Akureyri - 16.07.2015, Blaðsíða 6

Akureyri - 16.07.2015, Blaðsíða 6
6 5. árgangur 27. tölublað 16. júlí 2015 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjarbúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjornthorlaksson@gmail.com eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR LOF fá þeir sem héldu utan um N1- mótið um á dögunum, skrifar kona sem sendi blaðinu bréf með þökkum fyrir „frábærar móttökur“ á Akureyri, þar sem hún var gestkomandi með fjölskyldu vegna íþróttaviðburða. „Það er meira en að segja það að láta allt ganga smurt fyrir sig – og einkum framan af þegar rigndi og var kalt. Skipuleggjendur fá 10 frá mér og mínum,“ skrifar konan... „Mig langar aðeins að deila upplifun minni af veitingahúsinu Bautanum og LASTA hann,“ segir í bréfi frá til blaðsins frá konu. „Lenti semsagt í því um daginn að ég var ekki sátt eftir að hafa fundið hár í eftirrétti á Bautanum. Eftir að hafa bent á þetta er sagt hratt við mig að ég fái nýjan nema hvað þær koma svona mínútu seinna með líklega sama eftirréttinn (vel bráðinn ísinn) nema bara öðruvísi skreyttan. Ekki var þetta nú skárra því að ísinn var svo gamall sem ég fékk. Þegar ég benti á þetta við þjónustufólkið þegar ég ætlaði að borga máltíðina þá varð þjónustukonan mjög dónaleg við mig og ásakaði mig um lygar. Ég þurfti að greiða fullt verð fyrir eftirréttinn! Alls ekki sátt með þetta, það kostar ekkert að vera kurteis,“ skrifar konan... „LAST fá starfsmenn Þjóðskrár Akureyr- ar og starfsmenn skrifstofu Sýslumanns á Akureyri fyrir að meina móður með þriggja ára gamalt barn um salernisaðstöðu fyrir barnið,“ segir í bréf til blaðsins frá konu. „Eftir að hafa verið send milli hæða var ég beðin að fara annað. Skýringarnar voru þær að ,,svona væri þetta bara” og að salernis- aðstaða væri inni við kaffiaðstöðu starfs- manna. Eru ekki lög í landinu sem segja að í opinberum stofnunum og verslunum eigi að vera salernisaðstaða fyrir almenn- ing?“ Spyr konan. Bætir svo við: LOF fá starfsmenn Kristjánsbakarís fyrir að hleypa þessari sömu móður hikstalaust á salerni með barnið áður en piss kom í brók!“ LOF fá Norðlendingar fyrir langlundar- geð og að taka því með stillingu þótt ekki stefni í að sumarið 2015 verði í hópi þeirra veðursælustu, segir karl á Eyrinni. Hann bendir á að þegar veðrið leiki ekki við borgarbúa „væli þeir og skæli“ í hverjum einasta sjónvarpsfréttatíma eins og karlinn orðar það... AKUREYRI VIKUBLAÐ 27. TÖLUBLAÐ, 5. ÁRGANGUR 2015 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND Getum við lært af Korsíkubúum? Á Korsíku er rekin umfangsmikil ferðaþjónusta en aðallega hluta ársins. Heimamenn líta á túrisma sem bögg og mein og hafa sjálfstæði sitt í huga, að fórna ekki eigin lífsgæðum í þágu þjónustu við ferðamenn. Íbúar á Korsíku njóta þess tíma best þegar fáir eða engir ferðamenn eru á ferli. Þeir líta á háönnina sem vertíð, fórnarkostnað þess að afla nægra tekna til að geta lifað sæmilegu lífi á ársgrunni. Fæstum þar í eynni dettur í hug að veðsetja eigin innviði með hagsmuni erlendra gesta í huga, sem e.t.v. hafa þann eina áhuga að koma til eyjunnar, taka myndir og hverfa svo aftur á brott. Ólíkt höfumst við að. Á Íslandi stefnir nú sumpart í að einkaaðilar hyggist leggja til að græða sem mest fá af ferðamönnum á sem skemmtum tíma. Allt er lagt undir nema ríkisféð sem þyrfti að leggja fram til að styrkja þá innviði sem þarf að styrkja og varða vernd náttúru og sómasamlega þjónustu og upplýsingagjöf, svo sem salernisaðstöðu, víða um land, merkta göngu- stíga sem verja landið, leiðbeina fólki, bæta umgengni. Varla er til sú sveitarstjórn þessa dagana sem ekki fær vikulega erindi inn á borð til sín um ný mannvirki sem eiga að þjóna ferðamönnum. Í Reykjavík hefur risið deila um hvort fornfræg hús eigi að víkja fyrir ferðamannabúðum, hótelum, fleiri veitingahúsum og öðru ámóta. Þá er ekki minnst á þá skerðingu sem stóraukinn ferðamannastraumur hefur í för með sér fyrir daglegt líf okkar íbúanna sem