Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 17.11.2003, Qupperneq 4
4
Norðausturvegur um vestanvert Tjörnes
Vegsvæðið einkennist af þykkum jarðvegi og djúpum giljum
sem krefjast mikillar landmótunar bæði í skeringum og
fyllingum.
Hönnunin við þessar sérstöku og erfiðu aðstæður hefur tek-
ist ágætlega.
Frágangur er góður en hnökrar á útfærslu tengjast einkum
jöfnun og sáningu í efsta hluta vegfláa.
Verktaki: Suðurverk hf., Reykjavík.
Borgnesingar taka við viðurkenningarskjali úr hendi veg-
amálastjóra. Frá vinstri talið: Ingvi Árnason deildarstjóri
framkvæmdakaupa, Auðunn Hálfdanarson deildarstjóri áæt-
lana, Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri og Magnús Valur
Jóhannsson umdæmisstjóri.
Dofri Eysteinsson framkvæmdastjóri Suðurverks hf. tók við
viðurkenningarskjali fyrir hönd verktaka við Vatnaleið.
1. Dómnefnd vegna viðukenningar Vegagerðarinnar. Frá
vinstri: Formaður dómnefndar Ásrún Rúdólfsdóttir
gæðastjóri Vegagerðarinnar, Guðmundur Arason fyrrveran-
di forstöðumaður umhverfisdeildar og Helgi Hallgrímsson
fyrrverandi vegamálastjóri
Viðurkenningu Vegagerðarinnar fyrir gerð og frágang að
þessu sinni hlýtur Vatnaleið á Sæfellsnesi.
Hönnun vegar var í hönudum áætlanadeildar Vegagerðar-
innar í Borgarnesi, um eftirlit og umsjón framkvæmdar sá
framkvæmdadeild Vegagerðarinnar í Borgarnesi.
Frá dómnefnd
Dómnefnd sú, sem skipuð var til að annast veitingu fyrstu
viðurkenningu Vegagerðarinnar fyrir gerð og frágang mann-
virkja, er nú að ljúka störfum. Dómnefndin hefur í störfum
sínum tekið mið af orðsendingu nr. 3/2002 um reglur um
slíka viðurkenningu.
Í tveim atriðum hefur nefndin farið á svig við reglurnar. Þar
segir að velja skuli þrjú mannvirki og raða eftir gæðum.
Dómnefndin valdi fjögur verkefni og raðaði þeim ekki.
Ástæða þessa var sú að þessi fjögur verkefni skáru sig nokk-
uð úr að mati nefndarinnar en erfitt að gera upp á milli þeirra
og því ekki efni til að raða þeim. Í ljósi þessarar reynslu legg-
ur nefndin til að reglunum verði breytt þannig að velja skuli
3-5 verkefni, en þeim ekki raðað að öðru leyti en því að eitt
þeirra sé valið til viðurkenningar.
Í störfum sínum hefur dómnefndin fundið að áhugi er fyrir
þessu máli meðal starfsmanna Vegagerðarinnar. Því er vonast
til að veiting viðurkenningarinnar hvetji Vegagerðarfólk til að
leggja sig fram við hönnun, gerð og frágang mannvirkja. Með
tilliti til þessa er það skoðun nefndarinnnar að halda beri
áfram þessu starfi, a.m.k. fyrst um sinn. Leggur hún til að
viðurkenning verði veitt annað eða þriðja hvert ár og fari veit-
ingin fram í lok næsta árs eftir viðmiðunartímabilið.
Að lokum vill dómnefndin þakka yfirstjórn Vegagerðarinn-
ar traust það sem henni var sýnt, svo og starfsmönnum fyrir
ánægjulegt samstarf.
Ásrún Rúdólfsdóttir
Helgi Hallgrímsson
Guðmundur Arason
Magnús Valur Jóhannsson og Dofri
Eysteinsson með viðurkenningarskjöl
Vegagerðarinnar.