Nesfréttir - 01.05.2015, Síða 14

Nesfréttir - 01.05.2015, Síða 14
14 Nes ­frétt ir Arnhildur Anna Árnadóttir, Gróttu keppti á Evrópumóti unglinga í kraftlyftingum sem fram fór í Ungverjalandi 9. apríl sl. Arnhildur átti frábæran dag og nældi sér í þrenn bronsverðlaun í öllum greinum, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Hún var jafnframt hársbreidd frá bronsverðlaunum í samanlögðum árangri. Arnhildur bætti persónulegt met sitt um 32,5 kg og setti Íslandsmet í hnébeygju og í samanlögðu í opnum flokki þótt hún keppi enn í unglingaflokki. Þá setti hún unglingamet í réttstöðulyftu. Hún lyfti 195 kg í hnébeygju, 110 kg í bekkpressu og 177,5 kg í réttstöðulyftu. Hún reyndi við 187,5 kg í réttstöðu en það munaði einungis nokkrum millimetrum á því að stöngin færi alla leið upp í þetta sinn. Arnhildur mun næst keppa á Íslandsmótinu í kraftlyftingum sem fram fer í lok maí og stefnir hún að sjálfsögðu á sigur. Arnhildur með þrjú brons GETRAUNANÚMER GRÓTTU ER 170 G r ó t t u s í Ð a n www.grottasport.is Bikarmót FSÍ í Stökkfimi var haldið helgina 11. til 12. apríl. Um fjögur hundruð keppendur frá þrettán félögum af öllu landinu tóku þátt í mótinu, þar af þrjátíu keppendur á aldrinum 11 til 16 ára frá Gróttu. Grótta varð bikarmeistari í flokki 15-16 ára B, í liðinu voru þær Guðný Sif Sverrisdóttir, Hanna Guðrún Sverrisdóttir, Hrafnhildur Helga Þórisdóttir, Selma Björk Almarsdóttir og Þóra Lucrezia Bettaglio. Grótta átti sjö lið á mótinu, auk bikarmeistaranna komust þrjú önnur Gróttulið á verðlaunapall. Þjálfarar Gróttu stúlkna eru þær Fanney Magnúsdóttir, Katrín Eyjólfsdóttir, Ólöf Línberg Kristjánsdóttir og Rósey Kristjánsdóttir. Við óskum þeim og öllum stúlkunum til hamingju með árangurinn. Grótta er Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir sigur á Stjörnunni 24 - 23 í Mýrinni í Garðabæ í fjórða leik liðanna í úrslitunum. Grótta vann þar með einvígið 3-1 og landaði fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í hópíþrótt frá upphafi. Mikil spenna einkenndi leikinn og þegar 19 sekúndur voru eftir var staðan jöfn 23-23 og Kári Garðarsson þjálfari Gróttu tók leikhlé. Að því loknu stillti Grótta upp í sókn sem lauk með skoti hinnar 15 ára gömlu Lovísu Thompson. Lovísa skoraði sigurmarkið og tryggði Gróttu langþráðan Íslandsmeistaratitil. Stjörnukonur náðu forystunni í leiknum og komust mest fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik en leiddu með þremur mörkum að honum loknum 13-10. Stjarnan náði aftur fimm marka forystu í upphafi síðari hálfleiksins en Grótta saxaði fljótt á forskot Stjörnustelpnanna og jafnaði 23-23 rétt fyrir leikslok. Lokamínúturnar voru æsispennandi og þegar Lovísa Thompson skoraði fyrir Gróttu þremur sekúndum fyrir leikslok og tryggði liðinu sigur 24-23 og þar með Íslandsmeistaratitilinn í höfn. Lovísa Thompson skoraði fjögur mörk fyrir Gróttu í leiknum líkt og Eva Björk Davídsdóttir en Anna Úrsúla Guðmundsdóttir gerði sjö mörk. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst Stjörnukvenna með sjö mörk en Esther Viktoría Ragnarsdóttir var með fimm mörk. Grótta er nú orðin þrefaldur meistari í kvennahandboltanum en var einnig orðinn deildar- og bikarmeistari. Þess má geta að Lovísa Thompson fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með páskaeggi sem hún hafði geymt frá því um páskana eftir að hún skoraði sigurmarkið gegn Stjörnunni og tryggði Gróttu þar með Íslandsmeistaratitilinn. „Ég ákvað að geyma páskaeggið þar til að úrslitakeppnin var búin,“ sagði Lovísa hún við fjölmiðla eftir leikinn. Þrefaldur meistari í kvennahandboltanum Íslandsmeistaratitlinum fagnað innilega. Grótta með þrjú lið í stökkfimi Efri röð - Lið Gróttu í flokki 15-16 ára A varð í 4. sæti af tíu liðum: María Elísabet, Guðrún Soffía, Arnhildur og Katrín Viktoría. Neðri röð - Bikarmeistarar FSÍ í flokki 15-16 ára B: Hrafnhildur Helga, Hanna Guðrún, Guðný Sif, Selma Björk og Þóra. Óskum Gróttu til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn 2015

x

Nesfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.