sitjum uppi með sjálf okkur og landið, getum ekkert flúið. Sumpart felast mikil verðmæti í fámenni á Íslandi, við erum eitt örfárra byggilegra landa í heiminum sem ekki er sligað af of miklum mannfjölda. Eða þannig var það fyrir ferðamannabombuna. Nú eru tímarnir að breytast. Við horfum ekki til þess að ferðamanna- straumur sé tímabundinn fórnarkostnaður á bak við lífsgæði sem duga allt árið – líkt og þeir á Korsíku gera – heldur virðist nú draumur margra að veðsetja mestallt landið erlendum gestum allt árið um kring. Íbúar til sjávar og sveita, sem áður vörðu friðsælum sumarkvöldum við garðyrkju og dund úti við, eru nú uppteknir við að svara spurningum vegfarenda sem teygja sig æ lengra inn í íbúðabyggðir á ferðum um landið. Hluti miðbæjarins í Reykjavík er þannig að varla sjást aðrir á ferli en erlendir ferðamenn. Þeir hafa verið meira en velkomnir hingað til en að einblína á fjölda þeirra og vilja helst tvöfalda hann frá ári til árs, mun koma niður á lífsgæðum okkar heimamannanna, þótt sumir fái silfur í vasann í staðinn. Ef til vill gætum við margt lært af íbúum Korsíku. Erum við til í að fórna kyrrðinni, auðlegðinni sem felst í að hafa allt ómanngerða plássið i kringum okkur, erum við til í að fórna því sem einmitt á mestan þátt í að laða fólk hingað til landsins? Björn Þorláksson Umbótum á bráðamóttöku að ljúka Loks sér fyrir endann á einu stærsta umbreytingarverkefni í húsnæði Sjúkrahússins á Akureyri en það er endurbygging bráðamóttökunnar sem lýkur nú í vikunni. Þetta kemur fram hjá Bjarna Jónassyni, forstjóra spítal- ans. „Markmiðið með breytingunum er að koma til móts við þá miklu fjölgun sem orðið hefur í komum á móttökuna auk þess að bæta vinnuaðstöðu, öryggi sjúklinga og starfsmanna,“ segir Bjarni. Fyrri hluta ársins voru komur um 8.100 en á sama tímabili árið 2010 voru þær um 6.300 sem er um 30% aukning á fimm árum. Endurbætt húsnæði gerir einnig kleift að koma á breyttu verklagi. „Móttaka sjúk- linga sem koma á bráðamóttöku og í myndgreiningu verður sameinuð og sjúklingar á bráðamóttöku fara allir í gegnum forgangsflokkun sem felst í því að meta sjúklinga á fljótan og kerfisbundinn hátt. Þannig er betur hægt að stjórna starfseminni og koma í veg fyrir langan biðtíma. Ennfremur er verið að skoða með hvaða hætti er best að bæta frekar þjónustu lækna við bráðamóttökuna. Eins og frekast hefur verið unnt var framkvæmdum hagað þannig að óþægindi væru í lág- marki. Þrátt fyrir það hefur allt þetta breytingarferli reynt á þolrifin. Með útsjónarsemi, jákvæðni og þrautsegju hefur þjónusta við sjúklinga gengið án mikillar röskunar. Það gerist ekki nema með frábæru starfsfólki,“ segir Bjarni. MFS: Hrun í gerviliðaaðgerðum Í pistli sem bjarni ritar á heimasíðu spítalans segir að starfsemistölur jan- úar til júní beri mikil merki verkfalla heilbrigðisstétta á tímabilinu. Almenn- um rannsóknum fækkaði um 17,4%, komum vegna áhættumeðgöngu fækk- aði um 24%. Skurðaðgerðir eru 11,3% færri en fyrstu sex mánuði í fyrra, þar af fækkaði bæklunaraðgerðum um 17,4% og gerviliðaaðgerðum um 46,6%. Þá fækkaði legudögum legudeilda um 5,2%, þrátt fyrir um 10% fjölgun legu- daga á lyflækningadeild. Í allt voru 1,5% fleiri sjúklingar á legudeildum. Komum á dagdeildir fækkaði lítillega eða um 1,0% og fæðingar eru 1% fleiri en á sama tímabili í fyrra. „Nú er sumarleyfistímabilið að ná hámarki. Það hefur eins og áður ver- ið mikið að gera og álag á deildum oft á tíðum mjög mikið og þá reynt á. Við höfum notið góðs af því góða fólki sem hefur komið inn í sumarafleysingar og unnið gott starf með góðum stuðn- ingi frá reyndari starfsmönnum,“ segir Bjarni. a Nýju landi lýst. Anton Freyr Birgisson leiðsögumaður ræðir við Harrison Schmitt, sem markaði nýjustu spor mannkyns á yfirborð tunglsins. Myndin er tekin í Holuhrauni en geimfarinn ræddi meðal annars mikilvægi íslandsdvalarinnar forðum þegar undirbúningur fyrir tunglferðir stóð sem hæst. Helga Kvam

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.