Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.02.2007, Síða 6

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.02.2007, Síða 6
6 Vegna bilunar og viðgerða á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum, við Grímsstaði, er hámarkshraði þar lækkaður niður í 30 km/klst. og eru öku- menn beðnir að gæta mikillar varúðar þegar ekið er yfir. Sérstaklega er áríðandi að stjórnendur þungra ökutækja sýni fyllstu aðgát, aki hægt inn á brúna og bremsi ekki á brúnni. Einnig er mikilvægt að aðeins sé einn þungur bíll á brúnni í einu. Frestur til að skila inn umsóknum um fjárveitingu úr rann- sóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2007, rann út þann 5. febrúar síðastliðinn. Alls bárust 159 umsóknir og heildarupphæð umsókna var um 320 m.kr. Sjóðurinn hefur 117 m.kr. til ráðstöfunar árið 2007. Rannsóknaráð Vegagerðarinnar fjallar nú um umsókn- irnar og vonast er til að úthlutun verði lokið um mánaðar- mótin febrúar/mars næstkomandi. Velflestum verkefnum sem Vegagerðin styrkir lýkur með því að skrifaðar eru skýrslur og eru þær settar á vefsíðu Vegagerðarinnar (www.vegagerdin.is) öllum opnar til skoð- unar. Sjá „Upplýsingar og útgáfa / Rannsóknaskýrslur“. Hér á eftir er gerð örstutt grein fyrir efni tveggja þeirra skýrslna sem komu hafa út og eru dagsettar árið 2006. Svona kynningar verða framvegis birtar reglulega hér í blaðinu í ramma eins og þessum. Frá rannsóknasjóði Vegagerðarinnar Sjónræn áhrif í íslenskri vegagerð Í skýrslunni er fjallað um atriði sem hafa ber í huga við hönnun vega til þess að samspil vegar og umhverfis verði sem best. Niðurstöður verkefnisins gefa vísbendingar um að sjónræn aðlögun íslenskrar vegagerðar að landinu sé almennt góð, en það séu engu að síður vannýtt sóknarfæri á þessum vettvangi. Virkni vegriða við vetraraðstæður Í skýrslunni er gerð grein fyrir sambandi milli vegriða og skafrennings og fjallað um helstu vegriðsgerðir sem notaðar hafa verið á snjóasvæðum í öðrum löndum. Þá er fjallað um tilraun með Sicuro röravegrið hérlendis. Árangur hefur verið mjög góður og sýnt hefur verið fram á að þau standa hefðbundnum vegriðum mun framar þegar kemur að skafrenningi og snjómokstri á vegum. Jökulsá á Fjöllum

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.