Akureyri - 16.07.2015, Qupperneq 10
10 5. árgangur 27. tölublað 16. júlí 2015
Má bjóða þér
ráðgjöf?
Landslagsarkitekt verður á
Akureyri 17. júlí. Pantaðu tíma
í síma 412 5204 og gerðu garðinn
þinn að sannkölluðum sælureit.
Úrval af vörum
sem gera garðinn
eins viðhaldsléttan
og kostur er.
Við erum við
Austursíðu 2
TERRA TORGSTEINN
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
15
33
43
BM Vallá · Austursíðu 2 · Akureyri · Sími: 412 5204 · sala@bmvalla.is · Opið mán.–fös. kl. 8–17
Ráðgjöf hjá landslagsarkitekt
sem mótar hugmyndir og
helstu útfærslur með þér.
Aðstoð við efnisval.
Tölvugerð vinnuteikning
með útfærslu, efnislista
o.fl. fylgir.
Hestaferđir
Við bjóðum upp á stuttar hestaferðir alla daga sem henta
knöpum á öllum aldri og með mismunandi reynslu.
Kaffi og kökur fylgja í lok hverrar ferðar.
www.polarhestar.is
Vinsamlegast bókið með fyrirvara: 89 6 1879
Pólar Hestar – Grýtubakki II – 601 Akureyri
Upplagt að líta við á Grenivík í leiðinni:
www.grenivik.is
Skoðaðu vefútgáfu
blaðsins á akureyri.net
Tveir vinir á hring-
ferð – gott mál!
Hálfrar aldar draumur tveggja
vina hefur orðið að veruleika en
þeir fara nú hringferð á traktorum
í kringum landið. Þeir kalla sig Vini
Ferguson og fara hringinn á tveim-
ur Massey Ferguson traktorum.
Annar þeirra var traktorinn sem
þeir unnu á í sveitinni fyrir fimm-
tíu árum síðan.
Þetta eru þeir Karl Friðriksson,
framkvæmdastjóri hjá Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands, og Grétar
Gústavsson, meistari í bifvélavirkj-
un og áhugamaður um búvélar og
fornbíla. Þeir voru saman í sveit á
bænum Valdarási frá fimm ára aldri
fram á unglingsár og unnu ýmis
sveitastörf. Draumurinn kviknaði
þegar þeir þeir byrjuðu að vinna
á traktornum, sem verður annar
fararskjótinn þeirra í ferðinni.
„Við vonum auðvitað að sem
flestir hvetji okkur áfram með því
að hringja í söfnunarsímanúmer-
ið eða leggja inn á bankareikning
Barnaheilla, því samtökin vinna að
mörgum þörfum verkefnum í þágu
allra barna á Íslandi,“ segir Grétar
en ferðin er farin gegn einelti og til
að styrkja Barnaheill. a
Frelsi fótgangandi aukið
Á síðasta fundi skipulagsnefnd-
ar Akureyrarbæjar var samþykkt
tillaga um að göngugötunni í mið-
bænum verði lokað fyrir bílaumferð
frá kl. 11–16 á föstudögum sem
og laugardögum til loka ágúst. Í
framhaldinu verða unnar verklags-
reglur um lokun götunnar í sam-
ráði við hagsmunaaðila á svæðinu.
Athygli er vakin á því að fötluðum
vegfarendum er heimilt að aka um
Brekkugötu og Ráðhústorg að bíla-
stæði fatlaðra við skrifstofu sýslu-
manns í norðanverðu Hafnarstræti.
Einnig hefur verið samþykkt
ósk frá Listasafninu á Akureyri um
að Grófargili (Listagili) verði lok-
að fyrir bílaumferð frá kl. 14–17 á
laugardögum þegar sýningar eru
opnaðar á vegum safnsins. Þeir
dagar sem um ræðir eru 25. júlí og
1., 15., 22. og 29. ágúst. a
Norðvesturland enn
sagt út undan
Sveitarstjórnarmenn í Skagafirði
hafa lýst óánægju með að Hofsós
hafi ekki hlotið náð sem „brothætt
byggð“ samkvæmt nýkynntu mati
Byggðastofnunar. Óháðir og VG í
Skagafirði hafa ályktað þar sem
segir að það séu vonbrigði að Hofs-
ós hafi ekki lent í flokknum. „Verður
þessi niðurstaða að teljast bæði mik-
il vonbrigði og alsendis óviðunandi.
Skýringin mun vera fjárskortur, en
fjármagn er jafnan á þrotum hjá
stjórnvöldum þegar NV er annars
vegar,“ segir í ályktun þeirra
Atvinnumálanefnd Skagafjarð-
ar samþykkti 12. maí 2014 tillögu
þáverandi formanns um að sækja
um þátttöku fyrir Hofsós í verk-
efninu „Brothættar byggðir“ Ef
byggð fyllir þann flokk hefur gjarn-
an fylgt sérstakur byggðakvóti
til að efla sjósókn. „Eðlilegt er að
Sveitarfélagið Skagafjörður krefji
stjórnvöld um frekari skýringar á
þessari niðurstöðu og tryggt verði
fjármagn á fjárlögum næsta árs til
að taka Hófsós inn í verkefnið.“
Grímsey er meðal nýrra byggða
sem Byggðastofnun flokkar sem
brothætta byggð en þar er mikill
vandi vegna skuldetningar útgerða
sem ógna byggð í eynni, eins og Ak-
ureyri vikublað sagi fyrst fjölmiðla
frá. -BÞ
Auðunn Níelsson.