Alþýðublaðið - 06.12.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.12.1919, Blaðsíða 2
2 alÞýðublaðið Bjargað andan briksetningn. Nýlega kom þaö fyrir í Berlín, aö nærri var búið að grafa skin- dauða konu, en hún bjargaðist þó frá því af hreinni tilviljun. Konan hafði fundist meðvitundarlaus sem dauð væri í garði einum í útjaðri borgarinnar. Læknir var þegar sótt- ur, hann reyndi að lífga hana en tókst ekki, og lýsti því yflr að hún hefði dáið af morfíneitrun. Síðan var líkið kistulagt og flutt í lík- húsið í kirkjugarðinum. Þegar graf- ararnir komu í líkhúsið næsta dag, heyrðu þeir högg aftur og aftur og aumlegt hljóð, sem líktist mannsrödd. Gröfurunum fór ekki að verða um sel. Þeir sóttu félaga sína og komust þeir að því að þetta hljóð kom úr einni kist- unni. Var kistan síðan opnuð og var konan þá með lífl, en féll brátt aftur í dvala. Konan var flutt á spítala og tókst þar að lífga hana, en ekki hefir frézt hvernig slysið hafl viljað til. Má segja að þar hafi skollið hurð nærri hælum. Ný heimastjórnarlög. Times segir að ný heimastjórn- arlög muni vei ða lögð fyrir brezka þingið fyrir jólin. Fyrv. forseti daaðar. Muller, sem þrisvar heflr verið forseti í Sviss, er dauður, 71 árs. Linað á friðarsamningnnnm. Bandamenn hafa linað á frið- arsamningunum við. Þjóðverja á einu sviði. Þeir áttu samkv. samn- ingunum að fá 140 þús. mjólk- andi kýr (eða með kálfl) hjá Þjóð- verjum, en hafa nú gengist undir að fá aðeins 90 þús. kýr, enda mega Þjóðverjar helzt engar kýr missa. Frá Denikin. Denikin beið ósigur fyrir Bolsi- víkum um miðjan mánuðinn sem leið; brutust Bolsiv. gegnum her- línu hans á nál. 100 km. svæði. Denikin er eigi aðeins í stríði við Bolsivíka, heldur einnig við Ukrai- nebúa, sem sjálflr eiga í stríði við Bolsivíka undir stjórn jafnaðar- mannsins Petljura. Max Klinger látinn. í miðjum síðastliðnum mánuði lézt frægasti listamaður Þýzka- lands, Max Klinger, 62 ára gam- all. Banamein hans var hjartaslag. Max Klinger var mjög fjölhæfur listamaður. Eftir hann eru til mál- verk, teikningar, raderingar og myndhöggvaraverk — auk þess hefir hann ritað bækur um list og listsögu. 160 þúsund atvinnnlaasir menn eru nú í Berlínarhorg og fá styrk af ríkinu. Skatcar % af tekjannm. Nýlega sagði Noske í ræðu sem hann hélt í Ohemnitz, að fyrir þýzka þingið muni bráðlega verða lögð lög sem legðu 75% skatt á tekjur allra stærri fyrirtækja. Eig- endurnir yrðu í raun og veru ekki annað en heldur vel launaðir starfs- menn í sínum eigin fyrirtækjum. fohuM í Rússbutði. Viðtal við amerískan biaðamann. Ameríska blaðið, Chigago Daily News, sendi fyrir fáum mánuð- um síðan blaðamanninn, Mr. Don Levine, til Rússlands, til að fá sannar fregnir af ástandinu þar. Hann talar rússnesku reiprenn- andi og var því vel til ferðarinn- ar fallinn. Hann komst til Rúss- lands gegnum Lithá og var flutt- ur með band fyrir augunum yfir Dvínu, en þar tóku hermenn Bolsewikka hann og fluttu til Dvinsk. Þar var honum varpað í fangelsi ásamt ýmsum trantara- lýð. Þaðan var farið með hann til Moskva, og var honum slept þar. Þar var honum slept sökum þess, að hann var hlutlaus blaða- maður, og fékk meira að segja leiðbeiningar og fylgd um borgina hjá utanríkisráðaneytinu. Hann dvaldi 6 vikur í Moskva og ferðaðist víða um landið, með- al annars til suðurvígstöðvanna, og sá þar eina af hinum frægu hersýningum Trotskys. Stórskota- lið, brynvarðir vagnar og vélbyss- ur óku fram fyrir Trotsky. 3 llug- vélar svifu í loftinu fyrir ofan og geysistórt Bolsevíkaloftskip sveif yfir hernum. Kveður hann rauðu hersveitirn- ar heilsa honum með mikilli hrifn- ingu, sem væri hann Napóieon. Hann segir, að menn finni ekki eins mikið til dýrtíðarinnar í Rúss- landi, eins og ætla mætti, sökum þess hve verkakaupið sé hátt. Fjárhagslegir og hernaðarlegir örðugleikar sóu fyrir hendi, en engin ástæða sé til að ætla, að Bolsevíkastjórnin muni falla. Rauðu hermennirnir hafa rekið her Kaltschaks 800 enskar mílur aftur á bak og tekið 300,000 fanga. Þeir hafa eyðilagt hvíta suður- herinn og opnað leið til Thekestan. Sigrar þessir hafa fylt þá sigur- gleði og sigurvissu. Denikin væri einnig áreiðanlega úr sögunni, ef járnbrautir Bolsevika hefðu getað flutt liðið nægilega fijótt yflr Yolgu. Mín skoðun er, að ástand- ið í Rússlandi sé alvarlegt, en engan veginn hættulegt. Stjórnin situr fastar í sessi en nokkru sinni áður. Frakkland heimtar íé það, er það lánaði keisarastjórninni. Lenin vill koma á jafnaðarparadís á jörð- inni. Petta eru orsakirnar til þess, að Rússlandi blæðir. Enginn hlutlaus ferðamaður kemst hjá því, að sjá, að rúss- neska þjóðin kvíðir fyrir einum stríðsvetri í viðbót. Fregnir þær, sem breiddar hafa verið út um hryðjuverk og mann- dráp í Rússlandi, og einnig fregnin um að Trotsky hafl látið fangelsa Lenin, eru ósannindi frá rótum. Maður finnur til þess, er maður dvelur í Rússlandi, að stjórnin er fullkomlega fær um að halda uppi góðri reglu, og gerir það einnig. Hið núverandi stjórnarfar í Rúss- landi er svo langt frá því að vera stjórnleysi, sem nokkuð getur verið. (Eftir danska stjórnarblaðinu PoJitiken, 11. nóv. 1919). X Sléttubönd. Slarkar sullið „Morgi'1 minn, — markar gullið rauða, — barka fullum orgar inn, arkar bullið dauða. Hrajn»

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.