Reykjanes - 17.12.2015, Blaðsíða 8
8 17. Desember 2015
Suðurnesjakonur heiðraðar
af Félagi íslenskra sérkennara
Á aðalfundi Félags íslenskra sérkennara, FÍS, þann 2. nóvember síðastliðinn hlaut
lestrargreiningarforritið LOGOS og
eigendur þess á Íslandi heiðursverð-
laun fyrir árið 2015.
Forsaga málsins er sú að fjórir
sérkennarar, þrír af Suðurnesjum,
þær: Bjarnfríður Jónsdóttir í Grinda-
vík, Guðbjörg Ingimundardóttir í
Reykjanesbæ, Gyða M Arnmunds-
dóttir í Reykjanesbæ og Guðlaug
Snorradóttir frá Kópavogi fóru á ráð-
stefnu í Stokkhólmi um sérkennslu-
mál. Þar var þetta nýja tölvutæka forrit
kynnt.
Þær stöllur urðu strax mjög áhuga-
samar um þetta tæki og höfðu í kjöl-
farið samband við höfundana sem
eru heimsþekktir rannsóknir sínar í
málvísindum. Framhaldið varð síðan
að farið var til Noregs og gengið frá
kaupum á prófinu fyrir íslenskan
markað. Við tók gríðarleg vinna í
þýðingum, yfirlestri, forprófunum
og staðfæringu fyrir íslenskan markað.
Árið 2008 var síðan fyrsta útgáfa
tilbúin til notkunar. Prófið fór í sölu
og var vel tekið í skólum landsins enda
fyrsta tölvutæka greiningarprófið fyrir
lesblindu og lestrarerfiðleika.
LOGOS prófið er greinandi próf
fyrir dyslexíu og aðra lestrarerfiðleika,
það segir til um hvar vandinn liggur,
gefur úrræði til að vinna með vand-
ann bæði fyrir kennara og foreldra.
Prófið er fyrir nemendur frá 3. bekk
grunnskóla og upp alla skólagönguna.
Einnig er hægt að greina fullorðna
einstaklinga með lestrarvanda.
Ákveðna þætti prófsins má nota
sem skimunarpróf fyrir heila árganga
og gefa þannig skólum og kennurum
upplýsingar og ráð um stöðu nem-
emda sinna í lestri og lesskilningi svo
hægt sé að bregðast strax við með
réttum úrræðum. Þetta hefur verið
gert í öllum skólum hér á Suðurnesjum
síðastliðin fjögur ár og er stór hluti af
Framtíðarsýn Reykjanesbæjar, Sand-
gerðis og Garðs í menntamálum.
Skólar hafa verið mjög ánægðir með
þessar upplýsingar og ráðgjöf sem
fylgir þessum skimunum og grein-
ingum. Þetta hjálpar kennurum við
markvissa vinnu þeirra með sína
nemendur.
Margir skólar víða um land hafa
tekið þetta vinnulag upp og nú í
þjóðarátaki um læsi er þetta hið besta
hjálpartæki við að ná árangri í læsi.
Þær stöllur erum afskaplega þakk-
látar þessarri viðurkenningu á starfi
þeirra í þágu greininga á lestrarvanda
barna og fullorðinna.
Þær erum stoltar af þessarri vinnu.
Þetta er frábært tæki sem nýtist sem
verkfæri í að ná betri árangri í öllu
skólakerfinu og þannig bæta einnig
lífsgæði margra.
Krakkar úr
Háaleitisskóla
skemmtu
Það var flottur hópur krakka úr Háaleitisskóla sem mættu á Nes-velli einn föstudaginn nýlega. Krakkarnir sungu nokkur skemmtileg lög sem eldri borgarar á staðnum höfðu gaman af.
Síldarveisla
í Reykjanes-
höllinni
Hópur fólks mætir í Reykjanes-höllina ám morgnana til að gnga nokkra hringi sér til
heilsubótar. Þrisvar í viku, mánudaga,
miðvikudaga og föstudaga kl 9: 30 eru
léttar leikfimiæfingar fyrir þá sem vilja.
Reyndar er nú komið jólafrí en leikfim-
inn hefst aftur fljótlega eftir áramót.
Einn morguninn í síðust viku var
slegið upp heljarinnar síldarveislu með
tilheyrandi, sem þeir sáu um Jónas
Frans og Brynjar Hansson.
Jónas útvegaði síldinam og kemur
hún frá Vestmannaeyjum. Það var Árni
Johnsen fv. alþingismaður sem kom
með hana. Jónas hefur svo nostrað við
að verka síldina leggja hana í lög og
setja alls konar góðgæti með, lauk, epli,
bláber, agúrkur o. fl.
Þessi uppákoma gerði mikla lukku
meðal eldri borgara.