Reykjanes - 17.12.2015, Blaðsíða 14

Reykjanes - 17.12.2015, Blaðsíða 14
23Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011 Öflugir High Tech rafgeymar fyrir jeppa. Er bíllinn tilbúinn fyrir ferðalagið? MANITOU MLT 625- 75 H Nett fjölnotatæki Lyftigeta: 2.500 kg Lyftihæð: 5.900 mm 4-hjóladrifinn 4-hjólastýrður 75 hö, Kubota, Hlaðinn aukabúnaði td., loftkælt ökumannshús, skófla, gafflar, útvarp. STAÐGREIÐSLUVERÐ KR. 8.200.000 + VSK 2x10 Þór Á landsmóti hestamanna á Vindheimamelum síðastliðin laugardag afhenti Hrossarækt.is styrk til Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna, (SKB). Styrkurinn er afrakstur söfnunar á vegum Hrossaræktar.is þar sem boðnir voru upp folatollar á Stóðhestaveislu í Ölfushöll sl.vetur og happdrættismiðar seldir í kjöl- farið. Hrossaræktendur tóku málefninu mjög vel og rúmlega 50 stóðhests- eigendur gáfu folatolla sem nýttir voru í uppboðið og happdrættið. Hestamenn tóku málefninu ekki síður vel og útkoman var veglegur styrkur upp á kr. 2.015.000 sem afhentur var á stærstu hátíð hesta- manna á Íslandi í dag. Hrossarækt.is er fyrirtæki sem á og rekur stóðhestavefinn stodhestar. com. Að auki stendur Hrossarækt. is fyrir stóðhestasýningum norð- an og sunnan heiða og gefur út Stóðhestabók. Í vetur kviknaði sú hugmynd hjá aðstandendum vefs- ins að standa fyrir söfnun til handa góðu málefni og leita þar liðsinnis hrossaræktenda í landinu. Fyrir val- inu varð að styrkja Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna sem hefur um árabil stutt krabbameinsjúk börn og fjölskyldur þeirra. Viðstaddir afhendinguna voru m.a. Hinrik Bragason frá Hestvit ásamt stóðhestinum Héðni frá Feti og Helgi Eggertsson með Stála frá Kjarri, en þeir voru meðal þeirra sem lögðu sitt til fjáröflunarinnar. Við styrknum tók fjölskylda hestafólks sem þekkir vel til starfs félagsins en eldri sonur þeirra var skjólstæðingu félagsins á sínum tíma en hefur nú náð fullum bata. Þau Rannveig Árnadóttir, Brynjar Jón Stefánsson og Brynjar Jón yngri tóku við styrknum fyrir hönd Styrktarfélagsins, en fyrir hönd Hrossaræktar.is afhenti ung hestakona Nadía Sif Gunnarsdóttir styrkinn. Hulda G. Geirsdóttir, fjölmiðla- fulltrúi Hrossaræktar.is sagði það mikla ánægju að geta styrkt þetta góða málefni og vildi þakka þeim fjölmörgu hrossaræktendum sem gáfu folatolla til söfnunarinnar sem og hestamönnum sem voru duglegir að styrkja málefnið. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fékk styrk frá Hrossarækt.is Frá afhendingu styrksins. Frá vinstri, Brynjar Jón Stefánsson, Rannveig Árnadóttir, Hinrik Bragason með Héðinn frá Feti, Hulda G. Geirsdóttir, Guðmundur Björgvinsson, Magnús Benediktsson, Björn Kristjánsson og Snorri Kristjánsson frá Hrossarækt.is og Helgi Eggertsson með Stála frá Kjarri. Fyrir framan standa Brynjar Jón yngri og Nadía Sif Gunnarsdóttir með ávísunina á milli sín. Mynd / Gígja Einars STAÐGREIÐSLUVERÐ KR. 8.200.000 + VSK th!! Útvegum varahluti í flestar gerðir véla og tækja – á góðu verði!! 14 17. Desember 2015 Kaffihúsið Garðskálinn Kaffihúsið Garðskálinn hefur nú opnað á neðri hæð Gerðarsafns. Í Garðskálanum er boðið upp á hágæða súpu með nýbökuðu súrdeigsbrauði og smurt brauð með hátíðarívafi í hádeginu. Þar fást nýbakaðar kökur og kaffi auk jólakræsinga sem eru tilvalnar til gjafa. Hjónin Ægir Friðriksson og Íris Ágústsdóttir standa að rekstri Garð- skálans. Íris er innanhúshönnuður sem hefur sett svip sinn staðinn og Ægir margverðlaunaður matreiðslu- meistari sem hefur meðal annars verið yfirkokkur á Kaffi Flóru og Hótel Reykjavík Natura. Garðskálinn er opin alla daga nema mánudaga kl. 11: 30-17: 00. Vilja breyta reglum Ráðherrar vinnumála á Norður-löndum hafa lagt sameiginlega yfirlýsingu fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þar sem segir að ákaflega mikilvægt sé að breyta reglum um atvinnuleysisbætur þannig að þær endurspegli mun á launa- og lífskjörum í mismunandi ESB/EES-löndum. „Nauðsynlegt er að almenningur í löndum okkar upplifi að reglur ESB séu sann- gjarnar og réttlátar og grafi ekki undan velferðarkerfum Norð- urlanda, „segir Jørn Neergaard Larsen, vinnumálaráðherra Dan- merkur. Fjárhagsáæltun Sand- gerðisbæjar 2016-2019 Áhersla á fjölskylduvænt samfélag, góða