Akureyri - 13.05.2015, Blaðsíða 2
2 5. árgangur 18. tölublað 13. maí 2015
„Feginn að þessu sé lokið“
„Ég er fyrst og fremst feginn að
þessu sé lokið og að niðurstaða
Hæstaréttar sé í takt við niður-
stöðu Héraðsdóms. Gott að fá
æruna endurheimta. Stéttarfélagið
okkar hefur staðið mjög þétt á bak-
við okkur í þessu máli og ég er þeim
þakklátur fyrir það,“ segir Ingimar
Eydal, annar tveggja slökkviliðs-
manna sem unnu mál gegn
Akureyrarbæ í síðustu
viku gegn Akureyrarbæ.
Í dómi Hæstarétt-
ar kemur fram að þótt
starfsmennirnir hefðu
gert ótímabundinn ráðn-
ingarsamning með gagn-
kvæmum uppsagnarfresti
við annan vinnuveitanda,
á sama tíma og þeir voru
í launalausu leyfi hjá
slökkviliðinu, hafi bærinn
ekki mátt líta svo á sem mennirn-
ir tveir væru hættir störfum hjá
slökkviliðinu. „Hæstiréttur lítur á
þetta sem slit á ráðningarsambandi
þeirra, þar sem þeir hafi tilkynnt að
þeir hygðust mæta aftur til starfa á
tilsettum tíma, að leyfi loknu. Fyrir
það voru þeim dæmdar bætur, en
þær voru lækkaðar verulega frá
dómi héraðsdóms,“ segir Eiríkur
Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á
Akureyri um Hæstaréttardómin.
„Þegar bærinn mat stöðuna á sín-
um tíma hafði bærinn til hliðsjónar
dóm Hæstaréttar, þar sem aðstæð-
ur voru með líkum hætti og einnig
þá staðreynd að starfsmennirnir,
sem voru í ótímabundnu starfi hjá
Isavia, höfðu sótt um stjórnunar-
stöður hjá Isavia í október, sem þeir
fengu, eða tæpum
1 ½ mánuði áður
en þeir áttu að
koma úr launa-
lausu leyfi. Matið
í máli slökkviliðs-
mannanna tveggja
er því nokkuð
strangt, að áliti
bæjarins, en þann
lærdóm má draga
af þessum þætti
málsins að það
er aldrei of varlega farið í mál-
efnum starfsmanna, þegar réttindi
þeirra eru annars vegar. Engin
starfsmannalög gilda um starfs-
menn sveitarfélaga eins og gilda
um ríkisstarfsmenn og er það mat
bæjarins að nauðsynlegt sé að setja
lög eða skýra betur réttindakafla
kjarasamnings í málefnum starfs-
manna,“ bætir bæjarstjóri við.
VEIST AÐ STJÓRNEND-
UM Í FJÖLMIÐLUM
Hins vegar var ekki fallist á að
starfsmennirnir ættu rétt á miska-
bótum vegna ólögmætrar mein-
gerðar með vísan til framgöngu
starfsmanna bæjarins við ráðn-
ingarslitin. „Það telur bærinn mik-
ilvægt að komi fram, enda þurfi
stjórnendur oft að vinna að
lausn erfiðra mála, þar sem
veist hefur verið að þeim
persónulega, m.a. í fjöl-
miðlum, þrátt fyrir að þeir
séu að vinna þau störf sem
fyrir þá er lagt að leysa
og heyrir undir starfssvið
þeirra,“ segir bæjarstjóri
og vonar að embættismenn
sem að málinu komu muni
læra af niðurstöðu þess
sem og vonandi þeir sem
hafa viðhaft stór orð um meinta
ólögmæta meingerð stjórnenda.
MIKILVÆGT AÐ DRAGA LÆRDÓM
En hvaða þýðingu hefur dómurinn
fyrir önnur eineltismál sem eru í
gangi?
