Nesfréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 4

Nesfréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 4
4 NES FRÉTTIR ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Framkvæmdum að ljúka Miklar endurbætur hafa átt sér stað á aðkomu og umhverfi Sund- laugar Seltjarnarness, fótboltavallar og heilsugæslunnar á árinu. Er nú verið að leggja lokahönd á hellulögn við hús heilsugæslunnar sem er prýði af. Framkvæmdum verður lok- ið á næstunni. Áframhaldandi uppbyggingu þráðlauss nets á Seltjarnarnesi hefur veri frestað. Búið er að vinna alla undirbúningsvinnu svo sem hönnun, skipulagningu og útfærslu. Vegna versnandi aðstæðna í þjóðarbúskapnum frá því í mars á síðasta ári varð að fresta fram- kvæmdum við verkefnið sökum þess að verð á búnaði hefur þrefald- ast frá því að fjárhagsáætlun var gerð. Miðað við þróun mála er því ljóst að vinna við verkefnið í heild mun ekki hefjast fyrr rofar til í efna- hag landsins, en reiknað er með að unnt verði að tengja einhvern hluta bæjarins á næstu mánuðum. Í október 2007 undirrituðu Sel- tjarnarnes og Vodafone viljayfirlýs- ingu um samstarf um uppbyggingu þráðlausra fjarskipta á Seltjarnar- nesi. Í yfirlýsingunni kemur fram að með samstarfinu mun Vodafone taka að sér uppbyggingu á WiFi og WiMAX tækni til þráðlausra fjar- skipta á Seltjarnarnesi. Stefnt var að því að uppbyggingu netsins lyki í haust. Þegar hefur verið komið upp neti í Bókasafni, leik- og grunnskól- um, Íþróttamiðstöð og verið er að vinna að uppsetningu í félagsheimili og félagsmiðstöðinni Selinu. Reikn- að er með að hægt verði að setja upp net í golfskála NK og Fræðasetr- inu í Gróttu fyrir áramót. Þráðlausu neti frestað Lionsklúbburinn og Selkórinn á Seltjarnarnesi halda sameiginlegt þorrablót í félagsheimilinu laugardaginn þann 31. janúar í samvinnu við Veisluna veitingaeldhús. Allir Seltirningar og gestir þeirra velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Í boði verður úrvals þorramatur, skemmtiatriði, dans og gleði. Skemmtunin hefst kl. 19:00 og miðaverð er aðeins 5.000 kr. Miða og borðapantanir í síma 899 9583 (Guðjón). Sala og afgreiðsla miða verður í anddyri félagsheimilisins á fimmtudaginn 29. janúar kl. 17:00 til 19:00. Selkórinn og Lionsklúbbur Seltjarnarness ÞORRABLÓT 31. JANÚAR FÉLAGSHEIMILI SELTJARNARNESS

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.