þjónustu og ábyrgan rekstur Á fundi bæjarstjórnar Sand-gerðisbæjar sem haldinn var 2. desember var afgreidd fjár- hagsáætlun til næstu fjögurra ára. Við afgreiðslu áæltunarinnar var eftirfar- andi bókað: „Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar fyrir tímabilið 2016-2019 er unnin með hliðsjón af 10 ára langtímaáælun 2012 til 2022. Fjárhagsáætlunin stenst ákvæði sveitarstjórnarlaga um rekstr- arjöfnuð og skuldaviðmið en áætlað er að þessi viðmið náist á árinu 2019. Eins og undanfarin ár hefur ríkt góð samstaða innan bæjarstjórnar við vinnslu fjárhagsáætlunar og þau markmið sem sett hafa verið. Áætl- unin ber þess merki að mikil áhersla er lögð á að stuðla að fjölskylduvænu samfélagi, má í því sambandi nefna að í fyrsta sinn munu námsgögn verða foreldrum nemenda grunnskólans að kostnaðarlausu, áfram verður veittur hvatastyrkur að fjárhæð 30 þúsund kr. á barn á á aldrinum 4 til 18 ára aldurs til íþrótta- og frístundastarfs, þá verður að nýju tekin upp kennsla á móðurmáli barna af erlendum uppruna. Niður- greiðsla til dagforeldra hækkar í 40 þúsund kr. á mánuði miðað við fulla vistun. Gert er ráð fyrir að rekstrartekjur Sandgerðisbæjar á árinu 2016 nemi 1.763 mkr. en rekstrarútgjöld nemi 1.622 mkr. án fjármagnsliða. Með fjármagnsliðum er rekstrarniðurstaðan neikvæð um tæpar 75 mkr. Stærsti útgjaldaliðurinn í rekstri Sandgerðisbæjar er fræðslu- og uppeld- ismál en í þann málaflokk fer um 48% af tekjum sveitarfélagsins, næst á eftir eru æskulýðs- og íþróttamál með 12% útgjaldanna og 9% til félagsþjónustu. Gert er ráð fyrir að varið verði 54 mkr. í fjárfestingar og framkvæmdir og tæpum 50 mkr. til viðhaldsfram- kvæmda. Gjaldskrár taka breytingum í takt við vísitölu neysluverðs og launa og hækka að jafnaði um 4,5%. Verðbólga og breytingar á kjara- samningum eru óvissuþættir sem geta haft áhrif á fjárhagsáætlunina en útgjöld vegna launa eru 44% af heildar- tekjum. Lögð er rík áhersla á gegnsæi og að- hald í rekstri bæjarfélagsins og áfram munu langtímamarkmið um bættan rekstur og lækkun skulda höfð að leiðarljósi. Bæjarstjórn þakkar bæjarstjóra sem og öðrum starfsmönnum Sandgerðis- bæjar góða vinnu við gerð fjárhagsá- ætlunar 2016-2019. Styrkur Sandgerðisbæjar felst í þeim mannauð sem starfar hjá bæjarfélaginu Allir fái framfærslu Þingflokkur Pírata hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem félags- og húsnæðismálaráðherra er falið að þróa tillögu að kerfi utan um skilyrðislausa grunnframfærslu eða svokölluð borgaralaun. Verðlaunahafar Hvatn- ingarverðlaun ÖBÍ 2015 Þann 3. desember s.l. á alþjóða-degi fatlaðra, veitti Öryrkja-bandalag Íslands Hvatningar- verðlaun sín í níunda sinn að þessu sinni hlutu eftirtaldir verðlaunin: Í flokki einstaklinga: • Brynjar Karl Birgisson, fyrir Lego- -verkefnið „Titanic“ og söguna „Minn einhverfi stórhugur“. Í flokki fyrirtækja/stofnana: • Sjónarhóll, fyrir ráðgjöf og dyggan stuðning við réttindabaráttu foreldra barna með sérþarfir. Í flokki umfjöllunar/kynningar: • Snædís Rán Hjartardóttir, fyrir bar- áttu sína við stjórnvöld vegna synj- unar á túlkaþjónustu. Verndari verðlaunanna er Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Hönnuður verðlauna er Þórunn Árna- dóttir, vöruhönnuður. Smá ítarefni: Brynjar Karl hóf Titanic verkefnið þegar hann var 10 ára gamall og tók það 11 mánuði. Skipið er gert úr 56.000 Lego kubbum. Í kjölfarið samdi hann söguna „Minn einhverfi stórhugur“. Hagnaður af sölu bókarinnar hefur farið í ver- kefnið „Mín einhverfa saga“ sem er vinnustofa fyrir börn á einhverfurófi. Heimasíða hans, http: //www. brynjar- karl.com/#!media/mainPage Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir. Ráðgjöf á vegum Sjónarhóls er veitt endurgjalds- laust á landsvísu. Ráðgjafar Sjónarhóls eru til stuðnings foreldrum í baráttu fyrir bættri þjónustu við börnin. http: //www. serstokborn.is/ Snædís Rán sýndi mikinn kjark þegar hún fór í dómsmál vegna skorts á túlka- þjónustu. Hún vann það mál fyrir hér- aðsdómi. Snædís Rán hefur verið mikið í fjölmiðlum vegna baráttu sinnar fyrir réttindum fatlaðs fólks. https: //is-is. facebook. com/people/Sn%C3%A- 6d%C3%ADs-R%C3%A1n-Hjart- ard%C3%B3ttir/100000369849129

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.