Reykjanes - 17.12.2015, Side 2

Reykjanes - 17.12.2015, Side 2
2 17. Desember 2015 Séra Eva Björk Valdimarsdóttir Keflavíkurkirkju: Jólahugleiðing um Pálma og Jóhönnu Barnshönd snýr við plötu á plötu-spilara. Dýrin í hálsaskógi eru á fóninum og þó svo ég viti vel framhaldið, ég hef heyrt dýrin finna bangsa litla ótal sinnum, þá er samt þessi spenna í maganum við það að sagan stöðvist í smá stund og haldi svo áfram þegar nálin er komin á réttan stað. Ég sest aftur á brúna ríateppið á stofugólfinu hjá ömmu og afa og hlusta á seinni helminginn á plötunni. Ég er um það bil 5 ára og amma er að passa mig, hún vann nefnilega bara fyrir hádegi hún amma á fristihúsinu og passaði mig eftir hádegi. Það má segja að plötuspilarinn þeirra hjóna hafi líka passað mig því amma lagði sig oftast eftir matinn og ég hlustaði á plötu á meðan. Ég held að þau hafi átt þrjár barnaplötur Dýrin í Háslaskógi, Kar- dimommubæjinn og jólaplötu þar sem Ómar Ragnarsson fer á jólaball. Úti er snjókoma og aðventuljósið komin út í glugga. Aðventuljós sem núna er í eld- húsglugganum hjá mér. Amma ætlar að leggja sig aðeins en eftir það förum við að baka. Það var svo notalegt að baka með ömmu, ég fékk að mæla alls kyns hráefni sem fóru beint í hrærivélaskál kichen aid hrærivélarinna sem átti sinn eigin skáp í eldhúsinnréttingunni með hillu í sem hægt var að toga upp og út. Þetta fannst barninu vera mikil tækni. Enn þann dag í dag hugsa ég til ömmu þegar ég baka, ég man ekki vel eftir þessum stundum okkar fyrir utan hrærivélina en það er eins og þær séu stimplaðar einhverstaðar á undirmeð- vitundina og bakstur er ennþá eins og kyrrðarstund eða hugleiðsla fyrir mig. Þegar ég var orðin unglingur héld ég áfram að njóta kyrrðarinnar og notalegheitanna hjá ömmu og afa. Þau voru ekkert að flýta sér og það sem við gáfum hvoru öðru var tími. Þegar ég var í menntaskóla var stutt til þeirra og gott að heimsækja þau, fá sér kaffisopa og spjalla. Ég sagði ömmu gjarnan hvað ég var að bauka í skóla og félagslífi og hún mér. Ég sagði henni frá krökkunum sem ég umgekkst og hún var fljót að rekja ættir þeirra og segja mér hvernig við værum skild. Hún sýndi mér það sem hún var að gera en hún var oftast að skapa eitthvað, hún málaði postullín og föndraði hitt og þetta. Þegar ég ferðast í huganum í eldhúsið þeirra þá eru snúðar á borðinu og kaffibollarnir sem amma málaði. Við amma erum að tala um stráka og afi er að bauka eitthvað inní bílskúr. Hann kemur svo inn í eldhús og sýnir mér stein sem hann var að slípa og vill gefa mér eða jólaseríu sem hann var að gera við. Afi og amma áttu líka fallegasta jólaskraut í heimi og það var líka alltaf eins. Fyrir mér var það æva gamallt, líklega bara úr fjárhúsinu forðum, en það átti allavega engin eins skraut og þau. Afi minn var nefnilega rafvirki og mjög nýtinn maður, ef eitthvað bilaði þá var það lagað. Serían á jólatréinu var eins og þið getið séð á Árbæjarsafninu núna, þessi með marglita vatninu og loftbólunum. Þau voru heldur ekki að hlaupa út í búð og kaupa nýtt ef eitthvað bil- aði, hlutirnir höfðu jú vissulega betri endingu hér áður fyrr en þetta er líka spurning um með hvaða viðhorfi við umgöngumst hlutina. Fólk af þeirra kynslóð þekkti einnota eða það ekki að kaupa bara til þess að kaupa. Þó svo að gjafir séu það sem öll börn þrá um jólin þá er það ekki eina sem þau þurfa. Var það ekki spámaður- inn Mick Jagger sem sagði, „You can’t always get what you want. But if you try sometimes well you might find, You get what you need“. Það sem þau þurfa er tími, tími með foreldrum ömmum og öfum eða frænkum og frændum. Tími með fólki sem er ekki alltaf á hlaupum og er ekki alltaf með jæja og drífa sig á vörunum. Ég held reyndar að þið vitið þetta því það er endalaust verið að hamra á þessum skilaboðum. Ég held reyndar að gæðastundir og samverudagatal fyrir börn séu nýju 18 sortirnar. Við erum búin að komast að því að við þurfum ekki að baka 18 sortir fyrir jólin og við þurfum heldur ekki að þrífa allt hátt og lágt í svartasta skammdeg- inu þegar við sjáum hvort sem er ekki nógu vel til þess. En nýjasta pressan fyrir jólin eru allar dásamlegu gæða- stundirnar sem myndast nógu vel svo hægt sé að birta þær á facebook. Ég er ekki að tala um þær. Ég er að tala um að staldra við og gefa börnunum tíma og fyrirhöfn. Því það er þessi fyrirhöfn og dýr- mætu tengsl sem gera okkur að manneskjum. Þess vegna er svo mikill ábyrgðarhlutur að vera foreldri og upp- alandi. Ég veit að þið hafi heyrt þetta áður, en elskurnar, hægið á ykkur. Jólin eru ekki kapphlaup um gæði. Njótum samvista við hvert annað og kennum börnum hver hin raunverulega verð- mæti eru. Þá erum við tilbúin til þess að með- taka dýrmætan boðskap jólanna um að allar manneskjur eru merkilegar, það merkilegar að Guð ákvað að gerast maður og koma til okkar sem lítið barn. Amma og afi eru ein af þeim mann- eskjum sem gáfu mér þetta. Megi Guð gefa ykkur gleði og frið á aðventunni og gleðileg Jól. REYKJANES 18. TBL.  5. ÁRGANGUR 2015 ÚTGEFANDI: Pressan ehf. Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík. Björn Ingi Hrafnsson, netfang: bjorningi@pressan. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta.ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Landsprent. Upplag: 10.000 eintök. Dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa PDF: www. fotspor.is REYKJANES ER DREIFT Í 10.000 EINTÖKUM ÓKEYPIS Í ALLAR ÍBÚÐIR Á REYKJANESI. Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk- ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Píratar hafa síðustu mánuðina verið á mikilli siglingu.Það er mjög merki-legt að þeir virðast hafa náð svo sterkri stöðu að þriðjungur kjósenda myndi styðja þá í kosningum ef kosið væri núna.Þessi staða er með ólíkindum eða hvað? Veit einhver hvaða stefnu Píratar hafa í stóru málunum? Er það eitthvað í þeirra stefnu sem sýnir að þeir myndu ráða við stjórn landsins? Veit einhver hver þeirra stefna er í efnahagsmálum? Held að hann sé vand- fundinn sem gæti skýrt það út. Í kvótamálum hafa þeir boðað að bjóða eigi aflaheimildir upp á markaði. Halda þeir að með því muni minni útgerðar eiga mikla möguleika. Það liggur í augum uppi að þeir stóru sem hafa fjármagnið kaupa upp allan kvótann og allt færist á mun færri hendur en nú er. Er það þetta sem kjósendur eru að styðja hjá Pírötum? Hvað vilja þeir í utanríkismálum? Vilja Píratar opna landið svo öllum sé frjálst að koma hingað án nokkurs eftirlits? Svona væri hægt að telja upp áfram. Merkilegt að flokkur skuli ná þriðjungs fylgis án þess að hafa stefnu.Internetið,sem er þeirra helsta baráttumál leysir varla öll vandamál landsins. Hvað sagði Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Í samþykktum Landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem fram fór nýlega segir m.a. “Lækka Þarf tryggingagjaldið”. Nú hefur það verið gefið út af formanni flokksins að það standa alls ekki til að lækka það á næsta ári. Eins og allir vita var samið um miklar launahækkanir. Atvinnurekendur gerðu það í ljósi þeirra loforða að tryggingajldið myndi lækka. Atvinnurekendur hafa tekið á sig miklar launahækkanir og hátt tryggingagjald kemur sérstaklega illa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.Það hlýtur þvðí að vera eðlileg krafa að þetta gjald lækki. Launþegahreyfingin styður þessa kröfu. Það gengur ekki að kalla fleiri hundruð trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins til Landsfundar,ef það á svo ekkert að fara eftir samþykktum og ályktunum fundarins. Kjaradómur ákveði greiðslur til eldri borgara Dæmin hafa svo sannarlega leitt það í ljós að það gengur ekki lengur að Alþingi ákvarði greiðslur til eldri borgara.Vinstri stjórnin skar niður kjör eldri borgara í síðustu ríkisstjórn. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki skilning á kjörum margra eldri borgara. Það hlýtur að vera réttlætismál að eldri borgarar landsins fá sömu leiðréttingar og afturvirkni og aðrir þegnar landsins. Það hlýtur því að vera krafa að kjararáð eða kjaradómur taki ákvarðanir um breytingar á kjörum aldraðra. Það verður að taka þennan pakka frá stjórn- málamönnum. Það getur ekki gengið að stjórnmálamennirnir á þingi séu að taka þessar ákvarðanir. Sigurður Jónsson, ritstjóri Leiðari Stuðningur við hvað? Reykjanes kemur næst út fimmtudaginn 14. janúarNÆSTA BLAÐ Lítil hjartnæm jólasaga Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum. Maður nokkur refsaði lítilli dóttur sinni fyrir að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og því reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð. Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á aðfangadagskvöld og sagði: „Þetta er handa þér pabbi‘‘. Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnar og sagði: veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni? ‘‘ Litla stúlkan leit til pabba síns með tárin í augunum og sagði: „Ó pabbi boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi. ‘‘ Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrir gefa sér. Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans, hafi hún fundið gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið. Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skil- yrðislausri ást og kossum. Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf. Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum. Og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum. Höfundur: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.