Akureyri - 16.07.2015, Side 4
4 5. árgangur 27. tölublað 16. júlí 2015
www.sagatravel.is
Framkvæmdastjóri
MEÐ STARFSAÐSTÖÐU Á AKUREYRI
Ferðaþjónustufyrirtækið Saga Travel leitar að framkvæmdastjóra.
Saga Travel er framsækið ferðaþjónustufyrirtæki þar sem áhersla er
lögð á fjölbreytta þjónustu og vöruþróun. Leitað er eftir einstaklingi
með mikla skipulags- og samskiptahæfileika og sérstök áhersla lögð á
sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Starfs- og ábyrgðarsvið
» Ábyrgð á daglegum rekstri
» Ábyrgð og eftirfylgni með rekstraráætlun
» Aðkoma að stefnumótun
» Mannauðsstjórnun
» Upplýsingag jöf til stjórnar
Menntunar- og hæfniskröfur
» Háskólapróf og / eða mikil
reynsla sem nýtist í starfi
» Reynsla af mannauðsstjórnun
» Reynsla af verkefnastýringu
» Leiðtogahæfni
» Geta til að leiða mál til lykta
» Sveig janleiki
» Geta til að vinna undir álagi
» Mjög gott vald á ritaðri enskri tungu
Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2015 og viðkomandi þarf að
geta hafið störf eigi síðar en 1. september 2015.
Óskað er eftir ítarlegri starfsferilskrá með umsókn.
Saga Travel hvetur jafnt konur og karla til að sækja um starfið.
Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með allar umsóknir
sem trúnaðarmál.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Sævar Freyr
í síma 825 8888 eða á netfanginu job@sagatravel.is.
www.sagatravel.is
Framkvæmdastjóri
MEÐ STARFSAÐSTÖÐU Á AKUREYRI
Ferðaþjónustufyrirtækið Saga Travel leitar að framkvæmdastjóra.
Saga Travel er framsækið ferðaþjónustufyrirtæki þar sem áhersla er
lögð á fjölbreytta þjónustu og vöruþróun. Leitað er eftir einstaklingi
með mikla skipulags- og samskiptahæfileika og sérstök áhersla lögð á
sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Starfs- og ábyrgðarsvið
» Ábyrgð á daglegum rekstri
» Ábyrgð og eftirfylgni með rekstraráætlun
» Aðkoma að stefnumótun
» Mannauðsstjórnun
» Upplýsingag jöf til stjórnar
Menntunar- og hæfniskröfur
» Háskólapróf og / eða mikil
reynsla sem nýtist í starfi
» Reynsla af mannauðsstjórnun
» Reynsla af verkefnastýringu
» Leiðtogahæfni
» Geta til að leiða mál til lykta
» Sveig janleiki
» Geta til að vinna undir álagi
» Mjög gott vald á ritaðri enskri tungu
Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2015 og viðkomandi þarf að
geta hafið störf eigi síðar en 1. september 2015.
Óskað er eftir ítarlegri starfsferilskrá eð umsókn.
Saga Travel hvetur jafnt konur og karla til að sækja um starfið.
Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með allar umsóknir
sem trúnaðarmál.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Sævar Freyr
í síma 825 8888 eða á netfanginu job@sagatravel.is.
Starfsemi Aflsins í upp-
námi vegna fjárskorts
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt
með öllum atkvæðum bæjarfull-
trúa bókun þar sem skorað er á fé-
lagsmálaráðherra að tryggja Aflinu,
samtökum gegn kynferðis- og heim-
ilisofbeldi, nægilegt fjármagn. Aflið
hefur starfað á Akureyri frá árinu
2002. Starfsemin hefur ávallt byggt
á ósérhlífni hugsjónafólks og er það
samdóma álit þeirra sem til þekkja
að þar hafi verið unnið ómetanlegt
starf í gegnum tíðina, eins og segir í
bókun bæjarstjórnar. Aflið hefur átt í
góðu samstarfi við þá aðila sem koma
að þjónustu við þolendur ofbeldis,
svo sem Akureyrarbæ, lögregluna
á Akureyri, slysa- og bráðamóttöku
SAk, geðdeild SAk, Kvennaathvarfið
í Reykjavík og Símey.
„Fyrir marga er það mjög stórt
skref að leita sér hjálpar. Það skipt-
ir því máli að aðgengið að þjónust-
unni sé gott, en Aflið hefur opinn
síma allan sólarhringinn, auk þess
að taka við beiðnum í tölvupóstum
og á samskiptamiðlum. Ráðgjafar
eru í viðbragðsstöðu og stökkva
til með litlum fyrirvara ef nauðsyn
krefur. Mikilvægt er að þolendur
geti unnið úr reynslu sinni í heima-
byggð óháð efnahag,“ segir í bókun
bæjarstjórnar.
