Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 25.08.2003, Blaðsíða 2

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 25.08.2003, Blaðsíða 2
Björn Ólafsson forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar skrifar Þegar umfang þjónustuverkefna og peningaleg velta þeirra pr. tímaeiningu eykst verður meiri þörf fyrir kerfisbundna skráningu gagna sem hægt er að nýta sér jafnóðum til stjórnunar. Eðli þjónustuverkefna er þannig, að sjaldnast er hægt að notast við áætlanir til lengri tíma heldur þurfa að vera til fyrirfram ákveðnir „aðgerðapakkar“ sem gripið er til eftir eðli verkefna og vanda- mála hverju sinni. Gæðastaðlar, handbækur, vaktaskipulag og verklagsreglur leysa þetta að nokkrum hluta, en með auknum kröfum um umferðaröryggi og gæði þjónustunnar, eins og um hálkulitla eða hálkulausa vegi, þarf meira að koma til. Með um 2.500 m.kr. árlegan kostnað við þjónustuverkefni og með mikinn tækjafjölda og mannafla er brýnt að beita öflugu tölvuvæddu samræmdu stjórnkerfi til að tryggja sem besta nýtingu á fjármagni og meiri gæði þjónustunnar. Með stuðningi frá rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar hefur verið unnið að þróunarvinnu við nýtt samtengt stjórn- og upp- lýsingakerfi fyrir vetrarþjónustu sem einnig má nota fyrir öll önnur þjónustu- og viðhaldsverkefni. Mikil þróun hefur verið í miðlun upplýsinga af þessu tagi og aukin þörf er á því að veita nákvæmari og betri stjórnunarlegar upplýsingar til að sem best hagkvæmni náist í þessum og öðrum sambærilegum rekstri í þjónustuverkefnum Vegagerðarinnar. Í þjónustuverkefnum er mikilvægt fyrir stjórnendur og þá aðila sem veita upplýsingar um vegástand, færð, aðgerðir og veður að hafa öll gögn aðgengi- leg á einum stað ásamt upplýsingum um gæðastaðla, verklags- reglur, þjónustutíma, þjónustuflokka, þjónustuaðila o.s.frv. Stjórnkerfi fyrir þjónustuverkefni þyrfti að innihalda eftir- farandi gögn og vinnslueiginleika: – Stjórnunargögn fyrir hvert stjórnunarsvæði: Skrá þarf öll grunngögn með tilheyrandi upplýsingum sem varða landfræðilega skiptingu, starfsmenn Vegagerðarinnar, Stjórn- og upplýsingakerfi fyrir þjónustuverkefni verktaka, símanúmer, efni sem notað er, tæki, aðgerðasvæði, þjónustuleiðir, einingarverð, samninga og vaktaplön. – Kerfi fyrir útkall og gangsetningu verkefna í vetrar- þjónustu: Með slíku kerfi er útkalli og gangsetningu komið í ákveðinn farveg, tölvukerfi sér um útkall og kemur jafnframt boðum og upplýsingum til allra annarra sem málið varðar, þ.e.a.s. til annarra stjórnenda, starfsmanna upplýsingaþjón- ustu, vegfarenda o.fl. – Kerfi fyrir skráningu aðgerða, verkefna og annarra at- hugasemda (loggbók): Fyrir stjórnun verkefna og þá sérstak- lega í vetrarþjónustu og almenna upplýsingagjöf er mikilvægt að geta fylgst með staðsetningu bíla og vinnuvéla sem vinna við þjónustuna og á hvaða leið þau eru. Við stjórnun þjón- ustuverkefna hefur verulega skort á yfirsýn um það sem ger- ist hverju sinni. Í dag eru skráðar yfirlitsupplýsingar um ástand og helstu aðgerðir hvers dags, en nauðsynlegt er að skrá atburðarás hverrar vaktar nákvæmlega þannig að hægt sé að nota upplýsingarnar til daglegrar stjórnunar. Í vetrarþjónustu er mikilvægt að skrá allar aðgerðir sem framkvæmdar eru, allt sem gerist í tengslum við útkall, að- gerðir og verklok svo og allt annað sem viðkomandi skrán- ingaraðili telur nauðsynlegt að skrá, þar á meðal staðbundið óveður eða skafrenning svo og allar athugasemdir og ábendingar vegfarenda. Til að þetta sé framkvæmanlegt þarf stjórnandi á hverjum stað að vera í stöðugu og reglulegu sambandi við þá sem úti eru og skrá alla þessar upplýsingar inn jafnóðum. Upplýsingar þessar þarf að vera hægt að sýna á myndrænan hátt svo og að skrá og sýna á myndrænan hátt GPS-staðsetningu vinnutækja hverju sinni. Með slíkri skráningu verður hægt að fá yfirlit um nánast hvað sem er, yfir hverju er kvartað mest og á hvaða vegum, vaktir sem taka við fá upplýsingar um það sem gerðist á fyrri vakt og einnig hafa allar slíkar skráningarupplýsingar gildi ef einhver lögfræðileg álitamál koma upp, þar sem aðgerðir eða aðgerðaleysi í vetrarþjónustu koma við sögu. – Kerfi fyrir uppgjör og stöðumat: Þar sem allar aðgerðir verða skráðar í kerfið svo og samningar og einingarverð er eðlilegt að nýta sér skráð gögn til uppgjörs og til að meta fjárhagslega stöðu þjónustunnar og kostnað hverju sinni. - Kerfi fyrir upplýsingaþjónustu: Í vetrarþjónustu fást upp- Vetrarþjónusta á Hringvegi (1) um Víkurskarð 2003 - 2008 03-089 Vegagerðin, Norðurlandi eystra, óskar eftir tilboðum í snjómokstur, eftirlit og hálkuvörn á Hringvegi um Víkurskarð á árunum 2003 - 2008. Helstu magntölur á ári (viðmiðunartölur marksamnings): Mokstur með vörubíl . . . . . . . . . . . . . . . . 12.500 km Eftirlit á smábíl . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13.500 km Hálkuvörn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3.300 km Veghefill . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80 klst. Hjólaskófla við snjóblásara . . . . . . . . . . . . . . 50 klst. Biðtími manns . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 100 klst. Verki skal að fullu lokið 30. apríl 2008. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Akureyri og í Borgartúni 7 Reykjavík (móttaka) frá og með mánudegin- um 25. september 2003. Verð útboðsgagna er 2.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðju- daginn 9. september 2003 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Vetrarþjónusta í Eyjafirði 2003 - 2008 03-088 Vegagerðin Norðurlandi eystra, óskar eftir tilboðum í snjómokstur, eftirlit og hálkuvörn á vegum í Eyjafirði á árunum 2003 - 2008. Helstu magntölur á ári (viðmiðunartölur marksamnings): Mokstur með vörubíl . . . . . . . . . . . . . . . . 19.500 km Eftirlit á smábíl . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12.800 km Hálkuvörn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3.100 km Biðtími manns . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50 klst. Verki skal að fullu lokið 30. apríl 2008. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Akureyri og í Borgartúni 7 Reykjavík (móttaka) frá og með mánudegin- um 25. ágúst 2003. Verð útboðsgagna er 2.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðju- daginn 9. september 2003 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Auglýsingar útboða

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.