Akureyri - 13.05.2015, Blaðsíða 10
10 5. árgangur 18. tölublað 13. maí 2015
ÖFLUG FORVÖRN
GEGN BEINÞYNNINGU
www.hafkalk.is
Kalkþörungar með D3, K2 og C vítamínum
ásamt viðbótar magnesíum og mangan
ALLAR VÖRUR HAFKALKS ERU ÁN AUKEFNA OG
ERFÐABREYTTRA INNIHALDSEFNA (GMO FREE)
Ragnhildarvaka
með Dúó Stemmu
Dúó Stemma heldur tónleika á
Galtalæk á laugardaginn 16. maí
kl 13:30 til styrktar Parkinsons-
félagi Akureyrar og nágrennis. Í
Dúó Stemma eru Herdís Anna
Jónsdóttir víóluleikari og Steef
van Oosterhout slagverksleikari.
Tónleikarnir eru á þjóðlegum nót-
um, m.a. verk eftir Snorra Sigfús
Birgisson, “ Fimm lög frá Gaut-
löndum”, sem byggist á þjóðlögum
sem afasystir Herdísar, Hólmfríð-
ur Pétursdóttir (1889 -1974), söng
inn á segulband sumarið 1969. Þá
munu þau leika eigin útsetningar
á ýmis óhefðbundin heimatilbúin
hljóðfæri.
Frítt er inn, en tekið við frjálsum
framlögum, sem renna til Parkin-
sonsfélags Akureyrar og nágrenn-
is. Tónleikarnir eru til minningar
um hjónin Jón Sigurgeirsson og
Ragnhildi Jónsdóttur sem bjuggu
í Spítalaveginum, en Herdís Anna
er dóttir þeirra. Þau Dísa og Steef
héldu áður tónleika í stofunni okk-
ar við mikla hrifningu fyrir tveimur
árum. a
AÐSEND GREIN FRÍÐA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
Skemmtilegra með
jákvæðu hugarfari
Síðustu daga og vikur hafa ung-
lingar á Akureyri verið að sækja
um störf hjá Vinnuskólanum. Ung-
lingavinnan samanstendur af
allskyns störfum t.d. garðyrkju-
störfum þar sem verið er að reita
arfa, hreinsa beð og
margt fleira. Einnig er
í boði vinna á leikskóla.
Unglingavinnan er í
boði fyrir aldurinn 14-
16 ára og stendur yfir á
sumrin.
Margir krakkar fara
í unglingavinnuna en
fara þangað með enga
löngun til að vera þar
og jákvæðnin skil-
in eftir heima. Þetta
hugarfar er í mörgum
tilfellum byggt upp á sögusögnum
annarra krakka eða fyrirfram mót-
uðum hugmyndum unglinganna
sjálfra sem ekki allar byggja á raun-
veruleikanum og eru margar nei-
kvæðar. Sumum finnst hallærislegt
að reita upp arfa og passa börn
fimm daga vikunnar. En auðvitað er
þetta leiðinlegt ef þú mætir á stað-
inn og hugsar einungis um það hvað
þig langar að vera allt annars staðar.
Þú ert þarna með unglingum á svip-
uðum aldri og þú og ef þeir eru ekki
einmitt í þínum vinahópi þá er um
að gera að kynnast nýju fólki. Þetta
eru aðeins sex vikur og það er þín
ákvörðun hvort þú ætlar að hafa
gaman að þessu eða ekki. Þarna
eru flokkstjórar sem eru alltaf til
staðar fyrir þig ef þú þarft á að
halda. Mestur hluti vinnutímans
fer í rakstur, beða-, njóla- og gang-
stéttahreinsun. Ég sé ekki mikinn
sjarma við garðyrkju. Að reita upp
arfa er ekki draumur allra unglinga
en þarna ertu með vinum þínum um
sumar og þá er alltaf hægt að gera
gott úr hlutunum og hafa fjör. Þú
færð líka borgað fyrir
þetta. Launin mættu
nú alveg vera hærri en
við getum verið þakk-
lát fyrir að fá einhver
laun. Hjá mörgum er
þetta fyrsta reynsla
af launaðri vinnu og
þannig er þetta góð
byrjun. Auk þess sem
það er voðalega lítið af
öðrum atvinnutilboð-
um að hafa fyrir unga
krakka.
Ég myndi telja það frábær-
an kost að geta fengið vinnu úti á
sumrin þrátt fyrir að það sé ekki
alltaf sól og logn. Þá verður þú að
hugsa þannig að veðrið sé vinur
þinn og að það sé alltaf hægt að
hafa gaman hvort sem það er í rign-
ingu, roki eða sól og blíðu. Þar sem
veðrið á Íslandi getur breyst með
hverri mínútunni sem líður eiga
flestir góð föt sem henta við flest
veðurskilyrði.
Unglingavinnan er frábær byrj-
un á starfsferli. Einhversstaðar
verður þú að byrja að byggja upp
reynslu til að eiga möguleika á enn
betri störfum. Það er eins með þetta
og margt annað að jákvætt hugar-
far skiptir miklu máli.
Þegar uppi er staðið áttu ein-
hvern pening og eflaust búin(n) að
eignast marga góða vini. a
Fríða Kristín Jónsdóttir
Frá og með mánudeginum 18. maí nk. verður opnað fyrir pantanir á orlofshúsi félagsins nr. 9 á Illugastöðum
í Fnjóskadal. Leiga hefst föstudaginn 5. júní. Þeir sem ekki hafa fengið leigt í sumarhúsinu sl. 3 ár sitja fyrir
til mánudagsins 25. maí og er eingöngu hægt að panta leigu þessa fyrstu viku á skrifstofu félagsins.
Húsið er leigt viku í senn og ber að greiða vikuleiguna við pöntun á húsinu. Félagar eru hvattir til að nýta sér
félagavefinn sem er á heimasíðu félagsins, www.sjoey.is eftir 25. maí. Þar er hægt að panta, greiða og prenta
út samninginn sem gildir fyrir þá viku sem pöntuð er. Einnig er hægt að koma á skrifstofu félagsins og panta
og greiða þar fyrir vikuna.
Þá viljum við minna félagsmenn á orlofsíbúðir félagsins í Kópavogi. Þær eru til útleigu með venjubundnum
hætti allt árið og er eins með þær að hægt er að panta vikuleigu og greiða fyrir í gegn um félagavefinn. Lyklar
af þeim eru síða afhentir á skrifstofu félagsins.
Einnig minnum við félagsmenn á að útilegukortið og veiðikortið sem eru til sölu á skrifstofu félagsins á
sanngjörnu verði. Þá minnum við einnig á orlofsstyrkina.
Allar nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu félagsins að Skipagötu 14, og í síma 455-1050.
Auglýsing um orlofshús,
orlofsíbúðir, styrki og fl.