Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 18.04.2011, Blaðsíða 4

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 18.04.2011, Blaðsíða 4
4 Norðausturvegur (85) Bunguflói - Vopnafjörður Verklok 2012 Dettifossvegur (862) Hringvegur - Dettifoss Verklok 2011 Suðurstrandarvegur (427) Ísólfsskáli - Krýsuvíkurvegur Verklok 2012 Bræðratunguvegur (359) Flúðir - Tungufljót Verklok 2011 Hringvegur (1) Litla Sandfell - Haugaá Verklok 2011 Framkvæmdir 2011 sem nú í gangi og væntanleg útboð Bundið slitlag Þjóðvegir með malarslitlagi Framkvæmdir, fyrirhugað Framkvæmdir í gangi13.0 4. 20 11 V A I Hringvegur (1), tvöföldun Fossvellir - Draugahlíðar Verklok 2011 Hringvegur (1), tvöföldun Hafravatnsvegur - Þingvallavegur Verklok 2011 Reykjanesbraut (41), undirgöng við Grænás Suðurstrandarvegur (427) Krýsuvíkurvegur - Þorlákshafnarvegur Verklok 2011 Laugarvatnsvegur (37) Skillandsá - Hólabrekka breikkun og styrking Verklok 2011 Biskupstungnabraut (35) Reykjavegur - Bræðratunguvegur breikkun og styrking Verklok 2011 Hringvegur (1) Hnausakvísl - Stóra-Giljá breikkun og styrking Verklok 2011 Múlavegur í Fljótsdal (934) Langhús - Glúmsstaðir II Verklok 2011 Hringvegur (1), um Borgarfjarðarbrú vegrið Snæfellsnesvegur (54), um Haffjarðará Vestfjarðavegur (60), um Skálanes Strandavegur (643), Djúpvegur - Drangsnesvegur Hringvegur (1) um Ystu-Rjúkandi Verklok 2011 Ólafsfjarðarvegur (82) snjóflóðavarnir við Sauðanes Vestfjarðavegur (60), Kjálkafjörður - Eiði Vestfjarðavegur (60), í Saurbæ styrkingar og endurbætur Hringvegur (1), ofan Fornahvamms styrkingar og endurbætur Hringvegur (1), um Blönduhlíð styrkingar og endurbætur Hringvegur (1), í Hörgárdal styrkingar og endurbætur Hringvegur (1), austan Ljósavatns styrkingar og endurbætur Reykjanesbraut (41), undirgöng við Straumsvík Höfuðborgarsvæði verkefni til að bæta umferðarflæði og umferðaröryggi Dyrhólavegur (218) bundið slitlag á umferðarminni vegi Skeiðháholtsvegur (321) Blesastaðavegur (3275) „bundið slitlag á umferðarminni vegi“ Krýsuvíkurvegur (42) bundið slitlag 8 km unnið í áföngum 2011-2013 Uxahryggjarvegur (52) „bundið slitlag á umferðarminni vegi“ Grjótagjárvegur (860) „bundið slitlag á umferðarminni vegi“ Upphéraðsvegur (931) „bundið slitlag á umferðarminni vegi“ Ríkisstjórnin hefur lagt til 350 m.kr. sem sérstaklega eru ætlaðar til framkvæmda á Vestfjörðum á þessu ári. Nú er verið að skoða hvernig hægt er að nýta þetta fjármagn með sem bestum hætti. Vestfjarðavegur (60), Breiðadals- og Botnsheiðargöng, endurbætur á rafbúnaði Reykjabraut (724) „bundið slitlag á umferðarminni vegi“ Dagverðareyrarvegur (816) „bundið slitlag á umferðarminni vegi“ Finnastaðavegur (824) „bundið slitlag á umferðarminni vegi“ Mjóafjarðarvegur (953) „bundið slitlag á umferðarminni vegi“ Nokkur verk eru merkt hér með „bundið slitlag á umferðarminni vegi“. Þau eru unnin fyrir fjárveitingu í vegáætlun sem ætluð er til styrkingar og lagningar bundins slitlags á umferðarlitla tengivegi. Fyrir liggja verklagsreglur um hvernig staðið verður að því að leggja bundið slitlag á þessa vegi. Þeir eru oft með takmarkað burðarþol, lega þeirra í hæð og plani er ekki fullnægjandi og svo mætti áfram telja. Ætlunin er að taka mið af vegum þar sem umferð er minni en 150 bílar á dag (ÁDU). Styrking vegarins og burðarþol mun taka mið af algengri umferð um veginn (mjólkurbílar og áburðarflutningar) og þar sem gefa þarf afslátt frá ströngustu gildum veghönnunarreglna, eins og í beygjum og blindhæðum, verður gripið til viðeigandi mótvægisaðgerða. Beygjur verða merktar með leiðbeinandi hraða og með stefnuörvum. Blindhæðir verða málaðar með heildreginni línu. Þær verða merktar með viðeigandi umferðar- merki og leiðbeinandi hraða og þeim jafnvel skipt í einstaka tilvikum. Til greina kemur að lækka hámarkshraða ef hönnunarhraði á öllum veginum er almennt lágur eða ef um stuttan veg er að ræða. Reynt verður að fylgja veghönnunar- reglum vegna öryggissvæða utan vegar eftir megni. Breidd þessara vega verði skýr, annað hvort einbreiðir (4 m) eða tvíbreiðir, a.m.k. 6 m. Ekki á að leika vafi á hvort vegurinn er ein- eða tvíbreiður. Með þessum aðgerðurm telur Vegagerðin að flýta megi lagningu bundins slitlags á umferðarlitla tengivegi án þess að gengið verði á öryggi þeirra. Þvert á móti telur Vegagerðin að auka megi öryggið með aðgerðunum. Fjárveiting í vegáætlun miðar við að hægt sé að styrkja og leggja bundið slitlag á 20-30 km á ári.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.