Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 25.08.2003, Blaðsíða 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 25.08.2003, Blaðsíða 1
 24. tbl. /03 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Gutenberg Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar. Áskrift er endurgjaldslaus. Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík (bréfsími 522 1109) eða vai@vegag.is Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 24. tbl. 11. árg. nr. 346 25. ág. 2003 Ráðstefna um ferilvöktun og aðgerðaskráningu í vetrarþjónustu Dagana 1. og 2. september nk. heldur þjónustudeild Vegagerðarinnar ráðstefnu um ferilvöktun og aðgerðaskráningu í vetrarþjónustu o.fl. Á ráðstefnunni verða um 10 sérfræðingar frá dönsku vegagerðinni og munu þeir segja frá þróun hliðstæðra mála í Danmörku. Allir fyrirlestrar verða haldnir á skandinavískum tungumálum. Ráðstefnan verður í Borgartúni 6, 4. hæð. Ráðstefnugjald er 12.000 kr. Skráning þátttöku er hjá skiptiborði Vegagerðarinnar sími 522 1000 eða á netfangið kthj@vegagerdin.is. Gefið upp nafn, vinnustað, síma og netfang. Skráningu lýkur 29. ágúst. Stjórn- og upplýsingakerfi fyrir þjónustuverkefni Sjá grein í opnu Opnun tilboða framvegis á þriðjudögum Vegagerðin hefur orðið við óskum frá Samtökum iðnaðarins um breytingu á opnunardegi tilboða. Breytingin felst í því að tilboð verði opnuð á þriðjudögum í stað mánudaga. Breytingin hefur tekið gildi þannig að í útboðum sem auglýst verða með opnunardegi eftir 25. ágúst skal miða við opnun á þriðjudegi. Fyrsta þriðjudagsopnun verður 9. september. Engin breyting verður á opnunartíma að deginum og áfram skal miða við að afhending gagna hefjist á mánudegi. Hringvegur (1) hjá Jökulsá í Lóni.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.