Fjárframlög af hálfu hins opin-
bera hafa þó verið af mjög skornum
skammti. „Starfsemi Aflsins hefur
liðið fyrir fjárskort og allt of mikill
tími og orka hefur farið í fjáröflun
til að standa undir brýnustu ver-
kefnum. Aflið hefur því reglulega
sent út neyðarkall sem félagasam-
tök, einstaklingar og fyrirtæki víðs
vegar á Norðurlandi hafa svarað
með fjárframlögum. Þrátt fyrir að
framlög til Aflsins hafi aukist lítil-
lega á undanförnum árum er stað-
an sú að starfsemi samtakanna er í
uppnámi. Aflið hefur ekki efni á að
ráða starfsmann, þó ekki væri nema
í hálft starf. Öll umsýsla og fjáröflun
hvílir því á herðum sjálfboðaliða,“
segir í bókun bæjarstjórnar.
„Aflið gegnir gríðarlega mik-
ilvægu hlutverki á Akureyri og
á Norðurlandi öllu, ef ekki víðar.
Þótt það sé jákvætt að þjónusta
við þolendur sé efld með ráðningu
sálfræðings á SAk kemur það ekki
í stað þeirrar þjónustu sem Aflið
veitir. Rannsóknir hafa sýnt að
jafningjastuðningur við úrvinnslu
ofbeldisreynslu er afar mikilvægur
í bland við faglegan stuðning. Þar
gegna félagasamtök mjög mikil-
vægu hlutverki.
Fyrir hönd samfélagsins og
þolenda ofbeldis óskum við þess að
félagsmálaráðherra tryggi Aflinu
nauðsynlegt fjármagn til að standa
vörð um sambærilega þjónustu á
landsbyggðinni og veitt er á höfuð-
borgarsvæðinu.“
AÐEINS 4 MILLJÓNIR FRÁ RÍKINU
Eva Hrund Einarsdóttir, bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flutti
ræðu þegar málið var tekið fyrir
innan bæjarstjórnar og sagði þar
meðal annars: „Á síðasta ársfundi
Aflsins kom skýrt fram að ef ekki
fengist fjármagn til starfsins þá
myndi starfsemi þess með tímanum
leggjast niður. Ég segi bara eins og
maður segir við börnin, það er ekki
í boði. En það gefur að skilja að
starfsemi sem þessi getur ekki lifað
á hugsjóninni einni, aðilar geta ekki
verið sjálfboðavinnu sem þessari
svo árum skiptir. Fjárskortur hefur
grafið undan starfinu og á einhverj-
um tímapunkti þá gefst fólk upp.“
Árið 2014 fékk Aflið til rekstr-
ar aðeins 4 milljónir frá ríkinu.
„Hvernig getum við á landsbyggðinni
sætt okkur við það á meðan framlög
ríkisins til Stígamóta og Kvenna-
athvarfsins í Reykjavík eru á sama
tíma 130 milljónir þó ég vilji taka
fram að þau teljist ekki oftalin af
því?“ Spurði Eva Hrund í ræðu sinni.
Veruleg aukning hefur verið á
skjólstæðingum síðustu árin hjá
Aflinu og er það kannski að hluta
til vegna vitundarvakningar. En á
sama tíma hefur fjárframlag rík-
isins lítið sem ekkert aukist. Um
980 einkaviðtöl voru veitt í Aflinu
árið 2014. 980 viðtöl fyrir alls 189
einstaklinga en til samanburðar þá
voru á sama tíma tekin 2146 viðtöl
hjá Stígamótum.
„Miðað við það starf sem er verið
að sinna hjá Aflinu þá er nauðsyn-
legt að ríkið geri fastan samning
um fjárhagslegan stuðning til
nokkurra ára. Í það minnsta tryggi
að það sé aukið fjármagn til þess að
ráða í stöðu til þess að sjá um utan-
umhald rekstursins svo ráðgjafarn-
ir geti sinnt því sem þeir eru bestir
í. Það er mín skoðun að það yrði
miklu dýrara til lengri tíma litið
að leggja ekki fé í verkefnið,“ sagði
Eva Hrund. -BÞ
Hársbreidd frá dauða vegna sms
Árið 2011 hefur verið rakið að
næstum fjórða hvert umferðarslys
hafi orðið vegna þess að ökumaður
var að senda sms með snjallsíma.