„Í málinu var komist að því að
annar starfsmannanna ætti rétt
á miskabótum vegna eineltis sem
hann hefði mátt þola í störfum
sínum af hálfu yfirmanns síns. Á
því er bærinn látinn bera ábyrgð á
grundvelli reglunnar um vinnuveit-
endaábyrgð. Samkvæmt reglunni
er ekki gert að skilyrði að vinnu-
veitandi eigi sjálfur sök á tjóninu,
en hann er látinn bera ábyrgð á sök
starfsmanns. Það er erfitt að meta
hvaða áhrif þetta hefur á önnur
mál af sama tagi, t.d. hvort ábyrgð-
in sé aðeins til staðar ef í hlut eiga
stjórnendur, eða hvort þetta eigi við
um alla starfsmenn,“ svarar bæjar-
stjóri. Hann bætir við að stjórnend-
ur bæjarins hafi talið sig vera að
gera rétt í þessu máli og að Akur-
eyrarbær hafi talið rétt að fá niður-
stöðu dómstóla um hvort að svo
hafi verið. „Starfsmannamál eru
flókin viðfangsefni og mikilvægt að
læra af þessari niðurstöðu. Það sem
vekur þó athygli er að samkvæmt
dómi Hæstaréttar er starfsmönnum,
og m.a. stjórnanda, heimilt að vera
í 100% ótímabundnu ráðningar-
sambandi við tvo vinnuveitendur á
sama tíma.“
KOSTAR ÚTSVARSGREIÐ-
ENDUR MILLJÓNIR
Í dómi Hæstaréttar segir m.a.: „Um
árabil mun hafa verið umtalsverð-
ur samskiptavandi innan slökkvi-
liðsins og virðist sem sá vandi hafi
vaxið í kjölfar þess að Þorbjörn
Guðrúnarson var ráðinn slökkvi-
liðsstjóri í lok árs 2006. Þetta leiddi
til þess að Þorbjörn lagði í upphafi
árs 2012 fram kvörtun um einelti
og beindist hún að gagnáfrýjanda
og tveimur öðrum yfirmönnum
slökkviliðsins.“ Bærinn er dæmdur
til að greiða um 3,5 milljónir króna
í málskostnað í málunum tveimur
og 2.750 milljónir í bætur þannig
að útsvarsgreiðendur á Akureyri sjá
á eftir rúmum sex milljónum króna
vegna málsins úr bæjarsjóði. a
Illugi vill sameina þrjá norðlenska skóla
Í dag, miðvikudag, munu þrír
skólameistarar norðan heiða mæta
saman til fundar á Akureyri þar
sem fulltrúar menntamálaráðu-
neytisins munu ræða hugmyndir
Illuga Gunnarssonar menntamála-
ráðherra um sameiningu þriggja
norðlenskra framhaldsskóla. Skól-
arnir sem um ræðir eru Mennta-
skólinn á Akureyri, Menntaskólinn
á Tröllaskaga og Framhaldsskólinn
á Húsavík. Bjarkey Olsen Gunnars-
dóttir, þingmaður VG í Norðaustur-
kjördæmi,segist hafa upplýsingar
um þetta eftir samtöl við skólafólk.
Bjarkey gagnrýnir harðlega það
sem hún segir vera að gerast bak við
tjöldin í menntamálum þjóðarinnar.
Hún segir að sameining framhalds-
skóla muni þýða fækkun starfa og
meiri einsleitni námsframboðs en
ekki fjölbreytileika eins og Illugi
haldi fram. Hann vinni ólýðræðis-
lega og hafi án umræðu í þinginu
stytt framhaldsskólann,
hafi þvingað fram styttingu
í gegnum fjárlög.
Katrín Jakobsdóttir,
formaður Vinstri grænna
og fyrrverandi mennta-
málaráðherra, segist einnig
hafa heyrt í heimsókn
sinni til Ísafjarðar nýverið
að Illugi Gunnarsson hafi
hug á að sameina Mennta-
skólann á Ísafirði og Fjöl-
brautarskóla Norðurlands
vestra á Sauðákróki. Þá
herma heimildir blaðsins
að sameining FÍH og Tón-
listarskóla Reykjavíkur sé
á áætlun Illuga.
Ekki náðist í Illuga
Gunnarsson menntamála-
ráðherra.
kynnir bók sína með upplestri
og áritar í Pennanum-Eymundsson,
göngugötunni á Akureyri.
Björn mun lesa „norðlenskan“ kafla úr bókinni sem varpar
ljósi á ýmsar vandasamar ritstjóraákvarðanir hjá
Akureyri vikublaði og tengja við hræringar og hreyfingar
á landsvísu.
salka.is
Bókarkynning
Björn
Þorláksson
Mannorðsmorðingjar er umfjöllun um hlutverk og
stöðu íslenskra fjölmiðla með sjálfsævisögulegu ívafi.
í dag
miðvikudaginn
13. maí, kl.12.10
Bjarkey Olsen
Eiríkur Björn
Björgvinsson
Ingimar Eydal
Katrín Jakobsdóttir Illugi Gunnarsson
Árekstur í fljúgandi hálku
í Ólafsfjarðargöngunum
Tveir bílar skullu saman í Ólafs-
fjarðargöngum um helgina. Meiðsli
urðu minniháttar í árekstrinum en
talsvert eignatjón. Það sem gerir
áreksturinn ekki síst fréttnæman er
að hálka skyldi hafa átt þátt í slys-
inu og það á þessum árstíma, inni í
veggöngum.
Valur Þór Hilmarsson sem var
farþegi í öðrum bílnum segir að
hönnunin á göngunum sé í sjálfu
sér fréttaefni.
„Þarna hafa orðið þónokkrir
árekstrar í gegnum tíðina þar sem
maður kemur inn í blindbeygju og
bílar ekki alltaf búnir að hægja á
sér nægjanlega mikið þegar þeim
er ekið inn í göngin. Við erum að
koma frá Dalvík og keyrum fram-
hjá gulu ljósi, sem segir að það sé
enginn bíll komin inn í göngin, við
erum hinsvegar ekki komin nema
rétt framhjá ljósum þegar við
verðum vör við bíl á móti. Þá reyn-
um við að hægja ferðina sem var
reyndar ekki mikil fyrir, rétt um
50 km. Það var fljúgandi hálka og
þrátt fyrir að við værum á góðum
nagladekkjum þá dugði það ekki
til, við náðum ekki inn í útskotið
sem við hefðum átt að gera ef báðir
bílar eru á 50 - 60 km hraða,“ segir
Valur.
Flestir eru eitthvað lemstraðir
eftir slysið og ekki öll kurl komin til
grafar með það að sögn Vals. Dóttir
hans sem ók bílnum sem hann var
í hefur kennt sér meina og farið í
tvígang í myndatöku. a
Slökkvilið akureyrar að störfum. Völundur