Reykjanes - 17.12.2015, Blaðsíða 9

Reykjanes - 17.12.2015, Blaðsíða 9
17. Desember 2015 9 Gaman saman Það er skemmtilegur siður sem hefur verið um nokkurra ára skeið að krakkar frá Leik- sólanum Gimli mæta á Nesvelli til að skemmta eldri borgurum. Það var engin undanteknig í ár. Börnin mættu og sögðu okkur frá jóla- sveinunum og fleiru. Boðið var uppá heitt súkkulaði með rjóma ásamt til- heyrandi meðlæti. Aðventukaffi hjá Ása og Siggu Þau klikka ekki á því hjónin Ás-mundur Friðriksson og Sigríður Magnúsdóttir að bjóða eldri borgurum í Garði ásamt nokkrum öðrum í Aðventukaffi á heimili sínu. Þennan sið hafa þau haft allt frá árinu 2009 er þau flutti í Garðinn. Að venju var vel mætt og allir hæst ánægðir með glæsilegar veitingar. Barnabörnin Arnar Ási Guðmunds- son lék á flautu og Andri Páll Guð- mundsson söng nokkur lög. Ásmundur sagði frá nýútkominni bók sinn um Hrekkjalóma og féllu sögurnar í góðan jarðveg. .

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.