Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 25.10.2004, Síða 2
2
Eftirlit með merkingu vinnusvæða
Almennt
Með vinnusvæði þar sem krafist er sérstakra vinnustaðamerk-
inga (opið vinnusvæði) er átt við vinnusvæði eða flutningsleið-
ir að vinnusvæði þar sem almenn umferð fer um.
Umsjónarmaður/eftirlitsmaður gerir skipulega úttekt á merk-
ingu vinnusvæða a.m.k. fyrir hvern verkfund. Stuðst verði við
meðfylgjandi gátlista við úttektina og gefin frádráttarstig sam-
kvæmt listanum sé merkingum ábótavant.
Fyrstu tvær úttektir skulu gerðar að verktaka viðstöddum og
verða ekki gefin frádráttarstig fyrir þær úttektir þó frávik komi
fram.
Úttektir
Við hverja úttekt sem gerð er á vinnustaðamerkingum skal fylla
út meðfylgjandi gátlista. Á eyðublaðinu eru gefin upp möguleg
frádráttarstig fyrir hvert úttektaratriði en samanlagt geta þessi
stig flest orðið 100.
Fyrir hvern lið skal matið vera eftirfarandi:
Ef 85-100% einstaks liðar uppfylla kröfur (t.d. 9 af hverjum 10
merkjum eru með endurskin í lagi) er ekkert dregið frá. Ef
60-84% uppfylla kröfur dragast 50% af mögulegum frádrætti
frá (t.d. ef 70% merkja eru óhrein dragast frá 50% af 16 stigum
eða 8 stig) og ef minna en 60% uppfylla kröfur dragast frá öll
stig undir viðkomandi lið.
Stigin eru síðan lögð saman og mynda þau einkunnir frá 0 til
10 þannig að fyrir ekkert frádráttarstig fæst einkunnin 10,0, fyrir
10 frádráttarstig fæst einkunnin 9,0, fyrir 40 frádráttarstig fæst
einkunnin 6,0 o.s.frv.
Ef merkingar teljast ekki fullnægjandi þarf að lagfæra þær
strax og er ekki heimilt að greiða neina reikninga fyrir verkið
fyrr en lagfæringu er lokið.
Árangursmat
Ef verktaki er með að meðaltali minna en 6 í einkunn í árang-
ursmat að verki loknu áskilur Vegagerðin sér rétt til að hafna til-
boðum verktaka næst þegar hann býður í verk hjá Vegagerðinni.
Í árslok verður veitt sérstök viðurkenning þeim verktaka sem
skarað hefur fram úr fyrir góðar vinnustaðamerkingar.
Niðurstöður úttekta á vinnustaðamerkingum skal skrá í verk-
fundagerðir og verða þær birtar reglulega í Framkvæmdafréttum
og á heimasíðu Vegagerðarinnar.
Árangurs- og eftirlitsdeild Vegagerðarinnar á Sauðárkróki skal
a.m.k. einu sinni á ári gera úttekt á og meta framkvæmd eftirlits
með vinnustaðamerkingum.
Svæðisstjórar skulu skila inn til árangurs- og eftirlitsdeildar út-
tektum á verkum þegar þeim er lokið. Deildin heldur utanum og
reiknar út árangursmat verka sem síðan verður notað sem einn
þáttur í árangursmati verktaka.
18.05.2004
Vegamálastjóri
Rannsóknir Vegagerðarinnar
Ráðstefna á Hótel Nordica 5. nóvember 2004
Aðallega verður fjallað um hluta af þeim rannsóknum sem
fengu fjárveitingar úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar
2003. Þátttökugjald er 9.500 kr. og 2.000 kr. fyrir nema.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á heimasíðunni:
http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/pages/vr_7.html
Dagskrá
08:00 - 09:00 Skráning
09:00 - 09:15 Setning (Hreinn Haraldsson, Vegagerðin)
09:15 - 09:30 Rannsóknarstefna (Hreinn Haraldsson,
Vegagerðin og Ásdís Guðmundsdóttir, Vegagerðin)
Samgöngu- og umferðarrannsóknir
09:30 - 09:45 Samgöngubætur þróun matsaðferða
(Grétar Þór Eyþórsson,
Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri)
09:45 - 10:00 Vegagerð og ferðamennska
(Rögnvaldur Guðmundsson,
Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar)
Upplýsingatækni og hugbúnaðargerð
10:00 - 10:15 GSM samband á þjóðvegum
(Gunnar Linnet, Vegagerðin)
10:15 - 10:35 Kaffi
10:35 – 10:50 Veðurspár byggðar á reiknilíkani með þéttum
möskvum (Haraldur Ólafsson, Veðurstofa Íslands)
10:50 - 11:05 Aðgerðir og skráning á vettvangi
(Einar Pálsson, Vegagerðin)
Umferðaröryggi
11:05 - 11:20 Umferðaröryggi að- og fráreina
(Guðni P. Kristjánsson, Verkfræðistofan Hnit)
11:20 - 11:45 Hverjir aka um þjóðvegina? (Hörður Ríkharðsson,
Lögreglan Blönduósi)
11:45 - 12:00 Umræður / fyrirspurnir um erindi fyrir hádegi
12:00 - 13:00 Matur
Umhverfismál
13:00 - 13:15 Mat á gagnsemi uppgræðslu á Mýrdalssandi með
tilliti til sandfoks og lokunar þjóðvegar (Guðrún
Gísladóttir, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands)
13:15 - 13:45 Skilvirkni mats á umhverfisáhrifum og beltanálg-
un (Sebastian Peters, VSÓ)
Vatnafar, snjór, jöklar, jökulhlaup
13:45 - 14:00 Eftirlit með gosum í jöklum og vötnum (Magnús
Tumi Guðmundsson, Raunvísindastofnun HÍ)
14:00 - 14:15 Staðbundin skaflamyndun vegna skafrennings á
vegum (Skúli Þórðarson, Orion)
Myndir
14:15 - 14:30 Myndasýning (Viktor A. Ingólfsson, Vegagerðin)
14:30 - 15:00 Kaffi
Jarðtækni og steinefni, burðarlög og slitlög
15:00 - 15:15 Fínefni í malarslitlög
(Gunnar Bjarnason, Vegagerðin)
15:15 - 15:30 NVF-34 Samanburður á efniskröfum Norðurlanda
og CEN kröfum (Pétur Pétursson,
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins)
15:30 - 15:45 Arðsemi malbiks á þjóðvegum landsins (Þorsteinn
Þorsteinsson, Verkfræðistofnun Háskóla Íslands)
Brýr og steinsteypa
15:45 - 16:00 Steinsteypa rannsökuð án sýnatöku
(Gísli Guðmundsson, Hönnun)
Tæki og búnaður
16:00 - 16:15 Ræsarör, ending (Daníel Árnason, Vegagerðin)
16:15 - 16:30 Mælitækni til stýringar á þungatakmörkunum
(Nicolai Jónasson, Vegagerðin)
16:30 - 16:45 Yfrborðsmerkingar (Ásbjörn Ólafsson,
Vegagerðin)
16:45 - 17:00 Umræður / fyrirspurnir um erindi eftir hádegi
17:00 Ráðstefnuslit, léttar veitingar í boði
Vegagerðarinnar