Mikilli herferð hefur verið hrund-
ið af stað þar vestra vegna fjölda
banaslysa sem rekja má til snjall-
símanotkunar. Tölfræðin segir að
líkur á umferðarslysi
aukist 23-falt ef öku-
menn nota símann
sinn á akstri til að
senda sms eða skoða
efni í síma á meðan.
Lítið hefur farið
fyrir átaki um þessi
mál hér á landi en
Pétur Halldórsson,
fyrrum útvarpsmað-
ur hjá Ríkisútvarp-
inu og núverandi
starfsmaður Skóg-
ræktar ríkisins, tel-
ur að aðeins hafi
munað hársbreidd
að hann léti lífið í
umferðarslysi síðast-
liðinni mánudag. Kenna megi um
snjallsímanotkun ungs ökumanns.
Pétur var á leið upp göngu/hjóla-
stíg þegar bíll kom í loftköstum og
þurfti að láta sig vaða út í skóg til
að bjarga lífi sínu.
Pétur hefur skrifað um reynslu
sína á facebook. Hann var á
reiðhjóli sínu á leið upp
stíginn sem liggur með fram
Naustavegi á Akureyri, götunni sem
liggur fram hjá Skautahöllinni og
upp í Naustahverfi. „Þegar stutt er
eftir upp á brekkuna heyri ég mikla
skruðninga og sé hvar fólksbíll
tekur á loft og stefnir beint á mig.
Þarna gengur vegrið ofan í jörðina
og var eins og stökkbretti fyrir bíl-
inn sem sveif tíu metra, lenti þá
aftur á vegriðinu en fleytti svo kell-
ingar á brúninni inn-
an við vegriðið.
Ég hélt eitt augna-
blik að þetta væri
mitt síðasta og ákvað
að hjóla fram af
brekkubrúninni og
ofan í skóginn sem
þar er fyrir neðan.
Þar endastingst ég og
fæ hjólið í hausinn en
hjálmurinn bjargaði
mér. Um leið heyri ég
að bíllinn skellur nið-
ur og stöðvast,“ segir
Pétur.
„Ég brölti á fætur
og upp á stíginn aft-
ur. Þar er strax komin
kona sem hafði stöðvað bíl sinn og
stokkið á vettvang. Hún er farin að
rýna inn í bílinn sem þarna stóð á
réttum kili þversum á stígnum þar
sem ég hafði verið að hjóla. Bens-
ín lekur úr bílnum og hann er all-
ur mjög krambúleraður og greini-
lega ónýtur. Rúður eru brotnar og
hliðarrúðan farþegamegin fram
í maski þannig að við sjáum öku-
manninn, stúlku sem varla hefur
haft ökuprófið lengi. Við hlið henn-
ar í sætinu liggur snjallsíminn.“
Pétur segir að eftir að lögregla
og sjúkrabíll komu á vettvang hafi
ökumaður, ung kona, viðurkennt að
hafa verið í símanum. Svo hafi hún
brotnað saman.
„Ég segi lögreglu sögu mína.
Hjóla svo í áttina heim. Hjólið
virðist í lagi og ég sjálfur. Sjálfsagt
marinn einhvers staðar en ekkert
sem þarf að nefna. Hitti á leiðinni
dóttur mína og frænku hennar sem
er í heimsókn. ,,Horfði hún ekki á
myndbandið,’’ spyr hún sem tók
bílpróf fyrir einu ári. Ökunemum
er sýnt myndband um hættuna af
því að nota síma í akstri. Það virð-
ist ekki hafa hrifið á þessa ungu
stúlku sem þarna rétt slapp við að
kála tæplega fimmtugum hjólreiða-
manni,“ segir Pétur og tekur fram
í færslu sinni að þetta hafi verið í
annað skipti þennan sama daga
sem hann hafi orðið vitni að skað-
legri símanotkun ökumanns.
Samkvæmt upplýsingum frá
Lögreglunni á Akureyri stöðvar
hún iðurlega ökumenn vegna síma-
notkunar undir stýri. Sekt fyrir
slíkt brot er kr. 15.000 krónur. -BÞ
Hér sést bifreiðin, illa farin eða ónýt, en hún staðnæmdist þar sem Pétur Halldórsson lullaði upp brekku á hjólinu sínu og átti sér
einskis ills von. Mynd: PH
Pétur Halldórsson: Þurfti að
hugsa hratt og hendast fram
af stíg út í skóg þegar bíll kom
í loftköstum og hafnaði hárs-
breidd frá honum.