Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 17.11.2003, Qupperneq 6
6
Ráðstefna um rannsóknir
Vegagerðarinnar
Þann 7. nóvember sl. var ráðstefna um rannsóknir Vegagerðar-
innar haldin í annað sinn. Ráðstefnugestir voru um 140 talsins.
Hreinn Haraldsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vega-
gerðarinnar setti ráðstefnuna. Í máli hans kom fram að fyrir-
hugaðar eru nokkrar breytingar varðandi rannsóknir sem fjár-
magnaðar eru af Vegagerðinni. Þar er einkum um að ræða
breytingar á því hvernig ný verkefni verða til og ákvörðun um
þau tekin. Hugmyndin er að hluti þess fjármagns sem er til
ráðstöfunar á hverju ári fari til verkefna sem Vegagerðin skil-
greinir fyrirfram og fær ráðgjafa til að vinna („top down“) í
stað þess að hugmyndir að nýjum rannsóknum verði í flestum
tilfellum til hjá þeim sem síðan vinna verkefnin („bottom
up“). Þessar breytingar munu sennilega að einhverju leyti
taka gildi þegar við næstu úthlutun rannsóknarfjár snemma á
næsta ári. Áður en ráðist verður í þessar breytingar er stefnt
að því að Vegagerðin skilgreini rannsóknarstefnu. Vinna við
þessa stefnumótun er þegar hafin hjá rannsóknardeild.
Ásdís Guðmundsdóttir hjá rannsóknadeild Vegagerðarinnar,
fjallaði um rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar. Mikil fjölgun
umsókna og auknar fjármagnsóskir hafa beint sjónum enn
frekar að leiðum til að nýta þetta takmarkaða fjármagn betur.
Þau atriði sem skoðuð verða vel í nánustu framtíð eru rann-
sóknarstefna, nýtt umsóknareyðublað, útgáfa og miðlun, inn-
leiðing rannsóknarniðurstaðna og mat á rannsóknum.
Jarðtækni og steinefni, burðarlög og slitlög
Hafdís Eygló Jónsdóttir og Hersir Gíslason, rannsóknadeild
Vegagerðarinnar kynntu þróun námukerfis og námufrágang.
Námukerfi Vegagerðarinnar er eini ítarlegi gagnagrunnurinn
á Íslandi með almennum upplýsingum um námur. Þetta eru
ekki bara vegagerðarnámur heldur allar námur í landinu og
margar þeirra eru ekki lengur í notkun. Þau fjölluðu einnig
um frágang á gömlum námum en samkvæmt lögum um nátt-
úruvernd hvílir sú skilda á hverjum námurétthafa að ganga frá
gömlum efnistökusvæðum sem hann hefur nýtt og er hættur
að nota.
Pétur Pétursson Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins
kynnti evrópskar samanburðarransóknir á frostþoli steinefna.
Verkefnið felst í samanburði á frostþolsprófum fyrir steinefni
í mannvirkjagerð og ræðst það af niðurstöðum verkefnisins
hvaða gildi það hefur sem innlegg í staðlagerð Evrópusam-
bandsins.
Jón Skúlason Almennu verkfræðistofunni hf. kynnti athug-
un á fergingu vegsvæðis á mýri. Meðal annars er lagt til að
við lagningu vega á mýri verði farg látið standa á fyllingu 3
til 6 sinnum lengri tíma en vatnsþrýstingur er að jafnast út í
mýrarlaginu, sem þýðir í flestum tilfellum 3 til 6 mánuði hér
á landi.
Tæki og búnaður
Nicolai Jónasson og Einar Pálsson, þjónustudeild Vegagerð-
arinnar kynntu stjórnkerfi í vegaþjónustu. Tilgangur verkefn-
isins var að afla þekkingar um lausnir í vegaþjónustu. Verk-
efninu var skipt upp í annarsvegar ferilvöktun og aðgerðar-
skráningu og verkskráningu hins vegar.
Skúli Þórðarson Orion ráðgjöf ehf. kynnti prófun á nýrri
gerð vegriða á snjóastöðum en það er unnið í samstarfi við
Vegagerðina. Aðalhvatinn að þessu verkefni er sú staðreynd
að notkun vissra vegriða eykur vandamál vegna skafrennings
á vegum. Sett hafa verið upp röravegrið til prófunar.
