Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 18.04.2011, Blaðsíða 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 18.04.2011, Blaðsíða 1
Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 5. tbl. 19. árg. nr. 561 18. apríl 2011 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Oddi Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík eða með tölvupósti til: vai@vegagerdin.is Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka . Útgáfa er óregluleg og nokkrar vikur geta liðið milli tölublaða. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur, fjölmiðlar og áhugafólk. Áskrift er endurgjaldslaus. 5. tbl. /11 Morgunverðarfundur um almenningssamgöngur 13. apríl sl. Pallborðsumræður. Frá vinstri: Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður samgönguráðs, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness og formaður stjórnar SSH (Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu), Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis og Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó BS. Innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson kynnti á morgun­ verðar fundi um almenningssamgöngur að samgönguráð legði til að ríkið setti tíu milljarða króna á tíu árum í tilraunverkefni á mót framlagi sveitarfélaga. Þannig rynni einn milljarður króna frá ríkinu árlega til verkefnisins sem yrði síðan endurmetið á tveggja ára fresti. Um er að ræða almenningssamgöngur í þéttbýli. Ríkið hefur lítið sem ekkert komið að þeim þætti en hinsvegar hefur verið veittur styrkur til almenningssamgangna á landsbyggðinni, til ferja, vegna sérleyfa og til flugs eða sem nemur um 10 prósentum af fé til vegamála. Tillagan gengur út á að stór­ framkvæmd um í annarri vegagerð á höfuðborgarsvæðinu verði frestað. Fundurinn var haldinn 13. apríl og var mjög vel sóttur af ríflega 100 manns. Ögmundur sagði að tilraunaverkefnið, ef af yrði, sneri að Tíu milljarðar á 10 árum til almenningssamgangna frá ríkinu samgöngum á höfuðborgarsvæðinu og alls suðvesturhorns landsins. Hann hefði trú á því að þetta myndi ganga en tilgangurinn væri að gera almenningssamgöngur greiðari, hagkvæmari og sjálfbærari. Starfshópur innan samgönguráðs hefur unnið að þessum tillögum sem eru um grunnnet almenningssamgangna og hjólreiða, þannig að þar sé að finna svipað grunnnet og varðandi vegi, hafnir og flugvelli. Fram kom í máli Þorsteins Rúnars Hermannssonar samgönguverkfræðings að grunnetið á suðvesturhorni landsins ætti að tengja saman sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og borgarhverfi með 10 þúsund íbúa eða meira. Netið yrði samtengt öðrum samgöngumátum, flugi og höfnum og tengdist einnig almenningssamgöngum við Árborg, Akranes og Reykjanesbæ. Hann nefndi einnig að til að efla almenningssamgöngur þarf hvort tveggja fjármuni og úthald, skammtímahugsun skilaði Þessi frétt birtist á vegagerdin.is 13.04.2011

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.