp- um og strákum í 1. og 2. bekk á æfingar strax eftir skóla, og strák- um f. árið 2003. Nánari upplýsing- ar og skráningarblöð er að finna á heimasíðu fimleikadeildarinnar http://www.grottasport.is/fimleika- deild. Þá minnum við á fullorðins- fimleikana á þriðjudagskvöldum kl 20:30, þar sem allir eru velkomnir að mæta, engin fyrirframskráning. Ys og þys er allan daginn og fram á kvöld í fimleikasal Gróttu þar sem iðkendur á öllum aldri æfa fimleika. Keppnistímabilið er að hefjast og keppnishópar leggja enn harðar að sér við æfingar en endranær. Sumir hópar hafa aðr- ar áherslur, t.d. er fullorðinshópur sem leggur áherslu á að auka styrk og liðleika í bland við hlátrasköll í skemmtilegum hópi. Á laugardags- morgnum eru síðan yngstu iðkend- urnir, 3 til 4 ára börn sem eru að feta sín fyrstu skref í fimleikum. Laust í fimleikum Konur 30 ára og eldri, æfa blak einu sinni í viku í Íþróttahúsi Sel- tjarnarness. Á miðvikudagskvöld- um kl. 21.30 mætum við og æfum undir leiðsögn þjálfara í rúmlega einn og hálfan tíma. Við tökum þátt í nokkrum hraðmótum í blaki á hverju ári og svo Íslandsmóti Öld- unga í blaki á hverju vori en þar taka u.þ.b. 100 lið þátt og stendur mótið í nokkra daga. Í ár verður Íslandsmótið haldið á Egilsstöðum og Seyðisfirði. Áhugasamar konur sem vilja dusta rykið af blakgetu sinni eða láta reyna á hvort þær vilji spila blak eru velkomnar á æfingar, það verður tekið vel á móti þeim. Nánari upplýsingar gefur Halldóra í síma 891 9818. Öldungablak í Gróttu

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.