Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 18.04.2011, Blaðsíða 6

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 18.04.2011, Blaðsíða 6
6 Frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar Árlega veitir Vegagerðin styrk til rannsóknaverkefna. Styrkirnir eru fjármagnaðir af svonefndu tilraunafé, sem er nú 1,5% af mörkuðum tekjum stofnunarinnar. Velflestum verkefnum lýkur með því að skrifaðar eru skýrslur og eru þær settar á heimasíðu Vegagerðarinnar öllum opnar til skoðunar. Hér á eftir er gerð örstutt grein fyrir efni nokkurra af þeim skýrslum sem komið hafa út, en nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar (www.vegagerdin. is), undir „Upplýsingar og útgáfa / Rannsóknaskýrslur“. Samanburður á einásabrotstyrk og punktálagsstyrk borkjarna frá vegganga- og virkjunarsvæðum september 2009 Rannsóknin var gerð til að finna fylgnistuðul milli einásabrotstyrks og punktálagsstyrks fyrir mismunandi berggerðir. Niðurstöður benda til, þó frávik mælinga sé mikið, að fylgni milli þessara þátta sé háð berggerð og styrk bergsins. Sett er fram líking fyrir sambandið. Alvarleg umferðarslys á höfðuborgarsvæðinu september 2009 Rannsóknanefnd umferðarslysa greindi um 70 umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu árið 2008. Af þessum 70 slysum voru 25 árekstrar bifreiða og sjö af hverjum tíu þeirra voru á gatnamótum. Algengasta orsök var talin að ökumenn sýndu ekki nægilega aðgát við akstur. Alls hlutu 18 gangandi vegfarendur meiðsli í slysum á höfðuborgarsvæðinu árið 2008. Flestir hinna slösuðu voru 55 ára eða eldri. Helming slysanna mátti rekja til aðgæsluleysis ökumanna og helming til að gangandi vegfarendur gengu inn á akbraut fyrir bíl. Fjórtán alvarleg bifhjólaslys urðu og í átta af þeim missti ökumaður stjórn á hjólinu og féll í götuna. Í skýrslunni koma fram tillögur til úrbóta. Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu mikil meiðsl og banaslys (2008) Tunneling inacidic, altered and sedimentary rock in Iceland – Búðarhálsvirkjun september 2009 Jarðfræði Íslands er sérstök borið saman við jarðfræði heims ins. Aðstæður til jarðgangagerðar á Íslandi eru oft erfið ar, sérstaklega þegar göng innihalda fjölbreytt jarð­ lög í stafni, grunnvatn, sprungur og innskot. Markmið verkefnisins var að kanna aðstæður til jarðgangagerðar í súru­, ummynduðu­ og setbergi. Með aðstoð reiknilíkans var styrkingaþörf ganganna í Búðarhálsi skoðuð, en þar er að finna súrt berg sem sjaldgæft er í jarðgangagerð á Ísland. Helstu niðurstöður sýndu að þversnið standast álag miðað við hönnun á styrkingum, en þó þyrfti að rannsaka ákveðin atriði betur t.d. láréttar spennur á svæðinu. Háannatímalíkan – Framtíðarspá september 2009 Tilgangur verkefnisins var að þróa umferðalíkan fyrir háannatíma, í framhaldi af þróun nýs umferðarlíkans höfuð­ borgarsvæðisins. Háannatímaumferð er sú umferð sem nánast öll hönnun innanbæjar miðar við. Niðurstöður verkefnisins voru að umferðarspár háannatímalíkans eru af svipuðum gæðum og umferðarspá sólahringslíkans. Einnig kemur fram að hægt væri að bæta gæði spáa til dæmis með ítarlegri ferðavenjukönnun. Þá er nefnt að gríðarlega mikilvægt sé að fá upplýsingar um starfafjölda í hverjum reit, sem notaður er í líkaninu en til þess eru nokkrar aðferðir mögulegar. Spá morgunn, 2024

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.