Brýr og steinsteypa
Ólafur Wallevik, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins
flutti erindi um sjálfútleggjandi steypu í brúargerð. Kostir
hennar eru margir. Hún er mun einsleitari en hefðbundin
steinsteypa, sem minnkar hættu á steypuskemmdum. Steypu-
vinnan er mun einfaldari, gengur hraðar fyrir sig, mannþörfin
við niðurlögn er minni, yfirborðið betra o.s.frv. Að auki bæt-
ast við ýmsir umhverfislegir kostir eins og minni hávaði frá
framkvæmdum, betri heilsuskilyrði og meira öryggi.
Þá flutti Ólafur Wallevik einnig erindi um nýja gerð
burðarþolstrefja í steinsteypu. Trefjarnar eru úr mjög sterku
plasti og er hlutverk þeirra bæði að hindra plastíska sprungu-
myndun og auka burðarþolseiginleika steypu. Ólafur sýndi
fram á það með eftirminnanlegum hætti hvað steinsteypa
með burðarþolstrefjum hefur fram yfir hefðbundna steypu.
Það gerði hann með því að grýta keilukúlu á steyptar plötur.
Hefðbundin steypa brotnaði strax en steypan með burðarþols-
trefjunum gaf sig ekki.
Vatnafar, snjór, jöklar, jökulhlaup
Árni Snorrason Vatnamælingum OS kynnti fyrir ráðstefnugest-
um vöktun vatnsfalla. Markmið með rannsóknarverkefninu var
að kortleggja náttúrulegar aðstæður í vatnsföllum sem falla frá
eldvirkum svæðum Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls, að þróa
skynjara sem greint gætu jarðhitaáhrif og að gefa viðvörun ef
vart yrði við óvanalegt ástand vatna og að lokum að þróa hug-
búnað til þess að miðla þessum upplýsingum um vefinn.
Helgi Björnsson Raunvísindastofnun HÍ flutti erindi um
Grímsvatnahlaup: vatnsgeymi, upphaf og rennsli. Hann
greindi frá vinnu við þróun líkana sem lýsa rennsli jökulhlaupa.
Umferðaröryggi, upplýsingatækni
Auður Þóra Árnadóttir, áætlanadeild Vegagerðarinnar hefur
skoðað áhrif Hvalfjarðarganga á umferðaröryggi. Fram kom
að óhöppum í öllum flokkum fækkaði. Tiltölulega litlar
breytingar urðu hins vegar á óhappatíðni, þ.e. fjölda óhappa
miðað við ekna vegalengd. Þó skar lækkun tíðni óhappa með
miklum meiðslum á fólki sig nokkuð úr og þó að sú lækkun
gæti að hluta til verið komin til af öðrum orsökum eins og t.d.
öruggari bílum verður að teljast líklegt að Hvalfjarðargöng
eigi þar hlut að máli.
Ágúst Mogensen nemi í afbrotafræði talaði um áfengis-
neyslu og akstur á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar er að
greina hvernig fólk tekur þá ákvörðun að aka ölvað, þ.e.a.s.
að skoða þá þætti sem fólk tekur tillit til áður en það sest
undir stýri undir áhrifum áfengis. Gagnaöflun rannsóknarinn-
ar er á lokastigi.
Skúli Þórðarson Orion ráðgjöf hf. fjallaði um umferðarslys
og vindafar. Meginmarkmið verkefnisins er að skapa fors-
endur til þess að fækka umferðarslysum á Íslandi sem að ein-
hverju leyti má rekja til vindafars. Nú í vetur er ráðgert að
gera vindmælingar á veginum undir Hafnarfjalli og e.t.v. á
öðrum stöðum undir fjallinu til að meta umfang og breyti-
leika vindáhrifa sem mun m.a. nýtast við mat á hugsanlegum
mótvægisaðgerðum. Á næsta ári er æskilegt að skoða fleiri
staði þar sem staðbundið vindafar veldur hættu á vegum.
Ásdís E. Guðmundsdóttir
deildarstjóri,
rannsóknir og þróun,
skrifar